Draumurinn rættist þegar Pippa hitti Sigur Rós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2014 11:29 Frá vinstri: Orri Dýrason, Georg Hólm, Pippa og Jónsi. Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, rættist um helgina þegar hún hitti meðlimi uppáhaldshljómsveitar sinnar, Sigur Rós. Eins og frægt er orðið lögðu liðsmenn hljómsveitarinnar til 600 þúsund krónur í söfnun Pippu fyrir ferð til Íslands með fjölskyldu sinni. Framlag Sigur Rósar varð til þess að mikið skrið komst á söfnun fyrir ferðinni og áður en yfir lauk söfnuðust um þrjár milljónir íslenskra króna. Pippa mætti til Íslands ásamt fjölskyldu sinni þann 22. nóvember.Jónsi og Pippa fara yfir málin.Mynd/Fésbókarsíða PippuFjölskyldan hefur farið víða hér á landi og um helgina hitti svo Pippa strákana í Sigur Rós. Pippa er mikill aðdáandi sveitarinnar. „Ef við erum heppin þá koma dagar í lífi okkar sem munu aldrei líða okkur úr minni. Dagurinn í dag var þannig,“ segir móðir Pippu á Fésbókarsíðu Pippu. Þar lýsir hún þegar Pippa hitti Georg, Jónsa og Orra í upptökuhljóðveri Sigurrósar. Georg mætti ásamt eiginkonu sinni og dætrum en fjölskylda Orra forfallaðist vegna veikinda.Orri og Pippa í góðum gír.Mynd/Fésbókarsíða Pippu„Og svo var það Jónsi,“ skrifar móðir Pippu en sú stutta er mikill aðdándi söngvarans. Hún hafi notið þess að hitta Georg og Orra, sem verði vinir hennar um alla eilífð. Hins vegar hafi Jónsi fangað hjarta sjö ára snátunnar. Þannig hafi Jónsi mætt með Alex kærasta sinn og hundinn Atlas. Pippa er einmitt mikill hundaaðdándi þannig að það hafi fallið vel í kramið. Pippa hafi svo laumað því að Alex að hún elskaði Jónsa. Alex hafi svarað að bragði: „Ég held að hann elski þig líka, Pippa.“ Móðir Pippu fullyrðir að meðlimir Sigur Rósar og umboðsmaðurinn Kári Sturluson séu eitthvert vingjarnlegasta fólk sem hún hafi hitt.Georg og Orri ásamt fjölskyldu Pippu.Mynd/Fésbókarsíða PippuÞað var glatt á hjalla í upptökuveri Sigurrósar.Mynd/Fésbókarsíða Pippu Tengdar fréttir Pippa, a young Sigur Rós fan, had her wish come true Pippa, a young fan of the Icelandic band Sigur Rós, and her family have been enjoying their dream vacation in Iceland for the past days. 2. desember 2014 10:47 Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Draumur Pippu um Íslandsför rætist Pippa, sjö ára gömul flogaveik stúlka frá Bandaríkjunum, sem á sér þann draum heitastan að heimsækja Íslands, kemur til landsins á morgun ásamt fjölskyldu sinni. 21. nóvember 2014 10:46 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, rættist um helgina þegar hún hitti meðlimi uppáhaldshljómsveitar sinnar, Sigur Rós. Eins og frægt er orðið lögðu liðsmenn hljómsveitarinnar til 600 þúsund krónur í söfnun Pippu fyrir ferð til Íslands með fjölskyldu sinni. Framlag Sigur Rósar varð til þess að mikið skrið komst á söfnun fyrir ferðinni og áður en yfir lauk söfnuðust um þrjár milljónir íslenskra króna. Pippa mætti til Íslands ásamt fjölskyldu sinni þann 22. nóvember.Jónsi og Pippa fara yfir málin.Mynd/Fésbókarsíða PippuFjölskyldan hefur farið víða hér á landi og um helgina hitti svo Pippa strákana í Sigur Rós. Pippa er mikill aðdáandi sveitarinnar. „Ef við erum heppin þá koma dagar í lífi okkar sem munu aldrei líða okkur úr minni. Dagurinn í dag var þannig,“ segir móðir Pippu á Fésbókarsíðu Pippu. Þar lýsir hún þegar Pippa hitti Georg, Jónsa og Orra í upptökuhljóðveri Sigurrósar. Georg mætti ásamt eiginkonu sinni og dætrum en fjölskylda Orra forfallaðist vegna veikinda.Orri og Pippa í góðum gír.Mynd/Fésbókarsíða Pippu„Og svo var það Jónsi,“ skrifar móðir Pippu en sú stutta er mikill aðdándi söngvarans. Hún hafi notið þess að hitta Georg og Orra, sem verði vinir hennar um alla eilífð. Hins vegar hafi Jónsi fangað hjarta sjö ára snátunnar. Þannig hafi Jónsi mætt með Alex kærasta sinn og hundinn Atlas. Pippa er einmitt mikill hundaaðdándi þannig að það hafi fallið vel í kramið. Pippa hafi svo laumað því að Alex að hún elskaði Jónsa. Alex hafi svarað að bragði: „Ég held að hann elski þig líka, Pippa.“ Móðir Pippu fullyrðir að meðlimir Sigur Rósar og umboðsmaðurinn Kári Sturluson séu eitthvert vingjarnlegasta fólk sem hún hafi hitt.Georg og Orri ásamt fjölskyldu Pippu.Mynd/Fésbókarsíða PippuÞað var glatt á hjalla í upptökuveri Sigurrósar.Mynd/Fésbókarsíða Pippu
Tengdar fréttir Pippa, a young Sigur Rós fan, had her wish come true Pippa, a young fan of the Icelandic band Sigur Rós, and her family have been enjoying their dream vacation in Iceland for the past days. 2. desember 2014 10:47 Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Draumur Pippu um Íslandsför rætist Pippa, sjö ára gömul flogaveik stúlka frá Bandaríkjunum, sem á sér þann draum heitastan að heimsækja Íslands, kemur til landsins á morgun ásamt fjölskyldu sinni. 21. nóvember 2014 10:46 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Pippa, a young Sigur Rós fan, had her wish come true Pippa, a young fan of the Icelandic band Sigur Rós, and her family have been enjoying their dream vacation in Iceland for the past days. 2. desember 2014 10:47
Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00
Draumur Pippu um Íslandsför rætist Pippa, sjö ára gömul flogaveik stúlka frá Bandaríkjunum, sem á sér þann draum heitastan að heimsækja Íslands, kemur til landsins á morgun ásamt fjölskyldu sinni. 21. nóvember 2014 10:46