„Þegar brunnurinn kom“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2014 07:00 „Hvenær byrjaðir þú í skóla?“ spurði forvitinn hjálparstarfsmaður tólf ára stelpu á verkefnasvæði Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví og bjóst við svari á borð við „í fyrra“ eða „þegar ég var átta ára“. Stelpan svaraði hins vegar og án þess að hugsa sig um: „Þegar brunnurinn kom í þorpið.“ Á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu, Malaví og Úganda er það í verkahring kvenna og stúlkna að sækja vatn um langan veg og þvo þvotta í vatnsbólum. Til þess arna ganga þær daglega í tvær til þrjár klukkustundir. Eftir að hafa burðast með um 20 lítra brúsa á höfðinu með neysluvatni fyrir fjölskylduna gefst stúlkum ekki mikill tími til skólagöngu né hafa þær til þess mikla orku. Þegar brunnur er kominn í þorpið breytast aðstæður stúlknanna hins vegar mjög til hins betra. Þá geta þær farið eftir hreinu vatni á nokkrum mínútum áður en þær hlaupa í skólann. Aðgangur að hreinu vatni skiptir þannig sköpum fyrir þær. Skólaganga og menntun þýðir að stúlkurnar giftast seinna og eignast færri börn sem þær geta svo betur sinnt. Með betri heilsu og meiri vitneskju um réttindi sín geta þær orðið virkari í samfélaginu og haft áhrif á ákvarðanir sem snerta daglegt líf þeirra – og jafnvel tekið þær ákvarðanir sjálfar! Það má því segja að með því að tryggja aðgang að hreinu vatni sé lagður grunnur að valdeflingu kvenna og jafnrétti kynjanna. Í vatnsverkefnum okkar leggjum við sérstaka áherslu á að tryggja aðgang að hreinu vatni með því að byggja brunna, grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka við íbúðarhús. Þegar aðgangur að vatni er tryggður er hægt að afla fæðu á auðveldari hátt og tími gefst til skólagöngu. Viltu taka þátt í þessu með okkur? Þú getur til dæmis gert það með því að greiða 1.800 króna valgreiðslu í heimabankanum. Margt smátt gerir eitt stórt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
„Hvenær byrjaðir þú í skóla?“ spurði forvitinn hjálparstarfsmaður tólf ára stelpu á verkefnasvæði Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví og bjóst við svari á borð við „í fyrra“ eða „þegar ég var átta ára“. Stelpan svaraði hins vegar og án þess að hugsa sig um: „Þegar brunnurinn kom í þorpið.“ Á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu, Malaví og Úganda er það í verkahring kvenna og stúlkna að sækja vatn um langan veg og þvo þvotta í vatnsbólum. Til þess arna ganga þær daglega í tvær til þrjár klukkustundir. Eftir að hafa burðast með um 20 lítra brúsa á höfðinu með neysluvatni fyrir fjölskylduna gefst stúlkum ekki mikill tími til skólagöngu né hafa þær til þess mikla orku. Þegar brunnur er kominn í þorpið breytast aðstæður stúlknanna hins vegar mjög til hins betra. Þá geta þær farið eftir hreinu vatni á nokkrum mínútum áður en þær hlaupa í skólann. Aðgangur að hreinu vatni skiptir þannig sköpum fyrir þær. Skólaganga og menntun þýðir að stúlkurnar giftast seinna og eignast færri börn sem þær geta svo betur sinnt. Með betri heilsu og meiri vitneskju um réttindi sín geta þær orðið virkari í samfélaginu og haft áhrif á ákvarðanir sem snerta daglegt líf þeirra – og jafnvel tekið þær ákvarðanir sjálfar! Það má því segja að með því að tryggja aðgang að hreinu vatni sé lagður grunnur að valdeflingu kvenna og jafnrétti kynjanna. Í vatnsverkefnum okkar leggjum við sérstaka áherslu á að tryggja aðgang að hreinu vatni með því að byggja brunna, grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka við íbúðarhús. Þegar aðgangur að vatni er tryggður er hægt að afla fæðu á auðveldari hátt og tími gefst til skólagöngu. Viltu taka þátt í þessu með okkur? Þú getur til dæmis gert það með því að greiða 1.800 króna valgreiðslu í heimabankanum. Margt smátt gerir eitt stórt!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar