Næsta barátta Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. apríl 2014 07:00 Viðtal í helgarblaði Fréttablaðsins við Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur var lærdómsrík lesning. Embla, sem er fötluð, segir að fötlunin hái henni ekki; það séu fordómar samfélagsins gagnvart fötluninni sem séu vandamálið. „Það sem hefur markað líf mitt eru fordómar. Fötlunin sem slík hefur ekki markað líf mitt því ég hef aldrei verið ófötluð,“ segir Embla í viðtalinu. „Oft gleymi ég því að ég er fötluð en man það um leið og ég fer út því allir glápa á mig eða enginn talar við mig. Fólk fattar ekki að það er vandamálið en ekki að ég geti ekki hlaupið eða þurfi aðstoð við dagleg verkefni.“ Embla bendir á að fordómar gagnvart fötluðu fólki séu flókið fyrirbæri, því að þeir þyki í lagi og fólk skilji þá oft ekki nema finna þá á eigin skinni: „Það er pólitískt rétt að vorkenna fötluðu fólki. Okkur er kennt að vera góð við þá sem minna mega sín en birtingarmynd þessarar gæsku er mjög erfið fyrir sjálfsmyndina. Ég hef aldrei fengið að vera fullorðin. Mér er klappað á kinnina eins og smábarni og ég þyki svo krúttleg. Það er talað við mig með blíðri krúttröddu, ef það er þá yrt á mig. Þegar ég fer út í búð þá er vinkona mín spurð: „Vill hún poka?““ Fordómar gegn fötluðum voru líka til umræðu á ráðstefnu Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar í síðustu viku, um hlutverk fjölmiðla og ábyrgð á samfélagsþátttöku fatlaðra. Kristín Björnsdóttir, dósent í fötlunarfræðum, benti þar á að fjölmiðlar féllu oft í þá gryfju að draga upp staðalmyndir af fötluðum; annaðhvort sem hetjum eða fórnarlömbum. „Hetjurnar eru þá fólk sem er að gera eitthvað sem við eigum ekki von á að það geti gert. Þó við höfum öll gaman af hetjum eru þær ekki beint lýsandi fyrir daglega reynslu fatlaðs fólks og fórnarlömbin eru það ekki heldur,“ sagði Kristín í samtali við Vísi. Okkur fjölmiðlafólkinu er hollt að íhuga þetta vel. Fatlað fólk þarf ekki endilega „hetjur“ sem fyrirmyndir, heldur fólk sem er fatlað og gerir venjulega hluti sem venjulegt fólk gerir. Á ráðstefnu Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar var þeirri spurningu velt upp hvort næsta stóra umræða um mannréttindamál á Íslandi yrði umræðan um réttindi fatlaðra. Undanfarna áratugi hefðu fjölmiðlar sett kastljósið annars vegar á jafnrétti kynjanna og hins vegar réttindi samkynhneigðra og mikilvægir sigrar unnizt á báðum sviðum. Hins vegar væru réttindi enn brotin á fötluðum í stórum stíl. Að sumu leyti kann þetta að verða erfið umræða, af því að hún snýst að einhverju leyti um peninga, sem alltaf eru af skornum skammti. En að stórum og jafnvel stærstum hluta snýst hún um fordóma, tillits- og hugsunarleysi, sem margir fatlaðir reka sig á. Nýlegt dæmi er af endurhönnun Hverfisgötunnar í Reykjavík fyrir hundruð milljóna, þar sem „gleymdist“ að gera ráð fyrir aðgengi fatlaðra að verzlunarhúsnæði. Fáum dettur orðið í hug að halda því fram að kona geti ekki orðið flugmaður eða forsætisráðherra eða að samkynhneigt fólk geti ekki gifzt og eignazt börn. Fatlaðir búa hins vegar margir enn við að vegna þess að þeir eru aðeins öðruvísi en meirihlutinn sé gengið út frá því að þeir geti ekki það sem aðrir geta og séu þá „hetjur“ ef það tekst. „Mig langar svo að komast á þann stað að okkur detti ekki í hug að tala svona eða koma svona fram við fatlað fólk,“ segir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir. Leiðin á þann stað er næsta stóra mannréttindabarátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Viðtal í helgarblaði Fréttablaðsins við Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur var lærdómsrík lesning. Embla, sem er fötluð, segir að fötlunin hái henni ekki; það séu fordómar samfélagsins gagnvart fötluninni sem séu vandamálið. „Það sem hefur markað líf mitt eru fordómar. Fötlunin sem slík hefur ekki markað líf mitt því ég hef aldrei verið ófötluð,“ segir Embla í viðtalinu. „Oft gleymi ég því að ég er fötluð en man það um leið og ég fer út því allir glápa á mig eða enginn talar við mig. Fólk fattar ekki að það er vandamálið en ekki að ég geti ekki hlaupið eða þurfi aðstoð við dagleg verkefni.“ Embla bendir á að fordómar gagnvart fötluðu fólki séu flókið fyrirbæri, því að þeir þyki í lagi og fólk skilji þá oft ekki nema finna þá á eigin skinni: „Það er pólitískt rétt að vorkenna fötluðu fólki. Okkur er kennt að vera góð við þá sem minna mega sín en birtingarmynd þessarar gæsku er mjög erfið fyrir sjálfsmyndina. Ég hef aldrei fengið að vera fullorðin. Mér er klappað á kinnina eins og smábarni og ég þyki svo krúttleg. Það er talað við mig með blíðri krúttröddu, ef það er þá yrt á mig. Þegar ég fer út í búð þá er vinkona mín spurð: „Vill hún poka?““ Fordómar gegn fötluðum voru líka til umræðu á ráðstefnu Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar í síðustu viku, um hlutverk fjölmiðla og ábyrgð á samfélagsþátttöku fatlaðra. Kristín Björnsdóttir, dósent í fötlunarfræðum, benti þar á að fjölmiðlar féllu oft í þá gryfju að draga upp staðalmyndir af fötluðum; annaðhvort sem hetjum eða fórnarlömbum. „Hetjurnar eru þá fólk sem er að gera eitthvað sem við eigum ekki von á að það geti gert. Þó við höfum öll gaman af hetjum eru þær ekki beint lýsandi fyrir daglega reynslu fatlaðs fólks og fórnarlömbin eru það ekki heldur,“ sagði Kristín í samtali við Vísi. Okkur fjölmiðlafólkinu er hollt að íhuga þetta vel. Fatlað fólk þarf ekki endilega „hetjur“ sem fyrirmyndir, heldur fólk sem er fatlað og gerir venjulega hluti sem venjulegt fólk gerir. Á ráðstefnu Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar var þeirri spurningu velt upp hvort næsta stóra umræða um mannréttindamál á Íslandi yrði umræðan um réttindi fatlaðra. Undanfarna áratugi hefðu fjölmiðlar sett kastljósið annars vegar á jafnrétti kynjanna og hins vegar réttindi samkynhneigðra og mikilvægir sigrar unnizt á báðum sviðum. Hins vegar væru réttindi enn brotin á fötluðum í stórum stíl. Að sumu leyti kann þetta að verða erfið umræða, af því að hún snýst að einhverju leyti um peninga, sem alltaf eru af skornum skammti. En að stórum og jafnvel stærstum hluta snýst hún um fordóma, tillits- og hugsunarleysi, sem margir fatlaðir reka sig á. Nýlegt dæmi er af endurhönnun Hverfisgötunnar í Reykjavík fyrir hundruð milljóna, þar sem „gleymdist“ að gera ráð fyrir aðgengi fatlaðra að verzlunarhúsnæði. Fáum dettur orðið í hug að halda því fram að kona geti ekki orðið flugmaður eða forsætisráðherra eða að samkynhneigt fólk geti ekki gifzt og eignazt börn. Fatlaðir búa hins vegar margir enn við að vegna þess að þeir eru aðeins öðruvísi en meirihlutinn sé gengið út frá því að þeir geti ekki það sem aðrir geta og séu þá „hetjur“ ef það tekst. „Mig langar svo að komast á þann stað að okkur detti ekki í hug að tala svona eða koma svona fram við fatlað fólk,“ segir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir. Leiðin á þann stað er næsta stóra mannréttindabarátta.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun