Stjórnarskrárbrot? Þórey Guðmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Nýverið var góð og athyglisverð umfjöllun í blaðinu, sem ég vil vísa til, um beitingu dagsekta í umgengnismálum, skv. barnalögum. En dagsektum er einungis beitt gegn lögheimilisforeldrum, sé um meintar hindranir á umgengni að ræða. Mæti hins vegar foreldri ekki, sem fylla á umgengnisskyldur sínar, eru engin viðurlög við því. Þekkt eru dæmi um feður, sem hafa fengið móður úrskurðaða í dagsektir, þó þeir hafi ekki sjálfir mætt til umgengni svo mánuðum skiptir. Sem sagt, móðir, sem er til staðar og stendur við sínar skyldur er úrskurðuð í dagsektir, en sá sem ekki kemur og lætur ekki frá sér heyra, sætir engum viðurlögum og í barnalögum er engin viðurlög að finna, sem beita má. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 1944 nr. 33 17. júní, (jafnræðisreglan) kveður á um eftirfarandi: 65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1) Er það jafnræði, þegar lög (barnalög i þessu tilfelli) innihalda ekki viðurlög gegn brotum beggja í samskiptum? Nú sagði mér héraðsdómari að það væru oftast konur, sem væru lögheimilisforeldrar, skv. því eru það konur, sem beita má viðurlögum, ekki karlmenn. Í dæmum, sem ég þekki til, hafa mæður verið úrskurðaðar í dagsektir, endurtekið, án þess að hafa til þess unnið. Er það ekki stjórnarskrárbrot? Er ekki valdbeiting, sem að ofan greinir valdníðsla og hver eru þá viðurlögin við því? Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands stendur í § 69: „Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum…“ Í ofangreindum dæmum hefur lögheimilisforeldri verið „dæmt“ (úrskurðað) án saka. Er það ekki tvöfalt stjórnarskrárbrot? Sé það svo, að Alþingi Íslendinga setji lög, sem mismuna þegnunum og ganga gegn stjórnarskrá, verður sú spurning nærtæk, hvort þingmenn séu starfi sínu vaxnir, eða hvort vinnuálag á þeim á stundum sé svo mikið, að ómögulegt sé að fylgjast með „smáatriðum“.Taka ekki afstöðu Ég hef ekki nefnt börnin hér, en hvar er þeirra réttur, þegar löggjöfin er með þessum hætti? Hvorutveggja lögin, barnalög og barnaverndarlög, kveða á um að börn skuli ekki beitt ofbeldi eða þvingunum. Ég veit um mál, þar sem í fleiri en eitt skipti hefur ofbeldi verið beitt með samþykki sýslumannsembættis. Ég veit um mál, þar sem barnavernd og lögregla hafa ekki viljað taka afstöðu með barni, sem hefur mátt þola ofbeldi. Heldur þvert á móti stutt við. Hvað er hér á seyði? Er ofanritað þetta „nútímahorf“, sem talað er um að færa þessi mál í hérlendis? Það að úrskurða barn til þvingunar, er það ekki enn eitt stjórnarskrárbrotið og þá á 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands: [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila. Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.]1) Hver er sekt barnanna, sem eru úrskurðuð til að þola þvinganir? Gæti það verið hræðsla þeirra, skelfing? Þau njóta a.m.k. ekki í öllum tilfellum stjórnarskrárvarinna réttinda, sem þeim ber, að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Þau verða að upplifa þá refsingu að vera þvinguð en hafa ekkert til saka unnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var góð og athyglisverð umfjöllun í blaðinu, sem ég vil vísa til, um beitingu dagsekta í umgengnismálum, skv. barnalögum. En dagsektum er einungis beitt gegn lögheimilisforeldrum, sé um meintar hindranir á umgengni að ræða. Mæti hins vegar foreldri ekki, sem fylla á umgengnisskyldur sínar, eru engin viðurlög við því. Þekkt eru dæmi um feður, sem hafa fengið móður úrskurðaða í dagsektir, þó þeir hafi ekki sjálfir mætt til umgengni svo mánuðum skiptir. Sem sagt, móðir, sem er til staðar og stendur við sínar skyldur er úrskurðuð í dagsektir, en sá sem ekki kemur og lætur ekki frá sér heyra, sætir engum viðurlögum og í barnalögum er engin viðurlög að finna, sem beita má. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 1944 nr. 33 17. júní, (jafnræðisreglan) kveður á um eftirfarandi: 65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1) Er það jafnræði, þegar lög (barnalög i þessu tilfelli) innihalda ekki viðurlög gegn brotum beggja í samskiptum? Nú sagði mér héraðsdómari að það væru oftast konur, sem væru lögheimilisforeldrar, skv. því eru það konur, sem beita má viðurlögum, ekki karlmenn. Í dæmum, sem ég þekki til, hafa mæður verið úrskurðaðar í dagsektir, endurtekið, án þess að hafa til þess unnið. Er það ekki stjórnarskrárbrot? Er ekki valdbeiting, sem að ofan greinir valdníðsla og hver eru þá viðurlögin við því? Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands stendur í § 69: „Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum…“ Í ofangreindum dæmum hefur lögheimilisforeldri verið „dæmt“ (úrskurðað) án saka. Er það ekki tvöfalt stjórnarskrárbrot? Sé það svo, að Alþingi Íslendinga setji lög, sem mismuna þegnunum og ganga gegn stjórnarskrá, verður sú spurning nærtæk, hvort þingmenn séu starfi sínu vaxnir, eða hvort vinnuálag á þeim á stundum sé svo mikið, að ómögulegt sé að fylgjast með „smáatriðum“.Taka ekki afstöðu Ég hef ekki nefnt börnin hér, en hvar er þeirra réttur, þegar löggjöfin er með þessum hætti? Hvorutveggja lögin, barnalög og barnaverndarlög, kveða á um að börn skuli ekki beitt ofbeldi eða þvingunum. Ég veit um mál, þar sem í fleiri en eitt skipti hefur ofbeldi verið beitt með samþykki sýslumannsembættis. Ég veit um mál, þar sem barnavernd og lögregla hafa ekki viljað taka afstöðu með barni, sem hefur mátt þola ofbeldi. Heldur þvert á móti stutt við. Hvað er hér á seyði? Er ofanritað þetta „nútímahorf“, sem talað er um að færa þessi mál í hérlendis? Það að úrskurða barn til þvingunar, er það ekki enn eitt stjórnarskrárbrotið og þá á 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands: [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila. Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.]1) Hver er sekt barnanna, sem eru úrskurðuð til að þola þvinganir? Gæti það verið hræðsla þeirra, skelfing? Þau njóta a.m.k. ekki í öllum tilfellum stjórnarskrárvarinna réttinda, sem þeim ber, að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Þau verða að upplifa þá refsingu að vera þvinguð en hafa ekkert til saka unnið.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun