Hreinsun sundlaugarvatns og heilsuáhrif Magnús Orri Grímsson skrifar 25. júlí 2014 07:00 Óson (O3) og vetnisperoxíð (H2O2) eru oxidantar sem fyrirfinnast í náttúrunni. Til að óson geti myndast þarf að vera til staðar súrefni (O2) og útfjólublá geislun, einnig getur óson myndast við jónun súrefnis við aðstæður eins og í eldingum. Þar sem óson og raki eru til staðar getur myndast örlítið magn af vetnisperoxíði. Oxidantar eins og óson og vetnisperoxíð eru öflugir til að eyða mengun, drepa sýkla og aðra óværu. Í andrúmsloftinu er um 20% súrefni og sólin sér okkur fyrir útfjólublárri geislun, þannig að stöðug myndun ósons á sér stað í andrúmsloftinu. Í sundlaugum er yfirleitt notað hýpóklórít, natríum hýpóklórít eða kalsíum hýpóklórít við sótthreinsun sundlaugarvatns en við oxun þeirra geta myndast óæskileg klórsambönd sem geta skaðað heilsu okkar. Eitt þessara klórsambanda er klóramín (chloramine). Þegar við finnum klórlykt í sundi er það lyktin af klóramíni. Klóramín getur verið ertandi fyrir augu og húð. Klóramín er einnig talið orsök hárrar tíðni astma hjá sundfólki. Annað þessara klórsambanda er klóróform (chloroform). Klóróform getur skaðað lifur, nýru og miðtaugakerfi. The International Agency for Research on Cancer hefur flokkað klóróform sem hugsanlegan krabbameinsvald. Klóramín og klóróform myndast í gegnum klórefnahvörf við lífræn efni eins og þvag, svita, hár og skinn. Með síaukinni sölu lyfjaplástra viðurkennist upptaka í gegnum húð og ekkert annað á við um böð í klórbættu vatni. Sundfólk upptekur klóramín og klóróform að mestu leyti í gegnum húð. Útfjólublá geislun sólar virkar sem hvati efnahvarfs þar sem klóróform og súrefni eru með í myndun eitruðu gastegundarinnar phosgene. Phosgene var notað sem efnavopn í fyrri heimsstyrjöldinni.Aðferð náttúrunnar Þess skal einnig getið að halogenarnir flúor, klór, bróm og joð hafa oxunareiginleika. En joð er nauðsynlegt snefilefni fyrir lífverur, það fyrirfinnst helst í skjaldkirtli, brjóstum kvenna og blöðruhálskirtli karla. Sífellt sterkari tenging er gerð við joðskort og krabbamein í ofantöldum líffærum. Joð ver okkur gegn sýkingum og er mikilvægt við hormónaframleiðslu. Joðskortur getur valdið stækkun skjaldkirtils (goiter), greindarskorti og vansköpun (cretinism), síþreytu, þunglyndi, yfirþyngd og lágum líkamshita. Í líkamanum eru ákveðnir joðmóttakarar (receptorar) sem halda joði í líkamanum en léttari halogenar, þ.e. flúor, klór og bróm, geta losað joð úr sínum móttökum og tekið þeirra stað. Með öðrum orðum getur það leitt til joðskorts að nota flúortannkrem og flúorskol, drekka flúor- og/eða klórbætta drykki og vera í klórbættu vatni (sundlaugarvatn). Íslendingar hafa ekki bætt flúor og/eða klór í drykkjarvatn, en það hafa margar aðrar þjóðir gert. Höldum ásýnd Íslands sem fyrirmynd um hreinleika og tærleika, bætum heilsu sundfólks og hættum að nota klór til sótthreinsunar sundlaugarvatns. Notum þess í stað aðferð náttúrunnar og hreinsum sundlaugarvatnið með ósoni, útfjólubláu ljósi og vetnisperoxíði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Óson (O3) og vetnisperoxíð (H2O2) eru oxidantar sem fyrirfinnast í náttúrunni. Til að óson geti myndast þarf að vera til staðar súrefni (O2) og útfjólublá geislun, einnig getur óson myndast við jónun súrefnis við aðstæður eins og í eldingum. Þar sem óson og raki eru til staðar getur myndast örlítið magn af vetnisperoxíði. Oxidantar eins og óson og vetnisperoxíð eru öflugir til að eyða mengun, drepa sýkla og aðra óværu. Í andrúmsloftinu er um 20% súrefni og sólin sér okkur fyrir útfjólublárri geislun, þannig að stöðug myndun ósons á sér stað í andrúmsloftinu. Í sundlaugum er yfirleitt notað hýpóklórít, natríum hýpóklórít eða kalsíum hýpóklórít við sótthreinsun sundlaugarvatns en við oxun þeirra geta myndast óæskileg klórsambönd sem geta skaðað heilsu okkar. Eitt þessara klórsambanda er klóramín (chloramine). Þegar við finnum klórlykt í sundi er það lyktin af klóramíni. Klóramín getur verið ertandi fyrir augu og húð. Klóramín er einnig talið orsök hárrar tíðni astma hjá sundfólki. Annað þessara klórsambanda er klóróform (chloroform). Klóróform getur skaðað lifur, nýru og miðtaugakerfi. The International Agency for Research on Cancer hefur flokkað klóróform sem hugsanlegan krabbameinsvald. Klóramín og klóróform myndast í gegnum klórefnahvörf við lífræn efni eins og þvag, svita, hár og skinn. Með síaukinni sölu lyfjaplástra viðurkennist upptaka í gegnum húð og ekkert annað á við um böð í klórbættu vatni. Sundfólk upptekur klóramín og klóróform að mestu leyti í gegnum húð. Útfjólublá geislun sólar virkar sem hvati efnahvarfs þar sem klóróform og súrefni eru með í myndun eitruðu gastegundarinnar phosgene. Phosgene var notað sem efnavopn í fyrri heimsstyrjöldinni.Aðferð náttúrunnar Þess skal einnig getið að halogenarnir flúor, klór, bróm og joð hafa oxunareiginleika. En joð er nauðsynlegt snefilefni fyrir lífverur, það fyrirfinnst helst í skjaldkirtli, brjóstum kvenna og blöðruhálskirtli karla. Sífellt sterkari tenging er gerð við joðskort og krabbamein í ofantöldum líffærum. Joð ver okkur gegn sýkingum og er mikilvægt við hormónaframleiðslu. Joðskortur getur valdið stækkun skjaldkirtils (goiter), greindarskorti og vansköpun (cretinism), síþreytu, þunglyndi, yfirþyngd og lágum líkamshita. Í líkamanum eru ákveðnir joðmóttakarar (receptorar) sem halda joði í líkamanum en léttari halogenar, þ.e. flúor, klór og bróm, geta losað joð úr sínum móttökum og tekið þeirra stað. Með öðrum orðum getur það leitt til joðskorts að nota flúortannkrem og flúorskol, drekka flúor- og/eða klórbætta drykki og vera í klórbættu vatni (sundlaugarvatn). Íslendingar hafa ekki bætt flúor og/eða klór í drykkjarvatn, en það hafa margar aðrar þjóðir gert. Höldum ásýnd Íslands sem fyrirmynd um hreinleika og tærleika, bætum heilsu sundfólks og hættum að nota klór til sótthreinsunar sundlaugarvatns. Notum þess í stað aðferð náttúrunnar og hreinsum sundlaugarvatnið með ósoni, útfjólubláu ljósi og vetnisperoxíði.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar