Hugsa út fyrir kassann og nýta sér reynslu notenda hefur gefið góða raun í forvörnum Eymundur L.Eymundsson skrifar 7. maí 2014 17:01 Forvarnir og fordómar Forvarnir og fordómar eru mér hugleikin málefni og þegar einstaklingar og sérfræðingar fara að skiptast á skoðunum um hvaða forvarnir virka best vil ég gjarnan blanda mér í umræðuna. Forvarnir byrja heima og foreldrar eiga að vera fyrirmynd og styðja börn sín en hvernig er staðið að þessum málum út í samfélaginu? Ég tel mig hafa ágæta reynslu af bæði fordómum og forvörnum þar sem ég er með “meistaragráðu” í félagsfælni, kvíða og þunglyndi sem ég hef glímt við frá því ég var krakki. Ég veit hvað þessi veikindi geta haft mikil áhrif og stjórnað lífinu. Ég veit líka hvað hægt er að gera til að komast úr þessum vítahring og öðlast betra líf. Ég var svo heppinn að taka þátt geðfræðsluteymi Hugarafls í Reykjavík. Geðfræðsluteymið hefur gert samning við Reykjavíkurborg og fer í alla grunn og framhaldsskóla borgarinnar. Meðlimir geðfræðluteymisins eru allir með reynslu af geðsjúkdómum og kallaðir notendur eða fræðarar. Þeir segja frá veikindunum, hvernig þau lýsa sér og hvað hægt er að gera til að ná góðum bata. Einnig greina þau frá því hvaða lausnir sé að finna í nánasta umhverfi nemenda og hvað það sé ávallt mikils virði að láta sig hvort annað varða ef vanlíðan er á ferðinni. Ungmennum er kennt að leita sér hjálpar og að tala um hlutina fyrr en síðar. Oft er gripið inní vanda sem síðar meir hefði getað orðið óbærilegur og því er hér ómetanleg forvörn á ferðinni og að sama skapi er hræðslan við vanlíðan tekin frá ungmennum sem á hlíða. Óhætt er að segja að þessi nálgun virkar mjög vel. Þegar krakkarnir hitta manneskju, augliti til auglitis og heyra hvað sé hægt að gera til að ná bata hefur það orðið mörgum þeirra hvatning til að stíga skrefið og leita sér hjálpar. Margir íþróttamenn hafa verið að koma fram, lýst reynslu sinni af geðröskunum og hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Slíkar frásagnir minnka fordóma gefa von og segja okkur að allir geta orðið veikir en að alltaf sé hægt að vinna í lausnum. Fordómar og vanþekking eru því miður enn mikil í samfélaginu, ekki síður hjá fagmönnum en notendum. Það vill enginn vera veikur og því held ég að það sé kominn tími til að samfélagið standi saman.Samfélagið Akureyri er lítið samfélag og hefur mikla möguleika á að vera brautryðjandi og til fyrirmyndar í því að nota sérþekkingu þeirra sem orðið hafa fyrir áföllum í lífinu og náð góðum bata. Ég tel það skyldu bæjarins, óháð flokkspólitík og samfélagsins alls, að opna á þessa umræðu og fylgja eftir með forvörnum og fræðslu í þessu litla samfélagi. Bæjarfélög og sveitarfélög hér í kring ættu að vera partur af þessu samstarfsverkefni. Afhverju leiðast unglingar út í vímuefni? Ýmsar ástæður og þessvegna eru forvarnir og fræðsla mikilvægt afl sem við eigum að nota ef við viljum gera þetta að betra samfélagi. Hér eru samtök eins og Grófin Geðverndarmiðstöð og Aflið sem ætti að vera hægt að virkja í vinnu að forvörnum og einnig þyrftu vímuefna og eineltisforvarnir að fylgja með. Hægt væri að koma á skipulögðu samstarfi og með stuðningi frá bænum gætu notendur sinnt fræðslu í skólum, stofnunum og öðrum stöðum í samfélaginu. Förum að hugsa út fyrir kassann og nýta dýrmæta þekkingu notendanna sjálfra sem eru fagmanneskjur í sínum veikindum sem geta gefið öðrum von og geta hjálpað mörgum að öðlast betra líf. Það eru þrír sem taka sitt eigið líf á mánuði hér á Íslandi og eru að glíma við geðraskanir. Ég veit að ég hefði getað verið einn af þeim. Komum á vitundarvakningu til að búa til betra samfélag fyrir börnin okkar og framtíðina. Hættum að tala og förum að framkvæma til að á Akureyri séu öll lífsins gæði fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forvarnir og fordómar Forvarnir og fordómar eru mér hugleikin málefni og þegar einstaklingar og sérfræðingar fara að skiptast á skoðunum um hvaða forvarnir virka best vil ég gjarnan blanda mér í umræðuna. Forvarnir byrja heima og foreldrar eiga að vera fyrirmynd og styðja börn sín en hvernig er staðið að þessum málum út í samfélaginu? Ég tel mig hafa ágæta reynslu af bæði fordómum og forvörnum þar sem ég er með “meistaragráðu” í félagsfælni, kvíða og þunglyndi sem ég hef glímt við frá því ég var krakki. Ég veit hvað þessi veikindi geta haft mikil áhrif og stjórnað lífinu. Ég veit líka hvað hægt er að gera til að komast úr þessum vítahring og öðlast betra líf. Ég var svo heppinn að taka þátt geðfræðsluteymi Hugarafls í Reykjavík. Geðfræðsluteymið hefur gert samning við Reykjavíkurborg og fer í alla grunn og framhaldsskóla borgarinnar. Meðlimir geðfræðluteymisins eru allir með reynslu af geðsjúkdómum og kallaðir notendur eða fræðarar. Þeir segja frá veikindunum, hvernig þau lýsa sér og hvað hægt er að gera til að ná góðum bata. Einnig greina þau frá því hvaða lausnir sé að finna í nánasta umhverfi nemenda og hvað það sé ávallt mikils virði að láta sig hvort annað varða ef vanlíðan er á ferðinni. Ungmennum er kennt að leita sér hjálpar og að tala um hlutina fyrr en síðar. Oft er gripið inní vanda sem síðar meir hefði getað orðið óbærilegur og því er hér ómetanleg forvörn á ferðinni og að sama skapi er hræðslan við vanlíðan tekin frá ungmennum sem á hlíða. Óhætt er að segja að þessi nálgun virkar mjög vel. Þegar krakkarnir hitta manneskju, augliti til auglitis og heyra hvað sé hægt að gera til að ná bata hefur það orðið mörgum þeirra hvatning til að stíga skrefið og leita sér hjálpar. Margir íþróttamenn hafa verið að koma fram, lýst reynslu sinni af geðröskunum og hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Slíkar frásagnir minnka fordóma gefa von og segja okkur að allir geta orðið veikir en að alltaf sé hægt að vinna í lausnum. Fordómar og vanþekking eru því miður enn mikil í samfélaginu, ekki síður hjá fagmönnum en notendum. Það vill enginn vera veikur og því held ég að það sé kominn tími til að samfélagið standi saman.Samfélagið Akureyri er lítið samfélag og hefur mikla möguleika á að vera brautryðjandi og til fyrirmyndar í því að nota sérþekkingu þeirra sem orðið hafa fyrir áföllum í lífinu og náð góðum bata. Ég tel það skyldu bæjarins, óháð flokkspólitík og samfélagsins alls, að opna á þessa umræðu og fylgja eftir með forvörnum og fræðslu í þessu litla samfélagi. Bæjarfélög og sveitarfélög hér í kring ættu að vera partur af þessu samstarfsverkefni. Afhverju leiðast unglingar út í vímuefni? Ýmsar ástæður og þessvegna eru forvarnir og fræðsla mikilvægt afl sem við eigum að nota ef við viljum gera þetta að betra samfélagi. Hér eru samtök eins og Grófin Geðverndarmiðstöð og Aflið sem ætti að vera hægt að virkja í vinnu að forvörnum og einnig þyrftu vímuefna og eineltisforvarnir að fylgja með. Hægt væri að koma á skipulögðu samstarfi og með stuðningi frá bænum gætu notendur sinnt fræðslu í skólum, stofnunum og öðrum stöðum í samfélaginu. Förum að hugsa út fyrir kassann og nýta dýrmæta þekkingu notendanna sjálfra sem eru fagmanneskjur í sínum veikindum sem geta gefið öðrum von og geta hjálpað mörgum að öðlast betra líf. Það eru þrír sem taka sitt eigið líf á mánuði hér á Íslandi og eru að glíma við geðraskanir. Ég veit að ég hefði getað verið einn af þeim. Komum á vitundarvakningu til að búa til betra samfélag fyrir börnin okkar og framtíðina. Hættum að tala og förum að framkvæma til að á Akureyri séu öll lífsins gæði fyrir alla.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun