Erlent

Leystu upp nýliðunarnet Íslamista

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Íraskur hermaður leikur á strengjahljóðfæri á vígstöðvunum í norðurhluta landsins.
Íraskur hermaður leikur á strengjahljóðfæri á vígstöðvunum í norðurhluta landsins. Vísir/AFP
Marokkóska lögreglan, í samstarfi við spænsk löggæsluyfirvöld, leysti á dögunum upp glæpahring sem grunaður er um að hafa safnað saman herskáum Íslamistum í landinu til að berjast fyrir Íslamska ríkið í átökunum sem nú eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs.

Samtökin eru jafnframt grunuð um að fyrirhuga árásir á marokkóskar borgir og sagði lögreglan í kjölfar handtakanna að í bækistöðvum glæpahringsins hefði verið að finna gögn þess efnis.

Mennirnir níu sem handteknir voru eru grunaðir um að hafa rekið starfsemi sína í borgunum Fnideq, Tetouan og Fez í norðurhluta landsins og áætlað er að fyrirhugaðar árásir hefðu beinst gegn borgunum þremur.

Glæpahringurinn er þá einnig talinn hafa stutt Íslamska ríkið fjárhagslega en Íslamistunum sem ráðnir voru í Marokkó var ætlað að fá þjálfun í meðhöndlun skotvopna, bílaþjófnaði og bardagaaðferðum í Sýrlandi og Írak.

Innanríkisráðherra Spánar sagði í yfirlýsingu til þarlendra fjölmiðla að allir þeir sem voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar væru af marakóskum uppruna og að einhverjir þeirra hefðu tengsl við Spán.

Þetta er í þriðja sinn á árinu sem spænska lögreglan hefur leyst upp samtök sem þessi. Tugþúsund múslima um allan heim hafa gripið til vopna í kjölfar átakanna í Írak og gengið til liðs við Íslamska ríkið.


Tengdar fréttir

Frakkar senda Kúrdum vopn

Frakklandsforseti tilkynnti um ákvörðunina í hádeginu og hafa stjórnvöld í Írak þegar veitt samþykki sitt.

Obama ánægður með nýjan forsætisráðherra Íraka

Obama Bandaríkjaforseti segir að skipun Haider al-Abadi í embætti forsætisráðherra í Írak sé skref fram á við sem lofi góðu. Uppgangur herskáu samtakanna sem kalla sig Íslamska ríkið og ráða nú lögum og lofum á stórum landssvæðum í Írak og í Sýrlandi hafa aukið mjög á óvissuna um framtíð Íraks.

Ólíklegt að Jasídarnir verði sóttir

Nú er talið ólíklegt að Bandaríkjamenn setji upp loftbrú til þess að flytja fólk af ættbálki Jasída af Sinjar fjalli í Írak. Þar hefur fólkið hafist við síðustu vikur eftir að það flúði unan hersveitum hins Íslamska ríkis sem ræður nú yfir stórum landsvæðum í Írak.

Bandarískir hermenn komnir til Íraks

Sérsveitarmennirnir eru lentir í Sindjar-fjöllum þar sem þeim er ætlað að aðstoða Jasaída. Einungis þrjú ár eru síðan bandarískar hersveitir yfirgáfu landið.

Bandarískir ráðgjafar komnir til Íraks

Rúmlega 130 bandarískir hernaðarráðgjafar eru nú komnir til Kúrdahéraðanna í Írak. Þetta segir Chuck Hagel varnarmálaráðherra landsins. Hann ítrekar þó að hermennirnir taki ekki þátt í bardögum heldur séu þeir að meta ástandið og þörfina á neyðaraðstoð en samtökin sem kalla sig Íslamska ríkið ráða yfir stórum hlutum svæðisins og eru talin hafa ráðist hatrammlega að minnihlutahópum af annarri trú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×