"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2014 19:00 Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum, þar af eitt í hreinvinnslu sólarkísils. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Ísland komið upp úr dýpsta öldudalnum. Nú er það ekki lengur álver heldur kísilver sem virðist vera aðalorðið í iðnaðarumræðunni á Íslandi. Kísilver er að koma á Húsavík, sennilega tvö í Helguvík og á Katanesi á Grundartanga kom hópur manna saman í dag til að legga drög að kísilveri. Þrjár verksmiðjanna munu vinna kísilmálm úr kvarsi en sú á Grundartanga, á vegum bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials, verður á næsta þrepi og hreinvinnur kísilmálm fyrir sólarflögur.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á Katanesi við Grundartanga í dag.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Forstjóri Silicor, Terry Jester, segir fyrirtækið velja Ísland vegna orkunnar en einnig vegna nýgerðs fríverslunarsamnings við Kína. „Við ætlum að byggja fyrstu sólarkísilverksmiðjuna á grunni endurnýjanlegrar orku. Við munum auðvitað framleiða endurnýjanlega orku með því að framleiða kísil fyrir sólarsellur,” sagði Terry Jester á Katanesi í dag. Hún vonast til að framkvæmdir hefjist á Grundartanga fyrir áramót því heimurinn hrópi á sólarkísil. „Það er mikil eftirspurn eftir þeirri afurð sem við hyggjumst framleiða hér. Við vonumst til að hefja útflutning héðan sem fyrst. Viðskiptavinir okkar eru virkilega að þrýsta á okkur að hefjast handa svo við hlökkum til að byrja á verkefninu,” sagði Terry Jester.Viljayfirlýsing var undirrituð á Grundartanga í dag um sólarkísilverksmiðju.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Viljayfirlýsing var undirrituð í tjaldi en þótt enn eigi eftir að ljúka helstu samningum var á stjórnarformanni Silicor, John Correnti, að heyra að hér fylgir hugur máli. „Okkur er full alvara með þessu verkefni. Við erum ekki komnir til Íslands sem ferðamenn heldur vonandi til að byggja iðjuver,” sagði hann en sló þó þann varnagla að samningum væri ekki lokið. Verksmiðjunni fylgir verulegur fjöldi starfa. „360 til 400 vellaunuð og örugg störf,” sagði John Correnti. Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóa, sagði þetta hóflega orkufrekt en mannfrekt fyrirtæki. „Og það er frábær framleiðsla sem kemur úr þessu, umhverfisvæn, og steinliggur í okkar umhverfi sem mjög áhugaverður kostur,” sagði Gísli. Í Helguvík á Suðurnesjum hófust framkvæmdir í dag við kísilmálmverksmiðju United Silicon, eins og Stöð 2 sagði frá í gær. Fyrirtækið merkti sér iðnaðarlóðina og fyrstu vinnuvélarnar fóru af stað.Framkvæmdir við kísilver United Silicon hófust í Helguvík í dag.Stöð 2/Hilmar Bragi Bárðarson.Í Helguvík er búið að taka frá aðra lóð undir annað kísilver, sem Thorsil hyggst reisa, en hjá þeim náðist sá áfangi í dag að skrifað var undir samning við bandarískt félag um kaup á stórum hluta framleiðslunnar fyrstu átta árin. Fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, kvittaði upp á sem vitundarvottur og fagnaði því að nú stefndi í fleiri störf og nýja orkusamninga. Þetta væri gríðarlega ánægjulegt fyrir þjóðarbúið í heild. Við værum að ná að selja orku til að skapa verðmæti og auka þar með útflutningstekjur Íslendinga. Thorsil stefnir að því að hefja framkvæmdir eftir áramót og að verksmiðjan hefji rekstur tveimur árum síðar. Athyglisvert er að Thorsil er alfarið í eigu Íslendinga. John Fenger, stjórnarformaður Thorsils, segir það tímamót. „Eftir margar stóriðjur í eigu útlendinga hér ætti þetta að vera fyrsta íslenska stóriðjan á Íslandi,” sagði John Fenger.Í Helguvík skapast 200-250 störf við smíði kísilvers United Silicon.Stöð 2/Hilmar Bragi Bárðarson.En er kominn tími til að lýsa því yfir að kreppunni sé lokið, miðað við allt þetta sem virðist vera að fara í gang? „Við erum komin upp úr dýpsta öldudalnum, það er alveg ljóst,” svaraði fjármálaráðherra. „Það er öll teikn þess að við séum að spyrna okkur mjög hressilega frá botninum, já.” Tengdar fréttir Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15 Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum, þar af eitt í hreinvinnslu sólarkísils. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Ísland komið upp úr dýpsta öldudalnum. Nú er það ekki lengur álver heldur kísilver sem virðist vera aðalorðið í iðnaðarumræðunni á Íslandi. Kísilver er að koma á Húsavík, sennilega tvö í Helguvík og á Katanesi á Grundartanga kom hópur manna saman í dag til að legga drög að kísilveri. Þrjár verksmiðjanna munu vinna kísilmálm úr kvarsi en sú á Grundartanga, á vegum bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials, verður á næsta þrepi og hreinvinnur kísilmálm fyrir sólarflögur.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á Katanesi við Grundartanga í dag.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Forstjóri Silicor, Terry Jester, segir fyrirtækið velja Ísland vegna orkunnar en einnig vegna nýgerðs fríverslunarsamnings við Kína. „Við ætlum að byggja fyrstu sólarkísilverksmiðjuna á grunni endurnýjanlegrar orku. Við munum auðvitað framleiða endurnýjanlega orku með því að framleiða kísil fyrir sólarsellur,” sagði Terry Jester á Katanesi í dag. Hún vonast til að framkvæmdir hefjist á Grundartanga fyrir áramót því heimurinn hrópi á sólarkísil. „Það er mikil eftirspurn eftir þeirri afurð sem við hyggjumst framleiða hér. Við vonumst til að hefja útflutning héðan sem fyrst. Viðskiptavinir okkar eru virkilega að þrýsta á okkur að hefjast handa svo við hlökkum til að byrja á verkefninu,” sagði Terry Jester.Viljayfirlýsing var undirrituð á Grundartanga í dag um sólarkísilverksmiðju.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Viljayfirlýsing var undirrituð í tjaldi en þótt enn eigi eftir að ljúka helstu samningum var á stjórnarformanni Silicor, John Correnti, að heyra að hér fylgir hugur máli. „Okkur er full alvara með þessu verkefni. Við erum ekki komnir til Íslands sem ferðamenn heldur vonandi til að byggja iðjuver,” sagði hann en sló þó þann varnagla að samningum væri ekki lokið. Verksmiðjunni fylgir verulegur fjöldi starfa. „360 til 400 vellaunuð og örugg störf,” sagði John Correnti. Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóa, sagði þetta hóflega orkufrekt en mannfrekt fyrirtæki. „Og það er frábær framleiðsla sem kemur úr þessu, umhverfisvæn, og steinliggur í okkar umhverfi sem mjög áhugaverður kostur,” sagði Gísli. Í Helguvík á Suðurnesjum hófust framkvæmdir í dag við kísilmálmverksmiðju United Silicon, eins og Stöð 2 sagði frá í gær. Fyrirtækið merkti sér iðnaðarlóðina og fyrstu vinnuvélarnar fóru af stað.Framkvæmdir við kísilver United Silicon hófust í Helguvík í dag.Stöð 2/Hilmar Bragi Bárðarson.Í Helguvík er búið að taka frá aðra lóð undir annað kísilver, sem Thorsil hyggst reisa, en hjá þeim náðist sá áfangi í dag að skrifað var undir samning við bandarískt félag um kaup á stórum hluta framleiðslunnar fyrstu átta árin. Fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, kvittaði upp á sem vitundarvottur og fagnaði því að nú stefndi í fleiri störf og nýja orkusamninga. Þetta væri gríðarlega ánægjulegt fyrir þjóðarbúið í heild. Við værum að ná að selja orku til að skapa verðmæti og auka þar með útflutningstekjur Íslendinga. Thorsil stefnir að því að hefja framkvæmdir eftir áramót og að verksmiðjan hefji rekstur tveimur árum síðar. Athyglisvert er að Thorsil er alfarið í eigu Íslendinga. John Fenger, stjórnarformaður Thorsils, segir það tímamót. „Eftir margar stóriðjur í eigu útlendinga hér ætti þetta að vera fyrsta íslenska stóriðjan á Íslandi,” sagði John Fenger.Í Helguvík skapast 200-250 störf við smíði kísilvers United Silicon.Stöð 2/Hilmar Bragi Bárðarson.En er kominn tími til að lýsa því yfir að kreppunni sé lokið, miðað við allt þetta sem virðist vera að fara í gang? „Við erum komin upp úr dýpsta öldudalnum, það er alveg ljóst,” svaraði fjármálaráðherra. „Það er öll teikn þess að við séum að spyrna okkur mjög hressilega frá botninum, já.”
Tengdar fréttir Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15 Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. 23. maí 2014 20:15
Risafjárfesting á Húsavík skrefi nær veruleikanum Húsavík og Þingeyjarsýslur færðust skrefi nær áttatíu milljarða króna stóriðju- og virkjanaframkvæmdum í dag þegar Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti að iðnaðarhöfn yrði byggð fyrir opinbert fé. 26. febrúar 2014 18:45
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45