Já, sæll.is Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. ágúst 2014 11:29 Í síðasta mánuði fjallaði Vísir um niðurstöður rannsóknar sem gerð var á vegum Oregon State-háskólans í Bandaríkjunum, en í þeim kom fram að prófílmyndir fólks á Facebook skipta miklu máli. Minna mark er tekið á þeim sem sýna of mikið hold á prófílmynd sinni en þeim sem nota púkalegar passamyndir. Ég held að við getum flest verið sammála um að þessar niðurstöður komi ekkert sérstaklega á óvart. En lífið er ekki bara Facebook. Það eru fleiri leiðir til þess að mynda sér skoðanir á fólki. Fyrir mér skipta til dæmis frasar sem fólk notar miklu máli. Ekki að ég dæmi endilega fólk, heldur hjálpar það manni að staðsetja þá sem maður talar við í hinu mannlega litrófi. Þegar maður horfir til baka koma margir skemmtilegir frasar upp í hugann. „Glætan“ var mjög sterkur hérna í gamla daga. Með vexti netsins fóru sífellt fleiri að skeyta .is aftan við allt. Frasinn „Já, sæll“ var auðvitað svo vinsæll að hann var prentaður á boli og húfur. Allir þessir frasar og fleiri til eiga það sameiginlegt að vera útrunnir. Því frasar eru eins og mjólkin. Þeir endast ekki lengi. Frasanotkun á Facebook er líka mikilvæg. Umræðumerkin svokölluðu eru til dæmis orðin ansi hvimleið. Enn eru sumir sem setja lokahnykkinn á hnyttnum Facebook-færslum inn í eina og langa umræðumerkingu. Að nota útrunninn frasa er ákveðin yfirlýsing. Maður þarf að vera duglegur að fylgjast með hvaða frasar eru í tísku. Frasarnir eru eins og fallegur vasaklútur á stílhreinum jakkafötum. Eins og ermahnappar á skyrtu. Að nota nýja og gilda frasa getur skipt sköpum í því að skapa sér ímynd og getur auðgað tungumálið og hjálpað til við tjáninguna. Getur skipt sköpum í því hvernig aðrir horfa á mann. Ein regla sem allir mega temja sér þegar kemur að frösum: Ef frasinn er kominn á boli, þá er hann útrunninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði fjallaði Vísir um niðurstöður rannsóknar sem gerð var á vegum Oregon State-háskólans í Bandaríkjunum, en í þeim kom fram að prófílmyndir fólks á Facebook skipta miklu máli. Minna mark er tekið á þeim sem sýna of mikið hold á prófílmynd sinni en þeim sem nota púkalegar passamyndir. Ég held að við getum flest verið sammála um að þessar niðurstöður komi ekkert sérstaklega á óvart. En lífið er ekki bara Facebook. Það eru fleiri leiðir til þess að mynda sér skoðanir á fólki. Fyrir mér skipta til dæmis frasar sem fólk notar miklu máli. Ekki að ég dæmi endilega fólk, heldur hjálpar það manni að staðsetja þá sem maður talar við í hinu mannlega litrófi. Þegar maður horfir til baka koma margir skemmtilegir frasar upp í hugann. „Glætan“ var mjög sterkur hérna í gamla daga. Með vexti netsins fóru sífellt fleiri að skeyta .is aftan við allt. Frasinn „Já, sæll“ var auðvitað svo vinsæll að hann var prentaður á boli og húfur. Allir þessir frasar og fleiri til eiga það sameiginlegt að vera útrunnir. Því frasar eru eins og mjólkin. Þeir endast ekki lengi. Frasanotkun á Facebook er líka mikilvæg. Umræðumerkin svokölluðu eru til dæmis orðin ansi hvimleið. Enn eru sumir sem setja lokahnykkinn á hnyttnum Facebook-færslum inn í eina og langa umræðumerkingu. Að nota útrunninn frasa er ákveðin yfirlýsing. Maður þarf að vera duglegur að fylgjast með hvaða frasar eru í tísku. Frasarnir eru eins og fallegur vasaklútur á stílhreinum jakkafötum. Eins og ermahnappar á skyrtu. Að nota nýja og gilda frasa getur skipt sköpum í því að skapa sér ímynd og getur auðgað tungumálið og hjálpað til við tjáninguna. Getur skipt sköpum í því hvernig aðrir horfa á mann. Ein regla sem allir mega temja sér þegar kemur að frösum: Ef frasinn er kominn á boli, þá er hann útrunninn.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar