Hundur kennarans át næstum heimaverkefni nemandans Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2014 22:55 Hundurinn Zelda, fjögurra mánaða Golden Retriever, ásamt eiganda sínum. Mynd/Þorgerður Ösp „Það hefði náttúrulega verið hálfvandræðalegt ef ég, kennarinn, hefði þurft að koma í tíma daginn eftir og segja að hundurinn minn hefði étið heimaverkefni nemendanna,“ segir Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, hundaeigandi og aðstoðarkennari í háskóla í Los Angeles, í samtali við Vísi. Þorgerður birti fyrr í dag mynd af hundi sínum í Facebook-hópnum Hundasamfélagið sem sýnir hvernig hundurinn Zelda, fjögurra mánaða Golden Retriever, hafði tætt í sig umsagnarbréf um ritgerð eins nemenda sinna sem hún hafði útbúið. Þorgerður er í meistaranámi í arkitektúr og aðstoðarkennari í ritlistaráfanga fyrir nemendur í grunnnámi í háskóla í Los Angeles. „Ég fer yfir mjög margar ritgerðir og ég er með svona umsagnarblöð sem ég festi við þær. Þetta var þannig að ég var búin að gefa einum nemandanum vitlausa einkunn og bjó því til nýtt umsagnarblað handa honum. En voffinn minn, hún Zelda, var búin að tæta í sig gamla umsagnarblaðið þegar ég kom fram af klósettinu. Það varð því engum meint af. Þetta var ekki heimaverkefni neins. Hún tók akkúrat blaðið sem mátti fara í ruslið.“ Þorgerður segist ekki hafa átt von á svona miklum viðbrögðum við Facebook-færslu sinni. „Þetta er auðvitað svakalega fjölmennur hópur þarna, en ég átti ekki von á þessu. Það voru komin 500 „like“ örfáum klukkustundum eftir að ég var búin að segja frá þessu.“ Hún segist hafa sagt nemendunum sínum frá þessu og að þeim hafi þótt þetta voðalega fyndið. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira
„Það hefði náttúrulega verið hálfvandræðalegt ef ég, kennarinn, hefði þurft að koma í tíma daginn eftir og segja að hundurinn minn hefði étið heimaverkefni nemendanna,“ segir Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, hundaeigandi og aðstoðarkennari í háskóla í Los Angeles, í samtali við Vísi. Þorgerður birti fyrr í dag mynd af hundi sínum í Facebook-hópnum Hundasamfélagið sem sýnir hvernig hundurinn Zelda, fjögurra mánaða Golden Retriever, hafði tætt í sig umsagnarbréf um ritgerð eins nemenda sinna sem hún hafði útbúið. Þorgerður er í meistaranámi í arkitektúr og aðstoðarkennari í ritlistaráfanga fyrir nemendur í grunnnámi í háskóla í Los Angeles. „Ég fer yfir mjög margar ritgerðir og ég er með svona umsagnarblöð sem ég festi við þær. Þetta var þannig að ég var búin að gefa einum nemandanum vitlausa einkunn og bjó því til nýtt umsagnarblað handa honum. En voffinn minn, hún Zelda, var búin að tæta í sig gamla umsagnarblaðið þegar ég kom fram af klósettinu. Það varð því engum meint af. Þetta var ekki heimaverkefni neins. Hún tók akkúrat blaðið sem mátti fara í ruslið.“ Þorgerður segist ekki hafa átt von á svona miklum viðbrögðum við Facebook-færslu sinni. „Þetta er auðvitað svakalega fjölmennur hópur þarna, en ég átti ekki von á þessu. Það voru komin 500 „like“ örfáum klukkustundum eftir að ég var búin að segja frá þessu.“ Hún segist hafa sagt nemendunum sínum frá þessu og að þeim hafi þótt þetta voðalega fyndið.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Sjá meira