Draumurinn rættist þegar Pippa hitti Sigur Rós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2014 11:29 Frá vinstri: Orri Dýrason, Georg Hólm, Pippa og Jónsi. Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, rættist um helgina þegar hún hitti meðlimi uppáhaldshljómsveitar sinnar, Sigur Rós. Eins og frægt er orðið lögðu liðsmenn hljómsveitarinnar til 600 þúsund krónur í söfnun Pippu fyrir ferð til Íslands með fjölskyldu sinni. Framlag Sigur Rósar varð til þess að mikið skrið komst á söfnun fyrir ferðinni og áður en yfir lauk söfnuðust um þrjár milljónir íslenskra króna. Pippa mætti til Íslands ásamt fjölskyldu sinni þann 22. nóvember.Jónsi og Pippa fara yfir málin.Mynd/Fésbókarsíða PippuFjölskyldan hefur farið víða hér á landi og um helgina hitti svo Pippa strákana í Sigur Rós. Pippa er mikill aðdáandi sveitarinnar. „Ef við erum heppin þá koma dagar í lífi okkar sem munu aldrei líða okkur úr minni. Dagurinn í dag var þannig,“ segir móðir Pippu á Fésbókarsíðu Pippu. Þar lýsir hún þegar Pippa hitti Georg, Jónsa og Orra í upptökuhljóðveri Sigurrósar. Georg mætti ásamt eiginkonu sinni og dætrum en fjölskylda Orra forfallaðist vegna veikinda.Orri og Pippa í góðum gír.Mynd/Fésbókarsíða Pippu„Og svo var það Jónsi,“ skrifar móðir Pippu en sú stutta er mikill aðdándi söngvarans. Hún hafi notið þess að hitta Georg og Orra, sem verði vinir hennar um alla eilífð. Hins vegar hafi Jónsi fangað hjarta sjö ára snátunnar. Þannig hafi Jónsi mætt með Alex kærasta sinn og hundinn Atlas. Pippa er einmitt mikill hundaaðdándi þannig að það hafi fallið vel í kramið. Pippa hafi svo laumað því að Alex að hún elskaði Jónsa. Alex hafi svarað að bragði: „Ég held að hann elski þig líka, Pippa.“ Móðir Pippu fullyrðir að meðlimir Sigur Rósar og umboðsmaðurinn Kári Sturluson séu eitthvert vingjarnlegasta fólk sem hún hafi hitt.Georg og Orri ásamt fjölskyldu Pippu.Mynd/Fésbókarsíða PippuÞað var glatt á hjalla í upptökuveri Sigurrósar.Mynd/Fésbókarsíða Pippu Tengdar fréttir Pippa, a young Sigur Rós fan, had her wish come true Pippa, a young fan of the Icelandic band Sigur Rós, and her family have been enjoying their dream vacation in Iceland for the past days. 2. desember 2014 10:47 Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Draumur Pippu um Íslandsför rætist Pippa, sjö ára gömul flogaveik stúlka frá Bandaríkjunum, sem á sér þann draum heitastan að heimsækja Íslands, kemur til landsins á morgun ásamt fjölskyldu sinni. 21. nóvember 2014 10:46 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, rættist um helgina þegar hún hitti meðlimi uppáhaldshljómsveitar sinnar, Sigur Rós. Eins og frægt er orðið lögðu liðsmenn hljómsveitarinnar til 600 þúsund krónur í söfnun Pippu fyrir ferð til Íslands með fjölskyldu sinni. Framlag Sigur Rósar varð til þess að mikið skrið komst á söfnun fyrir ferðinni og áður en yfir lauk söfnuðust um þrjár milljónir íslenskra króna. Pippa mætti til Íslands ásamt fjölskyldu sinni þann 22. nóvember.Jónsi og Pippa fara yfir málin.Mynd/Fésbókarsíða PippuFjölskyldan hefur farið víða hér á landi og um helgina hitti svo Pippa strákana í Sigur Rós. Pippa er mikill aðdáandi sveitarinnar. „Ef við erum heppin þá koma dagar í lífi okkar sem munu aldrei líða okkur úr minni. Dagurinn í dag var þannig,“ segir móðir Pippu á Fésbókarsíðu Pippu. Þar lýsir hún þegar Pippa hitti Georg, Jónsa og Orra í upptökuhljóðveri Sigurrósar. Georg mætti ásamt eiginkonu sinni og dætrum en fjölskylda Orra forfallaðist vegna veikinda.Orri og Pippa í góðum gír.Mynd/Fésbókarsíða Pippu„Og svo var það Jónsi,“ skrifar móðir Pippu en sú stutta er mikill aðdándi söngvarans. Hún hafi notið þess að hitta Georg og Orra, sem verði vinir hennar um alla eilífð. Hins vegar hafi Jónsi fangað hjarta sjö ára snátunnar. Þannig hafi Jónsi mætt með Alex kærasta sinn og hundinn Atlas. Pippa er einmitt mikill hundaaðdándi þannig að það hafi fallið vel í kramið. Pippa hafi svo laumað því að Alex að hún elskaði Jónsa. Alex hafi svarað að bragði: „Ég held að hann elski þig líka, Pippa.“ Móðir Pippu fullyrðir að meðlimir Sigur Rósar og umboðsmaðurinn Kári Sturluson séu eitthvert vingjarnlegasta fólk sem hún hafi hitt.Georg og Orri ásamt fjölskyldu Pippu.Mynd/Fésbókarsíða PippuÞað var glatt á hjalla í upptökuveri Sigurrósar.Mynd/Fésbókarsíða Pippu
Tengdar fréttir Pippa, a young Sigur Rós fan, had her wish come true Pippa, a young fan of the Icelandic band Sigur Rós, and her family have been enjoying their dream vacation in Iceland for the past days. 2. desember 2014 10:47 Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Draumur Pippu um Íslandsför rætist Pippa, sjö ára gömul flogaveik stúlka frá Bandaríkjunum, sem á sér þann draum heitastan að heimsækja Íslands, kemur til landsins á morgun ásamt fjölskyldu sinni. 21. nóvember 2014 10:46 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Pippa, a young Sigur Rós fan, had her wish come true Pippa, a young fan of the Icelandic band Sigur Rós, and her family have been enjoying their dream vacation in Iceland for the past days. 2. desember 2014 10:47
Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00
Draumur Pippu um Íslandsför rætist Pippa, sjö ára gömul flogaveik stúlka frá Bandaríkjunum, sem á sér þann draum heitastan að heimsækja Íslands, kemur til landsins á morgun ásamt fjölskyldu sinni. 21. nóvember 2014 10:46