Innlent

Of dýrt að þiggja 140 ára hús

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Innan steypunnar utan um íbúðarhúsið að Hraunum leynist timburhús.
Innan steypunnar utan um íbúðarhúsið að Hraunum leynist timburhús. Mynd/Þór Hjaltalín
Skagfirðingar munu ekki þiggja 140 ára gamla íbúðarhúsið að Hraunum í Fljótum ef bæjaryfirvöld staðfesta ákvörðun menningarnefndar sveitarfélagsins.

„Með tilvísun í forstöðumann Byggðasafns Skagfirðinga telur nefndin ekki rétt að þiggja húsið til varðveislu þar sem sveitarfélagið á nú þegar hús sömu gerðar, það er Áshúsið í Glaumbæ, enda væri verulega kostnaðarsamt að flytja og endurbyggja húsið á nýjum stað,“ segir menningarnefndin.

Hraunahúsið þykir hafa mikið varðveislugildi en eigendur þess vilja losna við það af jörð sinni.


Tengdar fréttir

Hundrað og fjörtíu ára hús fæst gefins

Minjastofnun leitar nú leiða til að varðveita megi 140 ára bæjarhús á Hraunum í Fljótum. Eigandinn vill ekki hafa húsið á jörðinni og býður það að gjöf. Innviðir á efri hæðum hússins eru sagðir sérlega góðir. Byggðaráð Skagafjarðar skoðar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×