Hvers konar ímynd ertu að búa til? Rúna Magnúsdóttir skrifar 2. júlí 2014 11:00 Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að fylgjast með atferli og viðhorfi fólks í kringum mig. Með tilkomu samfélagsmiðlanna á netinu, svo sem Facebook, LinkedIn eða Twitter, er áhugavert að fylgjast með fjölbreyttu lífi og starfi fólks úti um alla veröld. Hvert og eitt samfélag á netinu hefur sína sérstöðu. LinkedIn er alþjóðlegt samfélag athafnalífsins. Þar sameinast fólk um sín áhugamál, sérhæfingu og deilir bæði þekkingu og skoðunum. Það er ákveðinn tónn, stemning sem ríkir yfir tengingum og viðburðum á samfélagsvefnum LinkedIn. Á LinkedIn vinnur fólk að því að viðhalda gömlum og góðum tengslum sem og að byggja upp ný viðskiptasambönd. Þar virkar prófíllinn sem eins konar gluggaútstilling á brandi einstaklingsins, og út frá þeirri staðreynd er ótrúlegt að sjá hversu margir hugsa sama sem ekkert um þá ímynd sem þeir eru að gefa frá sér með illa unnum prófíl. Á Twitter ríkir allt önnur stemning og gríðarlega gaman að fylgjast með umræðu þar sem # tengir fólk saman á rauntíma um allan heim. Þegar ég sný mér svo að Facebook, þá fær maður að sjá sama fólkið, en núna í allt öðrum búningi. Þar færðu innsýn í heimilislífið, varúðarstatusar um grobb settir upp og heil ógrynni af stoltum foreldrum, ömmum og öfum sem eiga flottustu börn og barnabörn í heimi. Þar koma inn statusar sem tengjast bæði dægurfréttum og pólitískum fréttum dagsins ásamt viðeigandi umræðu. Það er einmitt í flóru prófíla, statusa og umræðna sem hinn sanni persónuleiki fólks stingur sér til sunds. Þar fer maður að greina fórnarlömbin frá gleðibombunum, besservisserana frá þeim sem vita alveg jafn vel, bara sjá ekki tilgang í því að tjá skoðun sína á djúpum málefnum dagsins.Hvaða tilfinningu ertu að gefa? Karakterinn okkar sem við sýnum á samfélagsmiðlunum verður óneitanlega sá karakter, sú ímynd sem fólk fær af okkur. Sú tilfinning sem við skiljum eftir í huga samferðafólks okkar er nákvæm spegilmynd af þeim tækifærum sem við fáum til baka. Sporin sem við skiljum eftir á netinu sem og í öllum öðrum samskiptum við fólk gefur samferðafólki okkar tilfinningu fyrir því hver við erum, fyrir hvað við stöndum og gefur samferðafólki okkar mynd af því hvers vegna það ætti að hafa samband við okkur.Viðhorf og skoðanir speglast til baka Hver kannast ekki við fórnarlambið sem stundum virðist þrífast á því að fá: „æ, æ, knús á þig“ sem svar við statusum, eða þá framsýna samferðafólkið sem stöðugt sýnir okkur einlæga gleði og árangur með uppbyggilegum statusum, svörum og hvatningu til annarra. Staðreyndin er sú að hvort sem þér líkar það betur eða verr, þá hefur þú nú þegar ákveðna ímynd í huga annarra. Spurningin er hvort þú vekir upp þá tilfinningu sem þú vilt að fólk finni í samskiptum sínum við þig eða hvort þú þurfir að endurskoða viðhorf þín, gildi og stefnu. Næst þegar þú ýtir á „SENDA“ hnappinn spurðu sjálfa þig áður: „Hvaða tilfinningu er ég að gefa frá mér núna?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að fylgjast með atferli og viðhorfi fólks í kringum mig. Með tilkomu samfélagsmiðlanna á netinu, svo sem Facebook, LinkedIn eða Twitter, er áhugavert að fylgjast með fjölbreyttu lífi og starfi fólks úti um alla veröld. Hvert og eitt samfélag á netinu hefur sína sérstöðu. LinkedIn er alþjóðlegt samfélag athafnalífsins. Þar sameinast fólk um sín áhugamál, sérhæfingu og deilir bæði þekkingu og skoðunum. Það er ákveðinn tónn, stemning sem ríkir yfir tengingum og viðburðum á samfélagsvefnum LinkedIn. Á LinkedIn vinnur fólk að því að viðhalda gömlum og góðum tengslum sem og að byggja upp ný viðskiptasambönd. Þar virkar prófíllinn sem eins konar gluggaútstilling á brandi einstaklingsins, og út frá þeirri staðreynd er ótrúlegt að sjá hversu margir hugsa sama sem ekkert um þá ímynd sem þeir eru að gefa frá sér með illa unnum prófíl. Á Twitter ríkir allt önnur stemning og gríðarlega gaman að fylgjast með umræðu þar sem # tengir fólk saman á rauntíma um allan heim. Þegar ég sný mér svo að Facebook, þá fær maður að sjá sama fólkið, en núna í allt öðrum búningi. Þar færðu innsýn í heimilislífið, varúðarstatusar um grobb settir upp og heil ógrynni af stoltum foreldrum, ömmum og öfum sem eiga flottustu börn og barnabörn í heimi. Þar koma inn statusar sem tengjast bæði dægurfréttum og pólitískum fréttum dagsins ásamt viðeigandi umræðu. Það er einmitt í flóru prófíla, statusa og umræðna sem hinn sanni persónuleiki fólks stingur sér til sunds. Þar fer maður að greina fórnarlömbin frá gleðibombunum, besservisserana frá þeim sem vita alveg jafn vel, bara sjá ekki tilgang í því að tjá skoðun sína á djúpum málefnum dagsins.Hvaða tilfinningu ertu að gefa? Karakterinn okkar sem við sýnum á samfélagsmiðlunum verður óneitanlega sá karakter, sú ímynd sem fólk fær af okkur. Sú tilfinning sem við skiljum eftir í huga samferðafólks okkar er nákvæm spegilmynd af þeim tækifærum sem við fáum til baka. Sporin sem við skiljum eftir á netinu sem og í öllum öðrum samskiptum við fólk gefur samferðafólki okkar tilfinningu fyrir því hver við erum, fyrir hvað við stöndum og gefur samferðafólki okkar mynd af því hvers vegna það ætti að hafa samband við okkur.Viðhorf og skoðanir speglast til baka Hver kannast ekki við fórnarlambið sem stundum virðist þrífast á því að fá: „æ, æ, knús á þig“ sem svar við statusum, eða þá framsýna samferðafólkið sem stöðugt sýnir okkur einlæga gleði og árangur með uppbyggilegum statusum, svörum og hvatningu til annarra. Staðreyndin er sú að hvort sem þér líkar það betur eða verr, þá hefur þú nú þegar ákveðna ímynd í huga annarra. Spurningin er hvort þú vekir upp þá tilfinningu sem þú vilt að fólk finni í samskiptum sínum við þig eða hvort þú þurfir að endurskoða viðhorf þín, gildi og stefnu. Næst þegar þú ýtir á „SENDA“ hnappinn spurðu sjálfa þig áður: „Hvaða tilfinningu er ég að gefa frá mér núna?“
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar