Eru stjórnmálamenn helstu óvinir safna? Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 25. júlí 2014 07:00 Í upphafi árs birtist í fjölmiðlum útlistun á því hversu gott það væri að búa í Seltjarnarnesbæ, með tilliti til lágra útsvarsgreiðslna. Á sama tíma senda tvö fagfélög á sviði safnamála frá sér yfirlýsingar þar sem harmað er að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi dragi sig út úr viðamiklu samstarfsverkefni um uppbyggingu og rekstur Lækningaminjasafns Íslands á Nesinu. Samkvæmt frétt RÚV er ákvörðun bæjarins byggð á því að vegna efnahagshrunsins 2008 hafi orðið fjárhagslegur forsendubrestur í áætlunum og því sé eina ábyrga leiðin í málinu að segja sig frá því. Safnstjórinn sagði upp störfum og var þar með áralöngum undirbúningstíma fyrir framsækna starfsemi til að bæta lífskjör íbúa, auka menntun og taka við ferðamönnum kastað fyrir róða. Í yfirlýsingu Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðasamtaka safna, er minnt á að það fylgir því ábyrgð að taka að sér varðveislu menningararfs með starfrækslu safns og að sú ábyrgð sé langtímaverkefni. Minnihluti bæjarstjórnar mótmælti einnig þessari ákvörðun á fundi bæjarstjórnar í byrjun ársins og bendir á að ekkert mat liggi fyrir um það hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir bæjarsjóð eða hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir uppbyggingarstarf safnsins á undanförnum árum. Með öðrum orðum, fjárhagsleg ábyrgð á afkomu bæjarsjóðs er tekin fram yfir aðrar skuldbindingar. Íbúar á Seltjarnarnesi eða landsmenn, sem hingað til hafa borgað brúsann að stórum hluta, eru ekki spurðir álits á aðgerðunum eða leitað samráðs.Alþjóðlegar siðareglur Eftir fjármálahrunið 2008 hafa flest, ef ekki öll, söfn á landinu tekið á sig skerðingar eins og aðrar samfélagslega reknar stofnanir í landinu. Skerðingarnar hafa haft áhrif á starfsemina og dregið þar með úr því markvissa uppbyggingarstarfi á menningarsviðinu sem Alþingi hefur staðið fyrir meðal annars með setningu Safnalaga 2001 og nú síðast með endurskoðun þeirra laga 2011. Starfsmenn safna hafa hingað til tekið þessum breytingum með jafnaðargeði, enda vanir því að búa við þversagnakenndar aðstæður, fjárhagslega þröngan kost og að þurfa að eyða reglulega ómældum tíma í að mennta nýkjörna stjórnmálamenn um starfsemi safna, hlutverk, skyldur og þann velvilja sem gengnar kynslóðir hafa sýnt safnahugsjóninni. En uppbygging flestra safna í landinu er fengin að stofni til með óeigingjörnum gjöfum einstaklinga, hópa og félagasamtaka, á munum, sjálfboðavinnu og oft stórum fjárupphæðum. Saga Lækningaminjasafns Íslands er eitt dæmi af mörgum um slíkt. Uppákoman á Seltjarnarnesi gefur tilefni til þess að spyrja hvort ráðandi stjórnmálamenn séu helsta ógnin við tilvist safna ef þeir álíta sem svo að fjárhagur sé eina viðmiðið sem beri að virða og að þeir geti firrt sig ábyrgð á öðrum skuldbindingum. Fagfélög safna og safnmanna benda á lagalegur skyldur máli sínu til stuðnings og einnig alþjóðlegar siðareglur safna, sem hér á landi hafa verið að tvinnast betur saman og sést meðal annars í nýjum Safnalögum. Þegar á hólminn er komið, virðist það hins vegar ekki vera nægileg vörn fyrir atburðarás af því tagi sem við sjáum í málefnum Lækningaminjasafnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi árs birtist í fjölmiðlum útlistun á því hversu gott það væri að búa í Seltjarnarnesbæ, með tilliti til lágra útsvarsgreiðslna. Á sama tíma senda tvö fagfélög á sviði safnamála frá sér yfirlýsingar þar sem harmað er að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi dragi sig út úr viðamiklu samstarfsverkefni um uppbyggingu og rekstur Lækningaminjasafns Íslands á Nesinu. Samkvæmt frétt RÚV er ákvörðun bæjarins byggð á því að vegna efnahagshrunsins 2008 hafi orðið fjárhagslegur forsendubrestur í áætlunum og því sé eina ábyrga leiðin í málinu að segja sig frá því. Safnstjórinn sagði upp störfum og var þar með áralöngum undirbúningstíma fyrir framsækna starfsemi til að bæta lífskjör íbúa, auka menntun og taka við ferðamönnum kastað fyrir róða. Í yfirlýsingu Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðasamtaka safna, er minnt á að það fylgir því ábyrgð að taka að sér varðveislu menningararfs með starfrækslu safns og að sú ábyrgð sé langtímaverkefni. Minnihluti bæjarstjórnar mótmælti einnig þessari ákvörðun á fundi bæjarstjórnar í byrjun ársins og bendir á að ekkert mat liggi fyrir um það hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir bæjarsjóð eða hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir uppbyggingarstarf safnsins á undanförnum árum. Með öðrum orðum, fjárhagsleg ábyrgð á afkomu bæjarsjóðs er tekin fram yfir aðrar skuldbindingar. Íbúar á Seltjarnarnesi eða landsmenn, sem hingað til hafa borgað brúsann að stórum hluta, eru ekki spurðir álits á aðgerðunum eða leitað samráðs.Alþjóðlegar siðareglur Eftir fjármálahrunið 2008 hafa flest, ef ekki öll, söfn á landinu tekið á sig skerðingar eins og aðrar samfélagslega reknar stofnanir í landinu. Skerðingarnar hafa haft áhrif á starfsemina og dregið þar með úr því markvissa uppbyggingarstarfi á menningarsviðinu sem Alþingi hefur staðið fyrir meðal annars með setningu Safnalaga 2001 og nú síðast með endurskoðun þeirra laga 2011. Starfsmenn safna hafa hingað til tekið þessum breytingum með jafnaðargeði, enda vanir því að búa við þversagnakenndar aðstæður, fjárhagslega þröngan kost og að þurfa að eyða reglulega ómældum tíma í að mennta nýkjörna stjórnmálamenn um starfsemi safna, hlutverk, skyldur og þann velvilja sem gengnar kynslóðir hafa sýnt safnahugsjóninni. En uppbygging flestra safna í landinu er fengin að stofni til með óeigingjörnum gjöfum einstaklinga, hópa og félagasamtaka, á munum, sjálfboðavinnu og oft stórum fjárupphæðum. Saga Lækningaminjasafns Íslands er eitt dæmi af mörgum um slíkt. Uppákoman á Seltjarnarnesi gefur tilefni til þess að spyrja hvort ráðandi stjórnmálamenn séu helsta ógnin við tilvist safna ef þeir álíta sem svo að fjárhagur sé eina viðmiðið sem beri að virða og að þeir geti firrt sig ábyrgð á öðrum skuldbindingum. Fagfélög safna og safnmanna benda á lagalegur skyldur máli sínu til stuðnings og einnig alþjóðlegar siðareglur safna, sem hér á landi hafa verið að tvinnast betur saman og sést meðal annars í nýjum Safnalögum. Þegar á hólminn er komið, virðist það hins vegar ekki vera nægileg vörn fyrir atburðarás af því tagi sem við sjáum í málefnum Lækningaminjasafnsins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar