Baráttan skilar sér Elsa Lára Arnardóttir skrifar 28. mars 2014 21:18 Nú eru frumvörp ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skuldaleiðréttingar fyrir heimilin, komin inn í þingið. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að undanfarin fimm ár hafa þingmenn Framsóknarflokksins barist fyrir því að komið yrði til móts við skuldsett heimili og loksins mun baráttan skila árangri. Vissulega hefði verið betra fyrir alla ef forsendubresturinn hefði verið leiðréttur strax árið 2009 en framsóknarmenn náðu ekki eyrum þáverandi stjórnarflokka í þeim efnum. Nauðsynlegt er að þetta stóra og mikilvæga verkefni komist hratt í gegnum þingið. Á því eru miklar líkur þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið duglegir að kalla eftir frumvörpunum undanfarnar vikur, fjallað um mikilvægi þess að stjórnarflokkarnir standi við stóru orðin. Ríkisstjórnin stendur við orð sín. Verið er að framkvæma leiðréttinguna sem boðuð var í lok nóvember.Forsendubrestur leiðréttur Í kynningunni í nóvember var gert ráð fyrir að verðtryggð húsnæðislán yrðu færð niður um fjárhæð sem samsvaraði verðbótum umfram verðbólgu á tímabilinu desember 2007 – 2010. Við útreikning kom hins vegar í ljós að forsendubresturinn hafði eingöngu áhrif á lán á árunum 2008 og 2009 og því liggur staða verðtryggra lána yfir það tímabil til grundvallar leiðréttingunni.Umfang skuldaleiðréttingarinnar Skuldafrumvörpin sem nú eru komin fram eru almenn aðgerð í þágu heimilanna, en ekki sértæk. Heildarumfang leiðréttingarinnar eru áætlað um 150 milljarðar króna og mun hún ná til um 100 þúsund heimila.Einfalt Framkvæmdin verður einföld fyrir almenning þó um stórt og flókið verkefni sé að ræða. Einstaklingar sækja um leiðréttingarnar rafrænt á vef ríkisskattstjóra og verður umsóknartímabilið frá 15. maí – 1. september 2014. Ástæða þess að miðað er við 15. maí er sú að þá á vorþingi að vera lokið og skuldamálin að fullu afgreidd í gegnum þingið. Ferlið mun ganga hratt fyrir sig og í lang flestum tilvikum ætti að vera hægt að sjá áhrif aðgerðarinnar strax að loknu umsóknarferli í haust.Höfuðstólslækkun og séreignasparnaður Frumvörp ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna eru tvö, annars vegar frumvarp um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána og hins vegar frumvarp um séreignasparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar. Umsóknarferlinu lýkur 1. september 2014. Eftir að ríkisskattstjóri hefur afgreitt umsóknirnar fara umsækjendur strax að sjá áhrifin. Niðurfelling lánsins í heild mun birtast í heimabanka og á greiðsluseðli þar sem fasteignaláni verður skipt niður í frumlán og leiðréttingarlán. Lántaki greiðir eingöngu af frumláni og leiðréttingarlán verður greitt af ríkissjóði, með bankaskattinum, næstu árin. Hægt verður að byrja að nýta séreignasparnaðinn í júlí og tryggja sér um leið skattaafslátt ríkisstjórnarinnar. Ekki er um að ræða uppsafnaða inneign því stór hluti fólks nýtti hann eftir hrunið. Heldur er um að ræða séreignarsparnað næstu þriggja ára. Hér er jafnframt um að ræða nýja hugsun í húsnæðismálum. Þeir sem eru ekki með fasteignalán geta nýtt sér séreignarsparnaðarúrræði til að spara fyrir kaup á íbúðarhúsnæði.Að lokum Eins og ég hef alltaf sagt þá er ég ánægð að um sé að ræða almenna aðgerð en ekki sértæka. Ég er ánægð að hún nái til um 100 þúsund heimila sem eru um 80 % heimila í landinu. Hins vegar fer ég ekki í felur með að ég hefði gjarnan viljað sjá þakið hærra til að koma betur til móts við þá sem eru í erfiðri stöðu. Jafnframt horfi ég til þess að þessi aðgerð er eingöngu einn liður af tíu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna. Nú þegar er unnið að verðtryggingarmálum inni í ráðuneytum, þar sem horft er bæði til meirihlutaálits og sérálitis. Mikilvægt er að þau mál komi til umræðu í þinginu sem allra fyrst. Að mínu mati er nauðsynlegt að verðtryggingin verði afnumin um leið og aðgerðir í skuldamálum ná fram að ganga. Það er óhætt að halda því fram að ríkisstjórnin vinni að bættum hag heimila í landinu. Á næstu dögum mun verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skila af sér vinnu þar sem tekið er á mörgum mikilvægum málum, eins og t.d. lyklafrumvarpinu og úrræðum á almennum og félagslegum leigumarkaði. Elsa Lára Arnardóttir Þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Nú eru frumvörp ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skuldaleiðréttingar fyrir heimilin, komin inn í þingið. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að undanfarin fimm ár hafa þingmenn Framsóknarflokksins barist fyrir því að komið yrði til móts við skuldsett heimili og loksins mun baráttan skila árangri. Vissulega hefði verið betra fyrir alla ef forsendubresturinn hefði verið leiðréttur strax árið 2009 en framsóknarmenn náðu ekki eyrum þáverandi stjórnarflokka í þeim efnum. Nauðsynlegt er að þetta stóra og mikilvæga verkefni komist hratt í gegnum þingið. Á því eru miklar líkur þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið duglegir að kalla eftir frumvörpunum undanfarnar vikur, fjallað um mikilvægi þess að stjórnarflokkarnir standi við stóru orðin. Ríkisstjórnin stendur við orð sín. Verið er að framkvæma leiðréttinguna sem boðuð var í lok nóvember.Forsendubrestur leiðréttur Í kynningunni í nóvember var gert ráð fyrir að verðtryggð húsnæðislán yrðu færð niður um fjárhæð sem samsvaraði verðbótum umfram verðbólgu á tímabilinu desember 2007 – 2010. Við útreikning kom hins vegar í ljós að forsendubresturinn hafði eingöngu áhrif á lán á árunum 2008 og 2009 og því liggur staða verðtryggra lána yfir það tímabil til grundvallar leiðréttingunni.Umfang skuldaleiðréttingarinnar Skuldafrumvörpin sem nú eru komin fram eru almenn aðgerð í þágu heimilanna, en ekki sértæk. Heildarumfang leiðréttingarinnar eru áætlað um 150 milljarðar króna og mun hún ná til um 100 þúsund heimila.Einfalt Framkvæmdin verður einföld fyrir almenning þó um stórt og flókið verkefni sé að ræða. Einstaklingar sækja um leiðréttingarnar rafrænt á vef ríkisskattstjóra og verður umsóknartímabilið frá 15. maí – 1. september 2014. Ástæða þess að miðað er við 15. maí er sú að þá á vorþingi að vera lokið og skuldamálin að fullu afgreidd í gegnum þingið. Ferlið mun ganga hratt fyrir sig og í lang flestum tilvikum ætti að vera hægt að sjá áhrif aðgerðarinnar strax að loknu umsóknarferli í haust.Höfuðstólslækkun og séreignasparnaður Frumvörp ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna eru tvö, annars vegar frumvarp um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána og hins vegar frumvarp um séreignasparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar. Umsóknarferlinu lýkur 1. september 2014. Eftir að ríkisskattstjóri hefur afgreitt umsóknirnar fara umsækjendur strax að sjá áhrifin. Niðurfelling lánsins í heild mun birtast í heimabanka og á greiðsluseðli þar sem fasteignaláni verður skipt niður í frumlán og leiðréttingarlán. Lántaki greiðir eingöngu af frumláni og leiðréttingarlán verður greitt af ríkissjóði, með bankaskattinum, næstu árin. Hægt verður að byrja að nýta séreignasparnaðinn í júlí og tryggja sér um leið skattaafslátt ríkisstjórnarinnar. Ekki er um að ræða uppsafnaða inneign því stór hluti fólks nýtti hann eftir hrunið. Heldur er um að ræða séreignarsparnað næstu þriggja ára. Hér er jafnframt um að ræða nýja hugsun í húsnæðismálum. Þeir sem eru ekki með fasteignalán geta nýtt sér séreignarsparnaðarúrræði til að spara fyrir kaup á íbúðarhúsnæði.Að lokum Eins og ég hef alltaf sagt þá er ég ánægð að um sé að ræða almenna aðgerð en ekki sértæka. Ég er ánægð að hún nái til um 100 þúsund heimila sem eru um 80 % heimila í landinu. Hins vegar fer ég ekki í felur með að ég hefði gjarnan viljað sjá þakið hærra til að koma betur til móts við þá sem eru í erfiðri stöðu. Jafnframt horfi ég til þess að þessi aðgerð er eingöngu einn liður af tíu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna. Nú þegar er unnið að verðtryggingarmálum inni í ráðuneytum, þar sem horft er bæði til meirihlutaálits og sérálitis. Mikilvægt er að þau mál komi til umræðu í þinginu sem allra fyrst. Að mínu mati er nauðsynlegt að verðtryggingin verði afnumin um leið og aðgerðir í skuldamálum ná fram að ganga. Það er óhætt að halda því fram að ríkisstjórnin vinni að bættum hag heimila í landinu. Á næstu dögum mun verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skila af sér vinnu þar sem tekið er á mörgum mikilvægum málum, eins og t.d. lyklafrumvarpinu og úrræðum á almennum og félagslegum leigumarkaði. Elsa Lára Arnardóttir Þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar