Enn af valdhroka landlæknis Árni Richard Árnason skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Árið 2007 varð atburður sem leiddi til þess að ég þurfti síðar að gangast undir 17 aðgerðir á hné og læri. Nýverið gekkst ég undir 7 milljóna króna aðgerð í Þýskalandi þar sem stór vöðvi var tekinn úr bakinu og græddur í lærið. Von mín er að þessi vöðvi muni bæta upp fyrir tvo vöðva sem skemmdust í fyrrgreindum atburði og gera mér kleift að standa aftur, t.d. við matargerð, án þess að þurfa að setja allan líkamsþungann á betri fótlegginn. Atburðurinn sem um ræðir var ekki sprengjuárás heldur krossbandsaðgerð í Orkuhúsinu.Fimm ára málsmeðferð Frá árinu 2009 hefur landlæknisembættið haft kvartanir mínar til meðferðar, m.a. um að krossbandið hafi verið rangt staðsett og sjúkraþjálfunarmeðferðin, sem einnig fór fram í Orkuhúsinu, hafi verið of áköf. Með áliti embættisins árið 2011 hafði embættið fengið meðeiganda Læknastöðvar Orkuhússins til að dæma um krossbandsaðgerðina. Niðurstaða hans var auðvitað sú að nýja krossbandið væri staðsett á „nákvæmlega sama stað og hið gamla“ og þar með að það hafi verið rétt staðsett m.v. anatómíuna. Árið 2012 sendi velferðarráðuneytið kvörtun mína til nýrrar meðferðar til landlæknisembættisins þar sem embættinu var gert að finna nýja álitsgjafa, einnig nýjan sjúkraþjálfara til að gefa álit sitt á sjúkraþjálfuninni. Til þess fékk embættið þá Jón Karlsson, prófessor í bæklunarskurðlækningum í Gautaborg, og Magnús Örn Friðjónsson sjúkraþjálfara. Af fjórum álitsgjöfum hefur aðeins Jón Karlsson, einn álitsgjafanna sem starfar utan Íslands, gefið heiðarlegt álit. Segir hann að festa krossbandsins við sköflung hafa verið „verulega aftan við normal (anatómískan) festupunkt“. Einnig að festupunkturinn í lærlegg hafi verið „of hár og of framarlega (sérstaklega of hár í lærlegg)“. Þetta leiðir til þess að „mekanikin verður ekki rétt“ og að „þjálfun verður ekki möguleg“. Jón segir að hann sé sammála mínum lækni í Danmörku sem sé „mjög þekktur og virtur skurðlæknir“, en sá læknir telur að mistök hafi verið gerð.Horft framhjá sérfræðingsáliti Ég taldi víst að landlæknir myndi viðurkenna mistökin í nýju áliti sínu, sem var undirritað af Geir Gunnlaugssyni landlækni. Hins vegar vitnar hann í fæstar af niðurstöðum Jóns hér að ofan. Þvert á móti skrifar Geir að segulómmyndir eftir aðgerð sýni „að krossbandsgrafturinn hafi þá verið í ágætri legu og ekki að sjá neina áverka á honum“. En þetta kemur ekki fram í greinargerð Jóns heldur er tekið nánast orðrétt úr gögnum Orkuhússins! Ennfremur skrifar Geir um staðsetningu krossbandsins að um hana „sé þó ekki samhljómur meðal sérfræðinga“ sem er staðhæfing sem er tekin orðrétt úr greinargerð læknis Orkuhússins sem kvörtunin beinist gegn! Niðurstaðan var því sú að engin mistök hafi verið gerð. Hvað varðar álit Magnúsar er óréttlætið ekkert síðra. Meginkvörtun mín var að ég var látinn gera æfingar aðeins átta dögum eftir aðgerð sem mátti ekki gera fyrr en 6 til 12 vikum eftir aðgerð. Segir Magnús þessar æfingar vera „þvert á það sem almennt er ráðlagt“ og álagið á vöðvana (sem skemmdust) „töluvert meira en almennt er mælt með“. Í greinargerð meðferðaraðilans er þessum æfingum lýst og að þær hefjist almennt í 2. tíma, sem var 8 dögum eftir aðgerðina skv. tímaskrá. Samt kemst Magnús að þeirri niðurstöðu að ég hafi fundið upp á æfingunum sjálfur! Ég hef lagt fram enn frekari sannanir fyrir því að æfingarnar hafi verið að ráði meðferðaraðilans, m.a. fyrirlestrarglærur frá árinu 2006 sem sýna það glögglega. Magnús svaraði þeim athugasemdum ekki. Þetta er eitt af mörgum dæmum um verulegt óhlutleysi hans. Áberandi óréttlát umfjöllun Magnúsar er tekin trúanleg á meðan umsögn prófessors er hunsuð og læknarnir sem kvörtunin beinist að fá sjálfir að dæma um eigin aðgerð! Málsmeðferð Geirs er skrípaleikur og hann hefur dregið mig á asnaeyrunum allan fimm ára skipunartíma sinn. Fólk ætti að gera sér í hugarlund ef lögreglan myndi starfa með þessum hætti og koma sökinni á rangan mann með meðvituðum og skipulögðum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Árið 2007 varð atburður sem leiddi til þess að ég þurfti síðar að gangast undir 17 aðgerðir á hné og læri. Nýverið gekkst ég undir 7 milljóna króna aðgerð í Þýskalandi þar sem stór vöðvi var tekinn úr bakinu og græddur í lærið. Von mín er að þessi vöðvi muni bæta upp fyrir tvo vöðva sem skemmdust í fyrrgreindum atburði og gera mér kleift að standa aftur, t.d. við matargerð, án þess að þurfa að setja allan líkamsþungann á betri fótlegginn. Atburðurinn sem um ræðir var ekki sprengjuárás heldur krossbandsaðgerð í Orkuhúsinu.Fimm ára málsmeðferð Frá árinu 2009 hefur landlæknisembættið haft kvartanir mínar til meðferðar, m.a. um að krossbandið hafi verið rangt staðsett og sjúkraþjálfunarmeðferðin, sem einnig fór fram í Orkuhúsinu, hafi verið of áköf. Með áliti embættisins árið 2011 hafði embættið fengið meðeiganda Læknastöðvar Orkuhússins til að dæma um krossbandsaðgerðina. Niðurstaða hans var auðvitað sú að nýja krossbandið væri staðsett á „nákvæmlega sama stað og hið gamla“ og þar með að það hafi verið rétt staðsett m.v. anatómíuna. Árið 2012 sendi velferðarráðuneytið kvörtun mína til nýrrar meðferðar til landlæknisembættisins þar sem embættinu var gert að finna nýja álitsgjafa, einnig nýjan sjúkraþjálfara til að gefa álit sitt á sjúkraþjálfuninni. Til þess fékk embættið þá Jón Karlsson, prófessor í bæklunarskurðlækningum í Gautaborg, og Magnús Örn Friðjónsson sjúkraþjálfara. Af fjórum álitsgjöfum hefur aðeins Jón Karlsson, einn álitsgjafanna sem starfar utan Íslands, gefið heiðarlegt álit. Segir hann að festa krossbandsins við sköflung hafa verið „verulega aftan við normal (anatómískan) festupunkt“. Einnig að festupunkturinn í lærlegg hafi verið „of hár og of framarlega (sérstaklega of hár í lærlegg)“. Þetta leiðir til þess að „mekanikin verður ekki rétt“ og að „þjálfun verður ekki möguleg“. Jón segir að hann sé sammála mínum lækni í Danmörku sem sé „mjög þekktur og virtur skurðlæknir“, en sá læknir telur að mistök hafi verið gerð.Horft framhjá sérfræðingsáliti Ég taldi víst að landlæknir myndi viðurkenna mistökin í nýju áliti sínu, sem var undirritað af Geir Gunnlaugssyni landlækni. Hins vegar vitnar hann í fæstar af niðurstöðum Jóns hér að ofan. Þvert á móti skrifar Geir að segulómmyndir eftir aðgerð sýni „að krossbandsgrafturinn hafi þá verið í ágætri legu og ekki að sjá neina áverka á honum“. En þetta kemur ekki fram í greinargerð Jóns heldur er tekið nánast orðrétt úr gögnum Orkuhússins! Ennfremur skrifar Geir um staðsetningu krossbandsins að um hana „sé þó ekki samhljómur meðal sérfræðinga“ sem er staðhæfing sem er tekin orðrétt úr greinargerð læknis Orkuhússins sem kvörtunin beinist gegn! Niðurstaðan var því sú að engin mistök hafi verið gerð. Hvað varðar álit Magnúsar er óréttlætið ekkert síðra. Meginkvörtun mín var að ég var látinn gera æfingar aðeins átta dögum eftir aðgerð sem mátti ekki gera fyrr en 6 til 12 vikum eftir aðgerð. Segir Magnús þessar æfingar vera „þvert á það sem almennt er ráðlagt“ og álagið á vöðvana (sem skemmdust) „töluvert meira en almennt er mælt með“. Í greinargerð meðferðaraðilans er þessum æfingum lýst og að þær hefjist almennt í 2. tíma, sem var 8 dögum eftir aðgerðina skv. tímaskrá. Samt kemst Magnús að þeirri niðurstöðu að ég hafi fundið upp á æfingunum sjálfur! Ég hef lagt fram enn frekari sannanir fyrir því að æfingarnar hafi verið að ráði meðferðaraðilans, m.a. fyrirlestrarglærur frá árinu 2006 sem sýna það glögglega. Magnús svaraði þeim athugasemdum ekki. Þetta er eitt af mörgum dæmum um verulegt óhlutleysi hans. Áberandi óréttlát umfjöllun Magnúsar er tekin trúanleg á meðan umsögn prófessors er hunsuð og læknarnir sem kvörtunin beinist að fá sjálfir að dæma um eigin aðgerð! Málsmeðferð Geirs er skrípaleikur og hann hefur dregið mig á asnaeyrunum allan fimm ára skipunartíma sinn. Fólk ætti að gera sér í hugarlund ef lögreglan myndi starfa með þessum hætti og koma sökinni á rangan mann með meðvituðum og skipulögðum hætti.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar