Okkar sögur Cynthia Trililani skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Á síðustu árum hef ég kynnst mörgum hugrökkum konum sem voru nógu sterkar að vilja deila sögum sínum með mér. Þetta eru sársaukafullar sögur sem flestir myndu frekar vilja gleyma og bæla djúpt niður. Þessar konur eru af erlendum uppruna, sem stuðlar enn frekar að því að þjáningar þeirra eru þaggaðar niður. Þegar þessar konur urðu fyrir kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi upplifðu þær skort af stuðningi frá fjölskyldu og vinum. Þær gátu hvergi farið og höfðu fáa til að leita til eftir stuðningi og húsaskjóli. Fjárhagslegt ósjálfstæði, börn og fjölskylduskyldur, menningargildi, ótti, sektarkennd og skömm gerir það að verkum að þessar konur hafa enn færri valkosti og neyðast þær til að þjást í þögn, óviljugar eða ófærar um að viðurkenna að þær hafa stórt vandamál á herðum sér sem erfitt er að flýja. Því miður eru þessar sögur alltof algengar. Það eru fjölmargar konur sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu. Og það er ekki alltaf auðvelt að sjá vísbendingar um ofbeldi eða áreitni, sérstaklega vegna ofbeldis sem skilur ekki eftir sig marbletti eða líkamleg sár. En ósýnilegir áverkar verða eftir, tilfinningaleg og andleg sár sem sitja lengi og sem hafa gríðarlega truflandi afleiðingar á líf einstaklings og breyta hans eðli. Hver og einn einstaklingur hefur sína sögu. Það eru margar ástæður fyrir því að deila þeim ekki. Algengasta er val til að þjást í þögn og til að reyna á hvar mörkin liggja varðandi eigið bjargráð. Eftir allt saman eru þrjú erfiðustu orðin sem maður getur sagt í lífinu: Ég þarf hjálp. Að biðja um hjálp reynist erfitt verkefni fyrir sumt fólk. Við verðum að læra að hlusta þau orð sem liggja ósögð undir yfirborðinu. Við verðum að vera meðvitaðri um það sem er að gerast í kringum okkur. Ekki vera hrædd við að spyrja spurninga. Ekki vera hrædd við að vera forvitin. Ekki vera hrædd við að stíga fram. Ofbeldi og áreitni getur komið fyrir alla, fyrir fólk sem við þekkjum og fyrir fólk sem við elskum. Lærðu sögur af fjölskyldunni, vinum, vinnufélögum, skólafélögum, kunningjum. Við þurfum ekki að gera eitthvað óvenjulegt til að bjarga eða hjálpa einhverjum. Mjög eðlilegar athafnir eins og að spyrja og hlusta eru góð byrjun. Ef þú ert brotaþoli misnotkunar eða áreitins, ekki vera hrædd við að segja þína sögu. Stattu upp og talaðu hátt. Þögnin er sjaldnast góð lausn á þjáningu okkar. Sagan þín, sögur okkar geta skipt sköpum. Hreinskilni, eða í vissum skilningi varnarleysi, er ekki veikleiki - það eru dyr sem hjálpa okkur að taka á móti þeirri aðstoð sem við þurfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hef ég kynnst mörgum hugrökkum konum sem voru nógu sterkar að vilja deila sögum sínum með mér. Þetta eru sársaukafullar sögur sem flestir myndu frekar vilja gleyma og bæla djúpt niður. Þessar konur eru af erlendum uppruna, sem stuðlar enn frekar að því að þjáningar þeirra eru þaggaðar niður. Þegar þessar konur urðu fyrir kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi upplifðu þær skort af stuðningi frá fjölskyldu og vinum. Þær gátu hvergi farið og höfðu fáa til að leita til eftir stuðningi og húsaskjóli. Fjárhagslegt ósjálfstæði, börn og fjölskylduskyldur, menningargildi, ótti, sektarkennd og skömm gerir það að verkum að þessar konur hafa enn færri valkosti og neyðast þær til að þjást í þögn, óviljugar eða ófærar um að viðurkenna að þær hafa stórt vandamál á herðum sér sem erfitt er að flýja. Því miður eru þessar sögur alltof algengar. Það eru fjölmargar konur sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu. Og það er ekki alltaf auðvelt að sjá vísbendingar um ofbeldi eða áreitni, sérstaklega vegna ofbeldis sem skilur ekki eftir sig marbletti eða líkamleg sár. En ósýnilegir áverkar verða eftir, tilfinningaleg og andleg sár sem sitja lengi og sem hafa gríðarlega truflandi afleiðingar á líf einstaklings og breyta hans eðli. Hver og einn einstaklingur hefur sína sögu. Það eru margar ástæður fyrir því að deila þeim ekki. Algengasta er val til að þjást í þögn og til að reyna á hvar mörkin liggja varðandi eigið bjargráð. Eftir allt saman eru þrjú erfiðustu orðin sem maður getur sagt í lífinu: Ég þarf hjálp. Að biðja um hjálp reynist erfitt verkefni fyrir sumt fólk. Við verðum að læra að hlusta þau orð sem liggja ósögð undir yfirborðinu. Við verðum að vera meðvitaðri um það sem er að gerast í kringum okkur. Ekki vera hrædd við að spyrja spurninga. Ekki vera hrædd við að vera forvitin. Ekki vera hrædd við að stíga fram. Ofbeldi og áreitni getur komið fyrir alla, fyrir fólk sem við þekkjum og fyrir fólk sem við elskum. Lærðu sögur af fjölskyldunni, vinum, vinnufélögum, skólafélögum, kunningjum. Við þurfum ekki að gera eitthvað óvenjulegt til að bjarga eða hjálpa einhverjum. Mjög eðlilegar athafnir eins og að spyrja og hlusta eru góð byrjun. Ef þú ert brotaþoli misnotkunar eða áreitins, ekki vera hrædd við að segja þína sögu. Stattu upp og talaðu hátt. Þögnin er sjaldnast góð lausn á þjáningu okkar. Sagan þín, sögur okkar geta skipt sköpum. Hreinskilni, eða í vissum skilningi varnarleysi, er ekki veikleiki - það eru dyr sem hjálpa okkur að taka á móti þeirri aðstoð sem við þurfum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun