Óforsvaranlegt að engin sé umfjöllun um vanda tekjulægstu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. maí 2014 16:56 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. vísir/gva Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, fagnar niðurstöðu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála, sem skilaði skýrslu sinni í gær. Hann segir flestu að leyti sé tekið undir tillögur ASÍ varðandi húsnæðislánakerfið sem kynntar voru fyrir rúmu ári síðan. Hann telur þó óforsvaranlegt að stjórnin hafi skilað auðu í umfjöllun um þarfir og vanda þeirra tekjulægsta í samfélaginu, og þeirra sem eiga í mestum húsnæðisvanda . „Engar tillögur er að finna um það með hvaða hætti stjórnvöld ætli að koma til móts við gríðarlegan vanda þessa fólks sem þarf að nota allt að helming tekna sinan til að borga fyrir húsnæði,“ segir Gylfi. Hann segir þetta skjóta skökku við í ljósi þess að ASÍ setti nýlega fram ítarlegar og útfærðar tillögur að nýju félagslegu húsnæðisleigukerfi, sem skilað gæti þeim árangri að tryggja tekjulægstu þjóðfélagshópunum aðganga að húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Í tillögum verkefnisstjórnar sem lagðar voru fram í gær er lagt til að fjármögnun húsnæðislána verði breytt, húsnæðissparnaður festur í sessi og leigumarkaður efldur. Þá er lagt til að húsnæðislánakerfið verði að danskri fyrirmynd þar sem gætt er betra jafnræðis á milli lántakenda og fjárfesta í lánaflokknum sem í ríkari mæli byggi á föstum óverðtryggðum vöxtum. Jafnframt leggur verkefnisstjórnin til að staðinn verði vörður um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs í nýja lánakerfinu. Hann verði ein af þeim húsnæðislánastofnunum sem hér starfi á lánamarkaði og verði áfram í eigu ríkisins. Jafnframt er lagt til að Íbúðalánasjóði (ÍLS) verði breytt og núverandi verkefnum hans skipt upp, annars vegar í nýtt, opinbert húsnæðislánafélag sem annast almennar lánveitingar til húsnæðismála án ríkisábyrgðar. Hins vegar verður mörgum af þeim verkefnum sem ÍLS sinnir í dag, ásamt viðbótarverkefnum sem lögð eru til af verkefnisstjórn færð til sérstakrar stofnunar, meðal annars verkefni sem snúa að opinberri stefnumótun í húsnæðismálum. Tengdar fréttir Leggja til nýjan ríkisbanka og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður Tillögur verkefnisstjórnar um framtíð húsnæðismála kveða á um stofnun nýs ríkisbanka á húsnæðislánamarkaði og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður í núverandi mynd. 6. maí 2014 11:15 Skattar á íbúðaleigu lækki um helming Fjármagnstekjuskattur á tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis utan atvinnurekstrar og á grundvelli langtímaleigusamningar verður lækkaður úr tuttugu prósentum í tíu prósent, sem þýðir helmingslækkun frá því sem áður var. 6. maí 2014 17:35 Nýtt húsnæðislánakerfi verði tekið upp Fjármögnun húsnæðislána verður breytt, húsnæðissparnaður festur í sessi og leigumarkaður efldur. 6. maí 2014 17:09 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, fagnar niðurstöðu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála, sem skilaði skýrslu sinni í gær. Hann segir flestu að leyti sé tekið undir tillögur ASÍ varðandi húsnæðislánakerfið sem kynntar voru fyrir rúmu ári síðan. Hann telur þó óforsvaranlegt að stjórnin hafi skilað auðu í umfjöllun um þarfir og vanda þeirra tekjulægsta í samfélaginu, og þeirra sem eiga í mestum húsnæðisvanda . „Engar tillögur er að finna um það með hvaða hætti stjórnvöld ætli að koma til móts við gríðarlegan vanda þessa fólks sem þarf að nota allt að helming tekna sinan til að borga fyrir húsnæði,“ segir Gylfi. Hann segir þetta skjóta skökku við í ljósi þess að ASÍ setti nýlega fram ítarlegar og útfærðar tillögur að nýju félagslegu húsnæðisleigukerfi, sem skilað gæti þeim árangri að tryggja tekjulægstu þjóðfélagshópunum aðganga að húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Í tillögum verkefnisstjórnar sem lagðar voru fram í gær er lagt til að fjármögnun húsnæðislána verði breytt, húsnæðissparnaður festur í sessi og leigumarkaður efldur. Þá er lagt til að húsnæðislánakerfið verði að danskri fyrirmynd þar sem gætt er betra jafnræðis á milli lántakenda og fjárfesta í lánaflokknum sem í ríkari mæli byggi á föstum óverðtryggðum vöxtum. Jafnframt leggur verkefnisstjórnin til að staðinn verði vörður um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs í nýja lánakerfinu. Hann verði ein af þeim húsnæðislánastofnunum sem hér starfi á lánamarkaði og verði áfram í eigu ríkisins. Jafnframt er lagt til að Íbúðalánasjóði (ÍLS) verði breytt og núverandi verkefnum hans skipt upp, annars vegar í nýtt, opinbert húsnæðislánafélag sem annast almennar lánveitingar til húsnæðismála án ríkisábyrgðar. Hins vegar verður mörgum af þeim verkefnum sem ÍLS sinnir í dag, ásamt viðbótarverkefnum sem lögð eru til af verkefnisstjórn færð til sérstakrar stofnunar, meðal annars verkefni sem snúa að opinberri stefnumótun í húsnæðismálum.
Tengdar fréttir Leggja til nýjan ríkisbanka og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður Tillögur verkefnisstjórnar um framtíð húsnæðismála kveða á um stofnun nýs ríkisbanka á húsnæðislánamarkaði og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður í núverandi mynd. 6. maí 2014 11:15 Skattar á íbúðaleigu lækki um helming Fjármagnstekjuskattur á tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis utan atvinnurekstrar og á grundvelli langtímaleigusamningar verður lækkaður úr tuttugu prósentum í tíu prósent, sem þýðir helmingslækkun frá því sem áður var. 6. maí 2014 17:35 Nýtt húsnæðislánakerfi verði tekið upp Fjármögnun húsnæðislána verður breytt, húsnæðissparnaður festur í sessi og leigumarkaður efldur. 6. maí 2014 17:09 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Leggja til nýjan ríkisbanka og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður Tillögur verkefnisstjórnar um framtíð húsnæðismála kveða á um stofnun nýs ríkisbanka á húsnæðislánamarkaði og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður í núverandi mynd. 6. maí 2014 11:15
Skattar á íbúðaleigu lækki um helming Fjármagnstekjuskattur á tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis utan atvinnurekstrar og á grundvelli langtímaleigusamningar verður lækkaður úr tuttugu prósentum í tíu prósent, sem þýðir helmingslækkun frá því sem áður var. 6. maí 2014 17:35
Nýtt húsnæðislánakerfi verði tekið upp Fjármögnun húsnæðislána verður breytt, húsnæðissparnaður festur í sessi og leigumarkaður efldur. 6. maí 2014 17:09