
Hvers konar ímynd ertu að búa til?
LinkedIn er alþjóðlegt samfélag athafnalífsins. Þar sameinast fólk um sín áhugamál, sérhæfingu og deilir bæði þekkingu og skoðunum. Það er ákveðinn tónn, stemning sem ríkir yfir tengingum og viðburðum á samfélagsvefnum LinkedIn. Á LinkedIn vinnur fólk að því að viðhalda gömlum og góðum tengslum sem og að byggja upp ný viðskiptasambönd. Þar virkar prófíllinn sem eins konar gluggaútstilling á brandi einstaklingsins, og út frá þeirri staðreynd er ótrúlegt að sjá hversu margir hugsa sama sem ekkert um þá ímynd sem þeir eru að gefa frá sér með illa unnum prófíl.
Á Twitter ríkir allt önnur stemning og gríðarlega gaman að fylgjast með umræðu þar sem # tengir fólk saman á rauntíma um allan heim.
Þegar ég sný mér svo að Facebook, þá fær maður að sjá sama fólkið, en núna í allt öðrum búningi. Þar færðu innsýn í heimilislífið, varúðarstatusar um grobb settir upp og heil ógrynni af stoltum foreldrum, ömmum og öfum sem eiga flottustu börn og barnabörn í heimi. Þar koma inn statusar sem tengjast bæði dægurfréttum og pólitískum fréttum dagsins ásamt viðeigandi umræðu. Það er einmitt í flóru prófíla, statusa og umræðna sem hinn sanni persónuleiki fólks stingur sér til sunds. Þar fer maður að greina fórnarlömbin frá gleðibombunum, besservisserana frá þeim sem vita alveg jafn vel, bara sjá ekki tilgang í því að tjá skoðun sína á djúpum málefnum dagsins.
Hvaða tilfinningu ertu að gefa?
Karakterinn okkar sem við sýnum á samfélagsmiðlunum verður óneitanlega sá karakter, sú ímynd sem fólk fær af okkur. Sú tilfinning sem við skiljum eftir í huga samferðafólks okkar er nákvæm spegilmynd af þeim tækifærum sem við fáum til baka. Sporin sem við skiljum eftir á netinu sem og í öllum öðrum samskiptum við fólk gefur samferðafólki okkar tilfinningu fyrir því hver við erum, fyrir hvað við stöndum og gefur samferðafólki okkar mynd af því hvers vegna það ætti að hafa samband við okkur.
Viðhorf og skoðanir speglast til baka
Hver kannast ekki við fórnarlambið sem stundum virðist þrífast á því að fá: „æ, æ, knús á þig“ sem svar við statusum, eða þá framsýna samferðafólkið sem stöðugt sýnir okkur einlæga gleði og árangur með uppbyggilegum statusum, svörum og hvatningu til annarra. Staðreyndin er sú að hvort sem þér líkar það betur eða verr, þá hefur þú nú þegar ákveðna ímynd í huga annarra. Spurningin er hvort þú vekir upp þá tilfinningu sem þú vilt að fólk finni í samskiptum sínum við þig eða hvort þú þurfir að endurskoða viðhorf þín, gildi og stefnu.
Næst þegar þú ýtir á „SENDA“ hnappinn spurðu sjálfa þig áður: „Hvaða tilfinningu er ég að gefa frá mér núna?“
Skoðun

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar