Kraftmikla konu til forystu Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Síðustu daga hefur þjóðin vaknað til vitundar um bága stöðu kennarastéttarinnar. Framhaldsskólakennarar hafa beint sjónum fólks að lélegum kjörum stéttarinnar. Allflestir eru sammála um að efla þurfi menntakerfið og bæta kjör kennara. Kennarar hafa sjálfir á umliðnum misserum vaknað til vitundar um bága stöðu sína og ákveðinnar óánægju hefur gætt með forystu Kennarasambands Íslands. Sitjandi formaður, Þórður Hjaltested, fékk einungis 43 prósent greiddra atkvæði til embættis formanns á dögunum. Nærri fimmtán prósent skiluðu auðu, það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir forystu Kennarasambandsins. Nú er komið að því að kjósa varaformann félagsins. Sitjandi varaformaður, Björg Bjarnadóttir, hefur fengið mótframboð. Aldrei áður í sögu Kennarasambandsins hafa sitjandi formaður eða varaformaður þurft að leggja störf sín í dóm félagsmanna. Ég er einn þeirra sem tel að rödd æðstu stjórnenda Kennarasambandsins hafi verið máttlítil síðasta kjörtímabil. Laun kennara eru órækur vitnisburður þar um enda hefur dregið verulega á með þeim og viðmiðunarstéttunum úr hópi opinberra starfsmanna. Kennarar búa engu að síður yfir miklum mannauði. Í hópi þeirra má finna kraftmikið fólk. Nú ber svo við að Aðalheiður Steingrímsdóttir býður sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands. Hún hefur lengi unnið að málefnum kennara og þekkir því betur en flestir aðrir hvað á stéttinni brennur. Aðalheiður hefur síðustu daga rofið þögnina ásamt félögum sínum í Félagi framhaldsskólakennara og beint sjónum fólks að bágum kjörum íslenskra kennara. Við þurfum kraftmikið fólk í forystusveitina. Fólk sem hefur kraft og einurð í sér til að tala máli stéttarinnar. Ég tel að forysta Kennarasambandsins hafi verið undir hálfgerðum huliðshjálmi undanfarin þrjú ár. Við þurfum að vera sýnileg og stolt af því fólki sem velst til forystu. Ég vil breytingar og þess vegna kýs ég Aðalheiði Steingrímsdóttur sem varaformann Kennarasambands Íslands. Guðjón Ragnar Jónasson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur þjóðin vaknað til vitundar um bága stöðu kennarastéttarinnar. Framhaldsskólakennarar hafa beint sjónum fólks að lélegum kjörum stéttarinnar. Allflestir eru sammála um að efla þurfi menntakerfið og bæta kjör kennara. Kennarar hafa sjálfir á umliðnum misserum vaknað til vitundar um bága stöðu sína og ákveðinnar óánægju hefur gætt með forystu Kennarasambands Íslands. Sitjandi formaður, Þórður Hjaltested, fékk einungis 43 prósent greiddra atkvæði til embættis formanns á dögunum. Nærri fimmtán prósent skiluðu auðu, það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir forystu Kennarasambandsins. Nú er komið að því að kjósa varaformann félagsins. Sitjandi varaformaður, Björg Bjarnadóttir, hefur fengið mótframboð. Aldrei áður í sögu Kennarasambandsins hafa sitjandi formaður eða varaformaður þurft að leggja störf sín í dóm félagsmanna. Ég er einn þeirra sem tel að rödd æðstu stjórnenda Kennarasambandsins hafi verið máttlítil síðasta kjörtímabil. Laun kennara eru órækur vitnisburður þar um enda hefur dregið verulega á með þeim og viðmiðunarstéttunum úr hópi opinberra starfsmanna. Kennarar búa engu að síður yfir miklum mannauði. Í hópi þeirra má finna kraftmikið fólk. Nú ber svo við að Aðalheiður Steingrímsdóttir býður sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands. Hún hefur lengi unnið að málefnum kennara og þekkir því betur en flestir aðrir hvað á stéttinni brennur. Aðalheiður hefur síðustu daga rofið þögnina ásamt félögum sínum í Félagi framhaldsskólakennara og beint sjónum fólks að bágum kjörum íslenskra kennara. Við þurfum kraftmikið fólk í forystusveitina. Fólk sem hefur kraft og einurð í sér til að tala máli stéttarinnar. Ég tel að forysta Kennarasambandsins hafi verið undir hálfgerðum huliðshjálmi undanfarin þrjú ár. Við þurfum að vera sýnileg og stolt af því fólki sem velst til forystu. Ég vil breytingar og þess vegna kýs ég Aðalheiði Steingrímsdóttur sem varaformann Kennarasambands Íslands. Guðjón Ragnar Jónasson
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar