Um innfluttan kjúkling og Skráargatið Sveinn Jónsson skrifar 25. júlí 2014 07:00 Á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu á mánudaginn 21. júlí sl. var fjallað um innflutning á landbúnaðarvörum og talað við Magnús Óla Ólafsson, forstjóra heildsölunnar Innness, sem meðal annars flytur inn kjúkling frá danska kjúklingaframleiðandanum Rose Poultry. Haft er eftir Magnúsi að hvert einasta kíló sem flutt er til landsins þurfi heilbrigðisvottorð til að tryggja að varan uppfylli hæstu gæðakröfur og að sams konar kröfur séu ekki gerðar til íslensku kjúklinganna. Einnig er haft eftir Magnúsi að kjúklingurinn frá Rose Poultry sé sá fyrsti sem uppfyllir gæðakröfur Skráargatsins. Þessar fullyrðingar Magnúsar eru rangar. Það er rétt hjá Magnúsi að öllu kjöti sem flutt er til landsins þarf að fylgja heilbrigðisvottorð, upprunavottorð og staðfesting á því að ekki hafi greinst salmónella í sendingunni. Það þýðir ekki að hvert einasta kíló sé rannsakað eins og skilja má á orðum Magnúsar. Einnig ber að geta þess að allir hópar alifugla sem slátrað er á Íslandi þurfa að undirgangast rannsóknir bæði á kampýlóbakter og salmónellu og fá leyfi til slátrunar áður en fuglinn er fluttur í sláturhús. Ef einhver vafi leikur á um heilbrigði íslenska fuglsins fær hann ekki sláturheimild. Því er það ekki rétt hjá Magnúsi og beinlínis ósannindi að sömu heilbrigðiskröfur gildi ekki um íslenska framleiðslu. Þær kröfur sem gerðar eru til íslensku framleiðslunnar eru heldur strangari ef eitthvað er.Villa um fyrir neytendum Magnús heldur því fram í viðtalinu að vörur frá Rose Poultry séu fyrstu kjúklingavörur á íslenskum markaði sem uppfylla gæðakröfur Skráargatsins. Það er ekki aðeins rangt heldur hefur fyrirtækið Innnes, sem Magnús er í forsvari fyrir, beinlínis villt um fyrir neytendum með túlkun á þýðingu Skráargatsins í auglýsingum á vörum frá Rose Poultry. Í fyrsta lagi skal segja frá því að Skráargatið hefur ekkert með gæði á vörum að gera. Það er engin stofnun sem vottar gæði vörunnar og heimilar að hún geti borið merki Skráargatsins. Skráargatið er aðeins myndræn yfirlýsing framleiðanda á því að tiltekin vara uppfyllir næringarviðmið sem sett eru í hverjum vöruflokki fyrir sig. Í flokki kjötafurða uppfyllir vara skilyrði Skráargatsins ef innihald kjöts er umfram 50% vörunnar, fita undir 10% og sykur undir 5%. Allar íslenskar kjúklingabringur hafa því uppfyllt skilyrði þess að bera merki Skráargatsins frá upphafi tíma. Íslenskir framleiðendur höfðu ekki möguleika á að merkja vörur sínar með Skráargatinu fyrr en eftir gildistöku reglugerðar um Skráargatið í nóvember 2013. Í Danmörku hefur merkingin hins vegar verið í notkun frá því í júní 2009 og það er skýringin á því að kjúklingaafurðir innfluttar frá Danmörku eru fyrstu kjúklingavörurnar sem merktar voru með Skráargatinu á íslenskum markaði.Ólöglegar merkingar Innnes og Rose Poultry hafa því beinlínis villt um fyrir neytendum með auglýsingum sem fullyrða að tilteknar innfluttar kjúklingavörur séu „eina kjúklingavaran á Íslandi sem hefur hlotið gæðavottun Skráargatsins“ og „fyrsta kjúklingavaran á Íslandi sem uppfyllir kröfur Skráargatsins“. Ekki er samt að sjá að Neytendastofa eða Matvælastofnun hafi verið vakandi fyrir að gera athugasemdir við þessa misnotkun Innness og Rose Poultry á Skráargatinu. Að lokum má benda á það að Innnes flytur inn lífrænan kjúkling frá Rose Poultry. Er það enn ein innflutta varan sem seld er á íslenskum neytendamarkaði þar sem ekki er farið að íslenskum lögum og reglum um merkingar matvæla. Er þessi kjúklingur sagður 100 prósent salmónellufrír, en það er ólöglegt að merkja kjúkling á þann hátt á Íslandi. Til samanburðar er íslenskum framleiðendum beinlínis óheimilt að merkja framleiðslu sína salmónellufría þrátt fyrir að hafa staðist allar salmónellumælingar skv. íslenskum lögum og reglugerðum, þ.e. á eldistíma og við slátrun. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa einnig ákveðið að að láta hjá líða að gera athugasemdir við sölu og dreifingu á þessari vöru, þrátt fyrir ábendingar þar um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu á mánudaginn 21. júlí sl. var fjallað um innflutning á landbúnaðarvörum og talað við Magnús Óla Ólafsson, forstjóra heildsölunnar Innness, sem meðal annars flytur inn kjúkling frá danska kjúklingaframleiðandanum Rose Poultry. Haft er eftir Magnúsi að hvert einasta kíló sem flutt er til landsins þurfi heilbrigðisvottorð til að tryggja að varan uppfylli hæstu gæðakröfur og að sams konar kröfur séu ekki gerðar til íslensku kjúklinganna. Einnig er haft eftir Magnúsi að kjúklingurinn frá Rose Poultry sé sá fyrsti sem uppfyllir gæðakröfur Skráargatsins. Þessar fullyrðingar Magnúsar eru rangar. Það er rétt hjá Magnúsi að öllu kjöti sem flutt er til landsins þarf að fylgja heilbrigðisvottorð, upprunavottorð og staðfesting á því að ekki hafi greinst salmónella í sendingunni. Það þýðir ekki að hvert einasta kíló sé rannsakað eins og skilja má á orðum Magnúsar. Einnig ber að geta þess að allir hópar alifugla sem slátrað er á Íslandi þurfa að undirgangast rannsóknir bæði á kampýlóbakter og salmónellu og fá leyfi til slátrunar áður en fuglinn er fluttur í sláturhús. Ef einhver vafi leikur á um heilbrigði íslenska fuglsins fær hann ekki sláturheimild. Því er það ekki rétt hjá Magnúsi og beinlínis ósannindi að sömu heilbrigðiskröfur gildi ekki um íslenska framleiðslu. Þær kröfur sem gerðar eru til íslensku framleiðslunnar eru heldur strangari ef eitthvað er.Villa um fyrir neytendum Magnús heldur því fram í viðtalinu að vörur frá Rose Poultry séu fyrstu kjúklingavörur á íslenskum markaði sem uppfylla gæðakröfur Skráargatsins. Það er ekki aðeins rangt heldur hefur fyrirtækið Innnes, sem Magnús er í forsvari fyrir, beinlínis villt um fyrir neytendum með túlkun á þýðingu Skráargatsins í auglýsingum á vörum frá Rose Poultry. Í fyrsta lagi skal segja frá því að Skráargatið hefur ekkert með gæði á vörum að gera. Það er engin stofnun sem vottar gæði vörunnar og heimilar að hún geti borið merki Skráargatsins. Skráargatið er aðeins myndræn yfirlýsing framleiðanda á því að tiltekin vara uppfyllir næringarviðmið sem sett eru í hverjum vöruflokki fyrir sig. Í flokki kjötafurða uppfyllir vara skilyrði Skráargatsins ef innihald kjöts er umfram 50% vörunnar, fita undir 10% og sykur undir 5%. Allar íslenskar kjúklingabringur hafa því uppfyllt skilyrði þess að bera merki Skráargatsins frá upphafi tíma. Íslenskir framleiðendur höfðu ekki möguleika á að merkja vörur sínar með Skráargatinu fyrr en eftir gildistöku reglugerðar um Skráargatið í nóvember 2013. Í Danmörku hefur merkingin hins vegar verið í notkun frá því í júní 2009 og það er skýringin á því að kjúklingaafurðir innfluttar frá Danmörku eru fyrstu kjúklingavörurnar sem merktar voru með Skráargatinu á íslenskum markaði.Ólöglegar merkingar Innnes og Rose Poultry hafa því beinlínis villt um fyrir neytendum með auglýsingum sem fullyrða að tilteknar innfluttar kjúklingavörur séu „eina kjúklingavaran á Íslandi sem hefur hlotið gæðavottun Skráargatsins“ og „fyrsta kjúklingavaran á Íslandi sem uppfyllir kröfur Skráargatsins“. Ekki er samt að sjá að Neytendastofa eða Matvælastofnun hafi verið vakandi fyrir að gera athugasemdir við þessa misnotkun Innness og Rose Poultry á Skráargatinu. Að lokum má benda á það að Innnes flytur inn lífrænan kjúkling frá Rose Poultry. Er það enn ein innflutta varan sem seld er á íslenskum neytendamarkaði þar sem ekki er farið að íslenskum lögum og reglum um merkingar matvæla. Er þessi kjúklingur sagður 100 prósent salmónellufrír, en það er ólöglegt að merkja kjúkling á þann hátt á Íslandi. Til samanburðar er íslenskum framleiðendum beinlínis óheimilt að merkja framleiðslu sína salmónellufría þrátt fyrir að hafa staðist allar salmónellumælingar skv. íslenskum lögum og reglugerðum, þ.e. á eldistíma og við slátrun. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa einnig ákveðið að að láta hjá líða að gera athugasemdir við sölu og dreifingu á þessari vöru, þrátt fyrir ábendingar þar um.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar