Nýja útrásin Heiðar Högni Guðnason og sjómaður skrifa 7. nóvember 2014 07:00 Hægt væri að segja að Ingólfur Arnarson væri fyrsti íslenski útrásarvíkingurinn. Hann fékk nóg af Noregi og ákvað að treysta á öndvegissúlur sínar í staðinn. Í seinni tíð hefur merking orðsins fengið aðra neikvæðari merkingu. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær stóð að makríllinn hafi gefið nálægt 100 milljörðum frá árinu 2007. Á þeim árum var almennt talið að Íslendingar væru góðir að fara með pening. Við fengum stórmennskulegar hugmyndir. Ein þeirra að sniðugt væri að reisa hér alþjóðlega fjármálamiðstöð; reynslan sýndi hið gagnstæða. En fyrst við erum ekki góð að fara með pening, í hverju erum við þá eiginlega góð? Ég skal segja ykkur það; Íslendingar eru góðir að veiða fisk. Ef við ætlum að þykjast geta eitthvað þá skulum við gera það á réttum forsendum. En drambið dregur okkur ekki langt, ég ætla að reyna – í nokkrum orðum – að færa fyrir því rök hvernig við Íslendingar getum haft raunveruleg áhrif á heiminn og hvers vegna við ættum ekki aðeins að selja útlendingum fisk, heldur líka selja þeim hugmyndir. Og ef þeir vilja ekki kaupa þær af okkur, þá þurfum við að troða þeim ofan í kokið á þeim. Við Íslendingar erum fiskveiðiþjóð, svo mikið er víst. Frá landnámsöld hefur hinn hefðbundni fiskimaður spurt sig reglulega á gagnrýninn hátt; Er ekki eitthvað hérna sem ég get gert betur? Þannig höfum við þróað greinina og farið frá handfærum til sjálfvirkra-háþrýsti-laser-skurðvéla. Hængur fylgir gjöf Njarðar, því með bættum veiðiaðferðum, því auðveldari sem veiðarnar verða, eykst hættan á ofveiði. Aldrei hefur veiðst jafn mikill fiskur á heimsvísu og á miðjum níunda áratugnum en farið minnkandi síðan. Engu að síður telja sjávarlíffræðingar að með ábyrgri fiskveiðistjórnun sé nánast hægt að tvöfalda þann afla sem við veiðum nú þegar. (Savitz 2013) Svo fiskistofnar megi dafna þarf að setja veiðunum skilyrði: (i) Setja þarf kvóta, (ii) takmarka meðafla og (iii) vernda þarf hafsvæðin, sérstaklega hrygningarsvæðin. Þessi skilyrði eru nauðsynleg en ekki nægjanleg. Ólöglegar veiðar eru alvöru vandamál. Slíkur afli – röng stærð eða tegund – ratar á markaðinn á röngum forsendum, í vitlausum umbúðum. Það svíkur ekki aðeins hinn heiðarlega fiskimann heldur líka neitandann. Margar hendur þarf til að koma fisk á disk, sjálfur hef ég óviljandi mismerkt síldarflök sem makríl. Í slíkum tilvikum – viljandi eður ei – er mikilvægt að hafa rekjanleika, komast að því hvar potturinn sé brotinn. Án rekjanleika hafa veiðiskilyrði eins og kvótakerfi og takmörkun með afla, ekki tilætluð áhrif. Sem sagt, góð fiskveiðistjórnun borgar sig. En þetta vitum við Íslendingar, það þarf ekki að kenna okkur þetta. ESB veit þetta líka og óháð annarri pólítík, þá reka þeir ábyrga sjávarútvegsstefnu með sjálfbærni að leiðarljósi. Það er staðreynd að ESB ásamt 8 öðrum þjóðum veiða 68% af fisknum. ESB og 24 önnur lönd veiða 90%. (Savitz 2013) Kvótakerfið virkar, burt séð frá annarri rökræðu um eignarhald, framsalsrétt, byggðarkvóta, strandveiðar o.þ.h. En það er ekki nóg að halda sínum hluta sundlaugarinnar snyrtilegum ef að nágranninn pissar alltaf í hana. það eru engin landamæri í hafinu. Nýting auðlinda úr hafinu varðar hagsmuni okkar allra, heima og heiman. Er ekki kominn tími að halda út í víking? Halda út í hugmyndafræðilegan víking og berjast við villimenn sem pissa í laugina. Gefðu mér siðprúðan útrásavíking, ekki sérhagsmunasegg, gefðu mér mann sem vigtar ekki fram hjá, einhvern sem veiðir ekki utan kvóta og stundar ekki brottkast. Gefðu mér síðan einhvern nógu kjarkmikinn til þess að sjá til þess að aðrir geri slíkt hið sama. Sverð okkar og skjöld. Ef rödd okkar Íslendinga á að heyrast á hringborði alþjóðastjórnmála, þá skulum við sjá til þess að hún sé að segja eitthvað af viti, um eitthvað sem við höfum þekkingu á. Sættu þig við það Sigmundur, Obama er ekkert að fara að fá tískuráðleggingar hjá þér og Bjarni, Merkel er alveg sama hvað þú tekur í bekk. Mikið væri ég ánægður ef í næsta skipti sem ég fæ fréttir af íslenskri sendinefnd eða launaðri stöðu erlendis, að við værum að senda róttækan umhverfissinna eða ungan líffræðing með kjaft en ekki jakkafataklædda uppgjafar pólítíkussa sem aldrei hafa migið í saltan sjó. Ríkisstjórnin siglir kannski úfinn sjó, en það er ekki bara bræla við Íslandsstrendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hægt væri að segja að Ingólfur Arnarson væri fyrsti íslenski útrásarvíkingurinn. Hann fékk nóg af Noregi og ákvað að treysta á öndvegissúlur sínar í staðinn. Í seinni tíð hefur merking orðsins fengið aðra neikvæðari merkingu. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær stóð að makríllinn hafi gefið nálægt 100 milljörðum frá árinu 2007. Á þeim árum var almennt talið að Íslendingar væru góðir að fara með pening. Við fengum stórmennskulegar hugmyndir. Ein þeirra að sniðugt væri að reisa hér alþjóðlega fjármálamiðstöð; reynslan sýndi hið gagnstæða. En fyrst við erum ekki góð að fara með pening, í hverju erum við þá eiginlega góð? Ég skal segja ykkur það; Íslendingar eru góðir að veiða fisk. Ef við ætlum að þykjast geta eitthvað þá skulum við gera það á réttum forsendum. En drambið dregur okkur ekki langt, ég ætla að reyna – í nokkrum orðum – að færa fyrir því rök hvernig við Íslendingar getum haft raunveruleg áhrif á heiminn og hvers vegna við ættum ekki aðeins að selja útlendingum fisk, heldur líka selja þeim hugmyndir. Og ef þeir vilja ekki kaupa þær af okkur, þá þurfum við að troða þeim ofan í kokið á þeim. Við Íslendingar erum fiskveiðiþjóð, svo mikið er víst. Frá landnámsöld hefur hinn hefðbundni fiskimaður spurt sig reglulega á gagnrýninn hátt; Er ekki eitthvað hérna sem ég get gert betur? Þannig höfum við þróað greinina og farið frá handfærum til sjálfvirkra-háþrýsti-laser-skurðvéla. Hængur fylgir gjöf Njarðar, því með bættum veiðiaðferðum, því auðveldari sem veiðarnar verða, eykst hættan á ofveiði. Aldrei hefur veiðst jafn mikill fiskur á heimsvísu og á miðjum níunda áratugnum en farið minnkandi síðan. Engu að síður telja sjávarlíffræðingar að með ábyrgri fiskveiðistjórnun sé nánast hægt að tvöfalda þann afla sem við veiðum nú þegar. (Savitz 2013) Svo fiskistofnar megi dafna þarf að setja veiðunum skilyrði: (i) Setja þarf kvóta, (ii) takmarka meðafla og (iii) vernda þarf hafsvæðin, sérstaklega hrygningarsvæðin. Þessi skilyrði eru nauðsynleg en ekki nægjanleg. Ólöglegar veiðar eru alvöru vandamál. Slíkur afli – röng stærð eða tegund – ratar á markaðinn á röngum forsendum, í vitlausum umbúðum. Það svíkur ekki aðeins hinn heiðarlega fiskimann heldur líka neitandann. Margar hendur þarf til að koma fisk á disk, sjálfur hef ég óviljandi mismerkt síldarflök sem makríl. Í slíkum tilvikum – viljandi eður ei – er mikilvægt að hafa rekjanleika, komast að því hvar potturinn sé brotinn. Án rekjanleika hafa veiðiskilyrði eins og kvótakerfi og takmörkun með afla, ekki tilætluð áhrif. Sem sagt, góð fiskveiðistjórnun borgar sig. En þetta vitum við Íslendingar, það þarf ekki að kenna okkur þetta. ESB veit þetta líka og óháð annarri pólítík, þá reka þeir ábyrga sjávarútvegsstefnu með sjálfbærni að leiðarljósi. Það er staðreynd að ESB ásamt 8 öðrum þjóðum veiða 68% af fisknum. ESB og 24 önnur lönd veiða 90%. (Savitz 2013) Kvótakerfið virkar, burt séð frá annarri rökræðu um eignarhald, framsalsrétt, byggðarkvóta, strandveiðar o.þ.h. En það er ekki nóg að halda sínum hluta sundlaugarinnar snyrtilegum ef að nágranninn pissar alltaf í hana. það eru engin landamæri í hafinu. Nýting auðlinda úr hafinu varðar hagsmuni okkar allra, heima og heiman. Er ekki kominn tími að halda út í víking? Halda út í hugmyndafræðilegan víking og berjast við villimenn sem pissa í laugina. Gefðu mér siðprúðan útrásavíking, ekki sérhagsmunasegg, gefðu mér mann sem vigtar ekki fram hjá, einhvern sem veiðir ekki utan kvóta og stundar ekki brottkast. Gefðu mér síðan einhvern nógu kjarkmikinn til þess að sjá til þess að aðrir geri slíkt hið sama. Sverð okkar og skjöld. Ef rödd okkar Íslendinga á að heyrast á hringborði alþjóðastjórnmála, þá skulum við sjá til þess að hún sé að segja eitthvað af viti, um eitthvað sem við höfum þekkingu á. Sættu þig við það Sigmundur, Obama er ekkert að fara að fá tískuráðleggingar hjá þér og Bjarni, Merkel er alveg sama hvað þú tekur í bekk. Mikið væri ég ánægður ef í næsta skipti sem ég fæ fréttir af íslenskri sendinefnd eða launaðri stöðu erlendis, að við værum að senda róttækan umhverfissinna eða ungan líffræðing með kjaft en ekki jakkafataklædda uppgjafar pólítíkussa sem aldrei hafa migið í saltan sjó. Ríkisstjórnin siglir kannski úfinn sjó, en það er ekki bara bræla við Íslandsstrendur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun