Allt á niðurleið Sigurður Friðleifsson skrifar 26. mars 2014 14:15 Íslendingar eiga tvær þjóðaríþróttir, glímu og neikvæðni, og dugnaður okkar í báðum þessum greinum er óumdeildur. Þá sjaldan sem jákvæðni er borin á borð fyrir okkur er hún yfirleitt tengd stjórnmálaflokkum eða hagsmunaðilum sem sjálfkrafa þýðir að um helmingur þjóðarinnar setur allar lokur fyrir vit sín og meðtekur ekki skilaboðin hvort sem þau eru rétt eða röng. Hér ætla ég að kynna jákvæðar tölur sem eru engum sérstökum hagsmunaaðilum að þakka heldur fyrst og fremst Íslendingum sjálfum, hvar sem þeir standa í pólitík eða á vinnumarkaði. Olía hefur lengi keyrt stóran hluta af hagkerfi Íslendinga með tilheyrandi gjaldeyriskostnaði og mengun. Olía hefur ekki einungis neikvæð umhverfisáhrif heldur er hún stór kostnaðarliður í þjóðarbúi sem illa má við gjaldeyristapi. Til lengri tíma er líka ómögulegt að vera háður olíu enda um endanlega auðlind að ræða sem gengur til þurrðar einn daginn. Í umhverfismálum er oft einblínt á það sem miður fer og vonleysið ræður ríkjum en sumt sem er á niðurleið á einmitt að vera á niðurleið og það gildir einmitt um olíunotkun Íslendinga. Á línuritinu sést að olíunotkun á hvern Íslending er á hraðri niðurleið og hefur farið úr rúmlega 2,2 tonnum niður fyrir 1,5 tonn á hvern íbúa. Grafið nær yfir langt tímabil og dekkar bæði hægri og vinstri stjórnir, góðæri og kreppu og hátt og lágt gengi krónu. Með öðrum orðum þá er árangurinn raunverulegur. Í raun er árangurinn að hluta til vanáætlaður þar sem olíunotkun sífjölgandi ferðmanna á Íslandi skrifast að fullu á okkar tölfræðireikning.Hvað veldur? Þar sem við Íslendingar erum svo lánsamir að framleiða allt okkar rafmagn og hita með innlendum og kolefnisfríum orkugjöfum þá er olíunotkun landans bundinn við tvo þætti þ.e. sjávarútveg og farartæki. Í sjávarútvegi hefur nýtni fiskiskipa aukist en stóra breytan er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja þar sem olíu hefur verið skipt út fyrir innlenda raforku. Þessi orkuskipti fiskimjölsverksmiðja samsvarar olíunotkun tugþúsunda heimilisbifreiða. Fjölmargir þættir útskýra svo minnkun á olíunotkun bifreiða. Í fyrsta lagi eru landsmenn nú mun skynsamari í vali og nýjum bifreiðum og eyða nýjir bílar nú 2-4 lítrum minna, á hverja 100 ekna km., en raunin var í kringum aldamótin. Þetta þýðir með öðrum orðum að við komust sömu vegalengdir á miklu færri olíulítrum. Sá gjaldeyrisparnaður sem fylgir nýtnari bílaflota nemur milljörðum króna á ársgrundvelli. Í öðru lagi eru Íslendingar alltaf að verða duglegari að ferðast í strætisvögnum, gangandi, á hjóli eða í samfloti með öðrum. Nú hefur einokun olíunnar í samgöngum einnig verið rofin og innlent gas og rafmagn knýr ótal farartæki sem vonandi munu fjölga hratt og örugglega á næstu árum. Það er von mín að þessar tölur hvetji okkur til að halda áfram á sömu braut og þjóðin verði fyrr en síðar óháð olíuinnflutningi með tilheyrandi umhverfis- og efnahagsávinningi. Merkilegast er þó að þessi árangur hefur náðst án þess að rýra lífsgæði eða hagvöxt í landinu. Við erum sem sagt þjóð á uppleið með olíunotkun á niðurleið. Þetta eru jákvæð skilaboð sem eiga að vera okkur hvatning til áframhaldandi framfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga tvær þjóðaríþróttir, glímu og neikvæðni, og dugnaður okkar í báðum þessum greinum er óumdeildur. Þá sjaldan sem jákvæðni er borin á borð fyrir okkur er hún yfirleitt tengd stjórnmálaflokkum eða hagsmunaðilum sem sjálfkrafa þýðir að um helmingur þjóðarinnar setur allar lokur fyrir vit sín og meðtekur ekki skilaboðin hvort sem þau eru rétt eða röng. Hér ætla ég að kynna jákvæðar tölur sem eru engum sérstökum hagsmunaaðilum að þakka heldur fyrst og fremst Íslendingum sjálfum, hvar sem þeir standa í pólitík eða á vinnumarkaði. Olía hefur lengi keyrt stóran hluta af hagkerfi Íslendinga með tilheyrandi gjaldeyriskostnaði og mengun. Olía hefur ekki einungis neikvæð umhverfisáhrif heldur er hún stór kostnaðarliður í þjóðarbúi sem illa má við gjaldeyristapi. Til lengri tíma er líka ómögulegt að vera háður olíu enda um endanlega auðlind að ræða sem gengur til þurrðar einn daginn. Í umhverfismálum er oft einblínt á það sem miður fer og vonleysið ræður ríkjum en sumt sem er á niðurleið á einmitt að vera á niðurleið og það gildir einmitt um olíunotkun Íslendinga. Á línuritinu sést að olíunotkun á hvern Íslending er á hraðri niðurleið og hefur farið úr rúmlega 2,2 tonnum niður fyrir 1,5 tonn á hvern íbúa. Grafið nær yfir langt tímabil og dekkar bæði hægri og vinstri stjórnir, góðæri og kreppu og hátt og lágt gengi krónu. Með öðrum orðum þá er árangurinn raunverulegur. Í raun er árangurinn að hluta til vanáætlaður þar sem olíunotkun sífjölgandi ferðmanna á Íslandi skrifast að fullu á okkar tölfræðireikning.Hvað veldur? Þar sem við Íslendingar erum svo lánsamir að framleiða allt okkar rafmagn og hita með innlendum og kolefnisfríum orkugjöfum þá er olíunotkun landans bundinn við tvo þætti þ.e. sjávarútveg og farartæki. Í sjávarútvegi hefur nýtni fiskiskipa aukist en stóra breytan er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja þar sem olíu hefur verið skipt út fyrir innlenda raforku. Þessi orkuskipti fiskimjölsverksmiðja samsvarar olíunotkun tugþúsunda heimilisbifreiða. Fjölmargir þættir útskýra svo minnkun á olíunotkun bifreiða. Í fyrsta lagi eru landsmenn nú mun skynsamari í vali og nýjum bifreiðum og eyða nýjir bílar nú 2-4 lítrum minna, á hverja 100 ekna km., en raunin var í kringum aldamótin. Þetta þýðir með öðrum orðum að við komust sömu vegalengdir á miklu færri olíulítrum. Sá gjaldeyrisparnaður sem fylgir nýtnari bílaflota nemur milljörðum króna á ársgrundvelli. Í öðru lagi eru Íslendingar alltaf að verða duglegari að ferðast í strætisvögnum, gangandi, á hjóli eða í samfloti með öðrum. Nú hefur einokun olíunnar í samgöngum einnig verið rofin og innlent gas og rafmagn knýr ótal farartæki sem vonandi munu fjölga hratt og örugglega á næstu árum. Það er von mín að þessar tölur hvetji okkur til að halda áfram á sömu braut og þjóðin verði fyrr en síðar óháð olíuinnflutningi með tilheyrandi umhverfis- og efnahagsávinningi. Merkilegast er þó að þessi árangur hefur náðst án þess að rýra lífsgæði eða hagvöxt í landinu. Við erum sem sagt þjóð á uppleið með olíunotkun á niðurleið. Þetta eru jákvæð skilaboð sem eiga að vera okkur hvatning til áframhaldandi framfara.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun