Stjórnarskrárbrot? Þórey Guðmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Nýverið var góð og athyglisverð umfjöllun í blaðinu, sem ég vil vísa til, um beitingu dagsekta í umgengnismálum, skv. barnalögum. En dagsektum er einungis beitt gegn lögheimilisforeldrum, sé um meintar hindranir á umgengni að ræða. Mæti hins vegar foreldri ekki, sem fylla á umgengnisskyldur sínar, eru engin viðurlög við því. Þekkt eru dæmi um feður, sem hafa fengið móður úrskurðaða í dagsektir, þó þeir hafi ekki sjálfir mætt til umgengni svo mánuðum skiptir. Sem sagt, móðir, sem er til staðar og stendur við sínar skyldur er úrskurðuð í dagsektir, en sá sem ekki kemur og lætur ekki frá sér heyra, sætir engum viðurlögum og í barnalögum er engin viðurlög að finna, sem beita má. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 1944 nr. 33 17. júní, (jafnræðisreglan) kveður á um eftirfarandi: 65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1) Er það jafnræði, þegar lög (barnalög i þessu tilfelli) innihalda ekki viðurlög gegn brotum beggja í samskiptum? Nú sagði mér héraðsdómari að það væru oftast konur, sem væru lögheimilisforeldrar, skv. því eru það konur, sem beita má viðurlögum, ekki karlmenn. Í dæmum, sem ég þekki til, hafa mæður verið úrskurðaðar í dagsektir, endurtekið, án þess að hafa til þess unnið. Er það ekki stjórnarskrárbrot? Er ekki valdbeiting, sem að ofan greinir valdníðsla og hver eru þá viðurlögin við því? Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands stendur í § 69: „Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum…“ Í ofangreindum dæmum hefur lögheimilisforeldri verið „dæmt“ (úrskurðað) án saka. Er það ekki tvöfalt stjórnarskrárbrot? Sé það svo, að Alþingi Íslendinga setji lög, sem mismuna þegnunum og ganga gegn stjórnarskrá, verður sú spurning nærtæk, hvort þingmenn séu starfi sínu vaxnir, eða hvort vinnuálag á þeim á stundum sé svo mikið, að ómögulegt sé að fylgjast með „smáatriðum“.Taka ekki afstöðu Ég hef ekki nefnt börnin hér, en hvar er þeirra réttur, þegar löggjöfin er með þessum hætti? Hvorutveggja lögin, barnalög og barnaverndarlög, kveða á um að börn skuli ekki beitt ofbeldi eða þvingunum. Ég veit um mál, þar sem í fleiri en eitt skipti hefur ofbeldi verið beitt með samþykki sýslumannsembættis. Ég veit um mál, þar sem barnavernd og lögregla hafa ekki viljað taka afstöðu með barni, sem hefur mátt þola ofbeldi. Heldur þvert á móti stutt við. Hvað er hér á seyði? Er ofanritað þetta „nútímahorf“, sem talað er um að færa þessi mál í hérlendis? Það að úrskurða barn til þvingunar, er það ekki enn eitt stjórnarskrárbrotið og þá á 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands: [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila. Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.]1) Hver er sekt barnanna, sem eru úrskurðuð til að þola þvinganir? Gæti það verið hræðsla þeirra, skelfing? Þau njóta a.m.k. ekki í öllum tilfellum stjórnarskrárvarinna réttinda, sem þeim ber, að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Þau verða að upplifa þá refsingu að vera þvinguð en hafa ekkert til saka unnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Nýverið var góð og athyglisverð umfjöllun í blaðinu, sem ég vil vísa til, um beitingu dagsekta í umgengnismálum, skv. barnalögum. En dagsektum er einungis beitt gegn lögheimilisforeldrum, sé um meintar hindranir á umgengni að ræða. Mæti hins vegar foreldri ekki, sem fylla á umgengnisskyldur sínar, eru engin viðurlög við því. Þekkt eru dæmi um feður, sem hafa fengið móður úrskurðaða í dagsektir, þó þeir hafi ekki sjálfir mætt til umgengni svo mánuðum skiptir. Sem sagt, móðir, sem er til staðar og stendur við sínar skyldur er úrskurðuð í dagsektir, en sá sem ekki kemur og lætur ekki frá sér heyra, sætir engum viðurlögum og í barnalögum er engin viðurlög að finna, sem beita má. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 1944 nr. 33 17. júní, (jafnræðisreglan) kveður á um eftirfarandi: 65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1) Er það jafnræði, þegar lög (barnalög i þessu tilfelli) innihalda ekki viðurlög gegn brotum beggja í samskiptum? Nú sagði mér héraðsdómari að það væru oftast konur, sem væru lögheimilisforeldrar, skv. því eru það konur, sem beita má viðurlögum, ekki karlmenn. Í dæmum, sem ég þekki til, hafa mæður verið úrskurðaðar í dagsektir, endurtekið, án þess að hafa til þess unnið. Er það ekki stjórnarskrárbrot? Er ekki valdbeiting, sem að ofan greinir valdníðsla og hver eru þá viðurlögin við því? Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands stendur í § 69: „Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum…“ Í ofangreindum dæmum hefur lögheimilisforeldri verið „dæmt“ (úrskurðað) án saka. Er það ekki tvöfalt stjórnarskrárbrot? Sé það svo, að Alþingi Íslendinga setji lög, sem mismuna þegnunum og ganga gegn stjórnarskrá, verður sú spurning nærtæk, hvort þingmenn séu starfi sínu vaxnir, eða hvort vinnuálag á þeim á stundum sé svo mikið, að ómögulegt sé að fylgjast með „smáatriðum“.Taka ekki afstöðu Ég hef ekki nefnt börnin hér, en hvar er þeirra réttur, þegar löggjöfin er með þessum hætti? Hvorutveggja lögin, barnalög og barnaverndarlög, kveða á um að börn skuli ekki beitt ofbeldi eða þvingunum. Ég veit um mál, þar sem í fleiri en eitt skipti hefur ofbeldi verið beitt með samþykki sýslumannsembættis. Ég veit um mál, þar sem barnavernd og lögregla hafa ekki viljað taka afstöðu með barni, sem hefur mátt þola ofbeldi. Heldur þvert á móti stutt við. Hvað er hér á seyði? Er ofanritað þetta „nútímahorf“, sem talað er um að færa þessi mál í hérlendis? Það að úrskurða barn til þvingunar, er það ekki enn eitt stjórnarskrárbrotið og þá á 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands: [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila. Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.]1) Hver er sekt barnanna, sem eru úrskurðuð til að þola þvinganir? Gæti það verið hræðsla þeirra, skelfing? Þau njóta a.m.k. ekki í öllum tilfellum stjórnarskrárvarinna réttinda, sem þeim ber, að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Þau verða að upplifa þá refsingu að vera þvinguð en hafa ekkert til saka unnið.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun