„Þegar brunnurinn kom“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2014 07:00 „Hvenær byrjaðir þú í skóla?“ spurði forvitinn hjálparstarfsmaður tólf ára stelpu á verkefnasvæði Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví og bjóst við svari á borð við „í fyrra“ eða „þegar ég var átta ára“. Stelpan svaraði hins vegar og án þess að hugsa sig um: „Þegar brunnurinn kom í þorpið.“ Á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu, Malaví og Úganda er það í verkahring kvenna og stúlkna að sækja vatn um langan veg og þvo þvotta í vatnsbólum. Til þess arna ganga þær daglega í tvær til þrjár klukkustundir. Eftir að hafa burðast með um 20 lítra brúsa á höfðinu með neysluvatni fyrir fjölskylduna gefst stúlkum ekki mikill tími til skólagöngu né hafa þær til þess mikla orku. Þegar brunnur er kominn í þorpið breytast aðstæður stúlknanna hins vegar mjög til hins betra. Þá geta þær farið eftir hreinu vatni á nokkrum mínútum áður en þær hlaupa í skólann. Aðgangur að hreinu vatni skiptir þannig sköpum fyrir þær. Skólaganga og menntun þýðir að stúlkurnar giftast seinna og eignast færri börn sem þær geta svo betur sinnt. Með betri heilsu og meiri vitneskju um réttindi sín geta þær orðið virkari í samfélaginu og haft áhrif á ákvarðanir sem snerta daglegt líf þeirra – og jafnvel tekið þær ákvarðanir sjálfar! Það má því segja að með því að tryggja aðgang að hreinu vatni sé lagður grunnur að valdeflingu kvenna og jafnrétti kynjanna. Í vatnsverkefnum okkar leggjum við sérstaka áherslu á að tryggja aðgang að hreinu vatni með því að byggja brunna, grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka við íbúðarhús. Þegar aðgangur að vatni er tryggður er hægt að afla fæðu á auðveldari hátt og tími gefst til skólagöngu. Viltu taka þátt í þessu með okkur? Þú getur til dæmis gert það með því að greiða 1.800 króna valgreiðslu í heimabankanum. Margt smátt gerir eitt stórt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
„Hvenær byrjaðir þú í skóla?“ spurði forvitinn hjálparstarfsmaður tólf ára stelpu á verkefnasvæði Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví og bjóst við svari á borð við „í fyrra“ eða „þegar ég var átta ára“. Stelpan svaraði hins vegar og án þess að hugsa sig um: „Þegar brunnurinn kom í þorpið.“ Á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu, Malaví og Úganda er það í verkahring kvenna og stúlkna að sækja vatn um langan veg og þvo þvotta í vatnsbólum. Til þess arna ganga þær daglega í tvær til þrjár klukkustundir. Eftir að hafa burðast með um 20 lítra brúsa á höfðinu með neysluvatni fyrir fjölskylduna gefst stúlkum ekki mikill tími til skólagöngu né hafa þær til þess mikla orku. Þegar brunnur er kominn í þorpið breytast aðstæður stúlknanna hins vegar mjög til hins betra. Þá geta þær farið eftir hreinu vatni á nokkrum mínútum áður en þær hlaupa í skólann. Aðgangur að hreinu vatni skiptir þannig sköpum fyrir þær. Skólaganga og menntun þýðir að stúlkurnar giftast seinna og eignast færri börn sem þær geta svo betur sinnt. Með betri heilsu og meiri vitneskju um réttindi sín geta þær orðið virkari í samfélaginu og haft áhrif á ákvarðanir sem snerta daglegt líf þeirra – og jafnvel tekið þær ákvarðanir sjálfar! Það má því segja að með því að tryggja aðgang að hreinu vatni sé lagður grunnur að valdeflingu kvenna og jafnrétti kynjanna. Í vatnsverkefnum okkar leggjum við sérstaka áherslu á að tryggja aðgang að hreinu vatni með því að byggja brunna, grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka við íbúðarhús. Þegar aðgangur að vatni er tryggður er hægt að afla fæðu á auðveldari hátt og tími gefst til skólagöngu. Viltu taka þátt í þessu með okkur? Þú getur til dæmis gert það með því að greiða 1.800 króna valgreiðslu í heimabankanum. Margt smátt gerir eitt stórt!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar