Lífið

Cory ekki minnst á Óskarnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Eins og venja er á Óskarsverðlaunahátíðinni er þeirra minnst sem létust á árinu í fallegu myndskeiði.

Sama var uppi á teningnum í gærkvöldi þegar hátíðin fór fram og var stjarna á borð við Philip Seymour Hoffman, James Gandolfini, Shirley Temple, Paul Walker og Harold Ramis minnst.

Margir hjóu þó eftir því að nokkrar stjörnur vantaði á listann, þar á meðal Glee-stjörnuna Cory Monteith sem lést í júlí í fyrra. Þá vantaði líka aðstoðarmann kvikmyndatökumanna, Söruh Jones, sem lést í febrúar í fyrra en þá var hún að vinna við Midnight Rider.

Áður en myndskeiðið var spilað hvöttu syrgjendur Söruh akademíuna til að bæta nafni hennar við. Þegar nafnið hennar birtist ekki varð allt vitlaust á Twitter. Stuttu síðar birtist nafn hennar á skjánum þar sem hvatt var til þess að áhorfendur kíktu á allt minningaralbúmið á heimasíðu Óskarsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.