Kraftmikla konu til forystu Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Síðustu daga hefur þjóðin vaknað til vitundar um bága stöðu kennarastéttarinnar. Framhaldsskólakennarar hafa beint sjónum fólks að lélegum kjörum stéttarinnar. Allflestir eru sammála um að efla þurfi menntakerfið og bæta kjör kennara. Kennarar hafa sjálfir á umliðnum misserum vaknað til vitundar um bága stöðu sína og ákveðinnar óánægju hefur gætt með forystu Kennarasambands Íslands. Sitjandi formaður, Þórður Hjaltested, fékk einungis 43 prósent greiddra atkvæði til embættis formanns á dögunum. Nærri fimmtán prósent skiluðu auðu, það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir forystu Kennarasambandsins. Nú er komið að því að kjósa varaformann félagsins. Sitjandi varaformaður, Björg Bjarnadóttir, hefur fengið mótframboð. Aldrei áður í sögu Kennarasambandsins hafa sitjandi formaður eða varaformaður þurft að leggja störf sín í dóm félagsmanna. Ég er einn þeirra sem tel að rödd æðstu stjórnenda Kennarasambandsins hafi verið máttlítil síðasta kjörtímabil. Laun kennara eru órækur vitnisburður þar um enda hefur dregið verulega á með þeim og viðmiðunarstéttunum úr hópi opinberra starfsmanna. Kennarar búa engu að síður yfir miklum mannauði. Í hópi þeirra má finna kraftmikið fólk. Nú ber svo við að Aðalheiður Steingrímsdóttir býður sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands. Hún hefur lengi unnið að málefnum kennara og þekkir því betur en flestir aðrir hvað á stéttinni brennur. Aðalheiður hefur síðustu daga rofið þögnina ásamt félögum sínum í Félagi framhaldsskólakennara og beint sjónum fólks að bágum kjörum íslenskra kennara. Við þurfum kraftmikið fólk í forystusveitina. Fólk sem hefur kraft og einurð í sér til að tala máli stéttarinnar. Ég tel að forysta Kennarasambandsins hafi verið undir hálfgerðum huliðshjálmi undanfarin þrjú ár. Við þurfum að vera sýnileg og stolt af því fólki sem velst til forystu. Ég vil breytingar og þess vegna kýs ég Aðalheiði Steingrímsdóttur sem varaformann Kennarasambands Íslands. Guðjón Ragnar Jónasson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur þjóðin vaknað til vitundar um bága stöðu kennarastéttarinnar. Framhaldsskólakennarar hafa beint sjónum fólks að lélegum kjörum stéttarinnar. Allflestir eru sammála um að efla þurfi menntakerfið og bæta kjör kennara. Kennarar hafa sjálfir á umliðnum misserum vaknað til vitundar um bága stöðu sína og ákveðinnar óánægju hefur gætt með forystu Kennarasambands Íslands. Sitjandi formaður, Þórður Hjaltested, fékk einungis 43 prósent greiddra atkvæði til embættis formanns á dögunum. Nærri fimmtán prósent skiluðu auðu, það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir forystu Kennarasambandsins. Nú er komið að því að kjósa varaformann félagsins. Sitjandi varaformaður, Björg Bjarnadóttir, hefur fengið mótframboð. Aldrei áður í sögu Kennarasambandsins hafa sitjandi formaður eða varaformaður þurft að leggja störf sín í dóm félagsmanna. Ég er einn þeirra sem tel að rödd æðstu stjórnenda Kennarasambandsins hafi verið máttlítil síðasta kjörtímabil. Laun kennara eru órækur vitnisburður þar um enda hefur dregið verulega á með þeim og viðmiðunarstéttunum úr hópi opinberra starfsmanna. Kennarar búa engu að síður yfir miklum mannauði. Í hópi þeirra má finna kraftmikið fólk. Nú ber svo við að Aðalheiður Steingrímsdóttir býður sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands. Hún hefur lengi unnið að málefnum kennara og þekkir því betur en flestir aðrir hvað á stéttinni brennur. Aðalheiður hefur síðustu daga rofið þögnina ásamt félögum sínum í Félagi framhaldsskólakennara og beint sjónum fólks að bágum kjörum íslenskra kennara. Við þurfum kraftmikið fólk í forystusveitina. Fólk sem hefur kraft og einurð í sér til að tala máli stéttarinnar. Ég tel að forysta Kennarasambandsins hafi verið undir hálfgerðum huliðshjálmi undanfarin þrjú ár. Við þurfum að vera sýnileg og stolt af því fólki sem velst til forystu. Ég vil breytingar og þess vegna kýs ég Aðalheiði Steingrímsdóttur sem varaformann Kennarasambands Íslands. Guðjón Ragnar Jónasson
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar