Niðurskurður í framhaldsskólum Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2014 09:54 Það blása kaldir vindar um menntamálaráðherra þessa dagana. Ef það frumvarp til fjárlaga sem nú liggur á borðinu nær fram að ganga liggur fyrir að skorið verður rækilega niður í menntamálum. Litlir framhaldsskólar úti á landi verða fyrir þungum búsifjum og þeir sem eru orðnir 25 ára og hyggjast snúa aftur í nám er vísað á stofnanir sem ýmist eru vanbúnar til að taka á móti þeim eða jafnvel ekki til. Landsbyggðarþingmenn og sveitarstjórnarmenn hafa þungar áhyggjur og skólamenn enn þyngri. Einu getur þó menntamálaráðherra glaðst yfir. Nær allir virðast í sjöunda himni með mesta niðurskurðinn, eins árs niðurskurð á bóknámi til stúdentsprófs. Margir líta jafnvel svo á þetta séu stórkostlegar framfarir. Lítum nú aðeins á þessar mestu umbætur í íslenskum menntamálum síðustu áratugi. Tökum dæmi af tveimur mjög svipuðum framhaldsskólum sem bjóða upp á bóknám, þeir eru með tvær brautir, mála- og náttúrufræðibraut. Rétt er að taka fram að þessar brautir eru tilbúningur höfundar, óvíst er að nokkur framhaldsskóli sé með nákvæmlega svona brautir því enn hafa skólarnir sjálfstæði til að marka sér sérstöðu og móta það nám sem fram fer. Dæmin eru aðeins til að sýna hvaða áhrif niðurskurðurinn getur haft. Hér er ekki gert ráð fyrir að neinir áfangar færist ofaní grunnskólana því fyrirmæli um slíkt hafa ekki borist frá ráðuneytinu hins vegar er gert ráð fyrir að skólaárið lengist um fimm daga auk annarra ráðstafana sem gera skerðingu námsins um 20%. Skólameistararnir fara mismunandi leiðir í niðurskurðinum. Skólameistari A reynir eftir bestu getu að halda einkennum brautanna og sker því niður þær greinar sem ekki tengjast kjarna þeirra. Þá lítur 20% niðurskurðurinn svona út.Skólameistari B telur hins vegar að betra sé að veita nemendum sem yfirgripsmesta menntun og grípur því til almenns niðurskurðar í flestum greinum. Þá lítur niðurskurðurinn svona út.Það er sama hvor aðferðin er notuð, eftir stendur stórlaskað stúdentspróf. Óhætt er að fullyrða að nýstúdentar með þessi próf komast ekki inní einn einasta erlendan háskóla sem stendur undir nafni og ég dreg í efa að þessi menntun dugi þeim til að hefja nám í ýmsum deildum Háskóla Íslands. Sem dæmi má nefna að danskir háskólar gera ráð fyrir að minnsta kosti 15 einingum í ensku og því kemst nýstúdentinn af náttúrufræðibrautinni ekki beint inn í danska háskóla. Stúdentarnir yrðu því að taka hálft til eitt ár í aðfararnám áður en þeir hefja eiginlegt nám í sinni grein. Það er því erfitt að sjá hvað sé svona gott og æskilegt við þá styttingu náms til stúdentsprófs sem allir keppast við að lofa og prísa. Menntamálaráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að skera stúdentsprófið niður hvað sem tautar og raular og hann mun væntanlega láta gagnrýni og rök fagfólks eða fræðimanna sem vind um eyru þjóta. Þeir einu sem hugsanlega geta stöðvað hann eru foreldrar þeirra barna sem hefja nám í framhaldsskólum á næstu árum og skerðingin mun koma niður á, þeir eru jú kjósendur, nema náttúrlega að þeir telji þetta réttlætanlegan fórnarkostnað svo börnin geti lokið framhaldsskóla einu ári fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það blása kaldir vindar um menntamálaráðherra þessa dagana. Ef það frumvarp til fjárlaga sem nú liggur á borðinu nær fram að ganga liggur fyrir að skorið verður rækilega niður í menntamálum. Litlir framhaldsskólar úti á landi verða fyrir þungum búsifjum og þeir sem eru orðnir 25 ára og hyggjast snúa aftur í nám er vísað á stofnanir sem ýmist eru vanbúnar til að taka á móti þeim eða jafnvel ekki til. Landsbyggðarþingmenn og sveitarstjórnarmenn hafa þungar áhyggjur og skólamenn enn þyngri. Einu getur þó menntamálaráðherra glaðst yfir. Nær allir virðast í sjöunda himni með mesta niðurskurðinn, eins árs niðurskurð á bóknámi til stúdentsprófs. Margir líta jafnvel svo á þetta séu stórkostlegar framfarir. Lítum nú aðeins á þessar mestu umbætur í íslenskum menntamálum síðustu áratugi. Tökum dæmi af tveimur mjög svipuðum framhaldsskólum sem bjóða upp á bóknám, þeir eru með tvær brautir, mála- og náttúrufræðibraut. Rétt er að taka fram að þessar brautir eru tilbúningur höfundar, óvíst er að nokkur framhaldsskóli sé með nákvæmlega svona brautir því enn hafa skólarnir sjálfstæði til að marka sér sérstöðu og móta það nám sem fram fer. Dæmin eru aðeins til að sýna hvaða áhrif niðurskurðurinn getur haft. Hér er ekki gert ráð fyrir að neinir áfangar færist ofaní grunnskólana því fyrirmæli um slíkt hafa ekki borist frá ráðuneytinu hins vegar er gert ráð fyrir að skólaárið lengist um fimm daga auk annarra ráðstafana sem gera skerðingu námsins um 20%. Skólameistararnir fara mismunandi leiðir í niðurskurðinum. Skólameistari A reynir eftir bestu getu að halda einkennum brautanna og sker því niður þær greinar sem ekki tengjast kjarna þeirra. Þá lítur 20% niðurskurðurinn svona út.Skólameistari B telur hins vegar að betra sé að veita nemendum sem yfirgripsmesta menntun og grípur því til almenns niðurskurðar í flestum greinum. Þá lítur niðurskurðurinn svona út.Það er sama hvor aðferðin er notuð, eftir stendur stórlaskað stúdentspróf. Óhætt er að fullyrða að nýstúdentar með þessi próf komast ekki inní einn einasta erlendan háskóla sem stendur undir nafni og ég dreg í efa að þessi menntun dugi þeim til að hefja nám í ýmsum deildum Háskóla Íslands. Sem dæmi má nefna að danskir háskólar gera ráð fyrir að minnsta kosti 15 einingum í ensku og því kemst nýstúdentinn af náttúrufræðibrautinni ekki beint inn í danska háskóla. Stúdentarnir yrðu því að taka hálft til eitt ár í aðfararnám áður en þeir hefja eiginlegt nám í sinni grein. Það er því erfitt að sjá hvað sé svona gott og æskilegt við þá styttingu náms til stúdentsprófs sem allir keppast við að lofa og prísa. Menntamálaráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að skera stúdentsprófið niður hvað sem tautar og raular og hann mun væntanlega láta gagnrýni og rök fagfólks eða fræðimanna sem vind um eyru þjóta. Þeir einu sem hugsanlega geta stöðvað hann eru foreldrar þeirra barna sem hefja nám í framhaldsskólum á næstu árum og skerðingin mun koma niður á, þeir eru jú kjósendur, nema náttúrlega að þeir telji þetta réttlætanlegan fórnarkostnað svo börnin geti lokið framhaldsskóla einu ári fyrr.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun