

Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum.
Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík.
Forsvarsmenn fyrirtækja á Grundartanga lýsa þungum áhyggjum af vegtengingu Hringvegar við afleggjarann að iðnaðarsvæðinu. Vegamálastjóri telur fulla ástæðu til að skoða vegamótin með umferðaröryggi í huga.
Bent hefur verið á að veruleg mengun hafi fylgt framleiðslu sólarkísils. Í grein sem Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur ritar á vef sinn bendir hann á að slíkri framleiðslu hafi fylgt mikil losun á eiturefninu sílikontetraklóríði auk þess sem klórgas berist í miklu magni út í andrúmsloftið.
Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka.
Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power).
Stjórnvöld í Ohio og Mississippi hafa farið flatt á viðskiptum sínum við fyrirtækið sem hyggst reisa sólarkísilverksmiðju fyrir 77 milljarða króna á Grundartanga.
Stjórnarmenn Silicor Materials undirrita í dag viljayfirlýsingu um vilyrði vegna lóðar á Grundartanga. Fyrirtækið horfði áður til Sádi-Arabíu og Kanada. Viðræðum um raforkukaup miðar vel.