Hlynur frákastahæstur | Pavel gefið flestar stoðsendingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2014 16:15 Hlynur hefur verið duglegur að rífa niður fráköst í undankeppninni. Vísir/Vilhelm Íslenska körfuboltalandsliðið er sem kunnugt er komið með annan fótinn inn á EM 2015 eftir ævintýranlegan tveggja stiga sigur á Bretlandi í London í gær. Íslensku strákarnir hafa staðið sig frábærlega í þeim þremur leikjum sem eru búnir i undankeppninni, en Ísland á einn leik eftir - gegn Bosníu í Laugardalshöllinni 27. ágúst. Sé litið yfir tölfræðina í undankeppninni kemur í ljós að Hlynur Bæringsson, miðherji íslenska liðsins, hefur tekið flest fráköst allra að meðaltali í leik, eða 11 talsins. Næstur kemur Makedóníumaðurinn Venard Hendriks með 10,5 fráköst að meðaltali í leik. Hlynur, sem leikur með Sundsvall Dragons í Svíþjóð, tók 15 fráköst í leiknum gegn Bretlandi í Laugardalshöll, fimm í útileiknum gegn Bosníu og 13 í leiknum í gær. Hlynur er í 3. sæti yfir flest varnarfráköst í leik (7,3) og 4. sæti yfir flest sóknarfráköst (3,7).Pavel Ermolinskij hefur einnig gert það gott, en hann hefur gefið flestar stoðsendingar að meðaltali í leik, eða 8 talsins. Ísraelsmaðurinn Cal Mekel hefur gefið næstflestar stoðsendingar, eða 7,3 að meðaltali í leik. Pavel, sem lék ekki með gegn Bosníu vegna meiðsla, gaf 14 stoðsendingar gegn Bretlandi í Höllinni og tvær í Koparkassanum í London í gær. Pavel hefur einnig leikið næstflestar mínútur að meðaltali í leik (37,5) í undankeppninni. Aðeins Georgíumaðurinn George Tsintsadze leikur fleiri mínútur að meðaltali í leik, eða 39,8, en hver leikur stendur yfir í 40 mínútur. Bosníumaðurinn Mirza Teletovic er með flest stig að meðaltali í leik í undankeppninni, eða 27. Teletovic, sem leikur með Brooklyn Nets í NBA-deildinni, skoraði 25 stig í 13 stiga sigri Bosníu á Bretlandi og 29 stig gegn Íslandi í Tulza.Alessandro Gentile frá Ítalíu kemur næstur með 18,5 að meðaltali í leik og þar á eftir koma Omri Casspi frá Ísrael og Georgíumaðurinn Zaza Pachulia, en þeir hafa báðir skorað 18,3 stig að meðaltali í leik í undankeppninni.Logi Gunnarsson og Hörður Axel Vilhjálmsson eru í 31.-32. sæti yfir stigahæstu leikmenn undankeppninnar, en þeir hafa báðir skorað 12,3 stig að meðaltali í leik.Pavel hefur gefið 8 stoðsendingar að meðaltali í leik.Vísir/Vilhelm Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur: Síðasta tækifærið fyrir okkur eldri karlana Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, telur að leikurinn í kvöld þegar íslenska landsliðið getur komist langleiðina inn á EM með sigri á Bretum í London sé sá stærsti og mikilvægasti á ferlinum. 20. ágúst 2014 09:25 Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer Fyrirliðinn ánægður með Jón Arnór á æfingunni í London í kvöld. 19. ágúst 2014 22:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Margir yrðu hissa ef Ísland kæmist á EM Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson sáu til þess að Ísland saknaði ekki Jóns Arnórs Stefánssonar í sigrinum mikilvæga á Bretlandi í fyrrakvöld. 12. ágúst 2014 06:00 Pavel: Verðum að gleyma að Jón Arnór sé til Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum. 9. ágúst 2014 13:15 Hlynur fann út það eina jákvæða við fjarveru Jóns Arnórs Ísland mætir Bretlandi annað kvöld í fyrsta leiknum í undankeppni EM í körfu 2015. Hlynur Bæringsson fann út það eina jákvæða við fjarveru Jóns Arnórs. 9. ágúst 2014 10:00 Landsliðsmenn í körfubolta setja á sig svuntu á milli leikja Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij opna á næstu vikum kjöt- og fiskbúð í miðbæ Reykjavíkur og ætla setja á sig svuntu á milli leikja. 7. ágúst 2014 14:00 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. 11. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er sem kunnugt er komið með annan fótinn inn á EM 2015 eftir ævintýranlegan tveggja stiga sigur á Bretlandi í London í gær. Íslensku strákarnir hafa staðið sig frábærlega í þeim þremur leikjum sem eru búnir i undankeppninni, en Ísland á einn leik eftir - gegn Bosníu í Laugardalshöllinni 27. ágúst. Sé litið yfir tölfræðina í undankeppninni kemur í ljós að Hlynur Bæringsson, miðherji íslenska liðsins, hefur tekið flest fráköst allra að meðaltali í leik, eða 11 talsins. Næstur kemur Makedóníumaðurinn Venard Hendriks með 10,5 fráköst að meðaltali í leik. Hlynur, sem leikur með Sundsvall Dragons í Svíþjóð, tók 15 fráköst í leiknum gegn Bretlandi í Laugardalshöll, fimm í útileiknum gegn Bosníu og 13 í leiknum í gær. Hlynur er í 3. sæti yfir flest varnarfráköst í leik (7,3) og 4. sæti yfir flest sóknarfráköst (3,7).Pavel Ermolinskij hefur einnig gert það gott, en hann hefur gefið flestar stoðsendingar að meðaltali í leik, eða 8 talsins. Ísraelsmaðurinn Cal Mekel hefur gefið næstflestar stoðsendingar, eða 7,3 að meðaltali í leik. Pavel, sem lék ekki með gegn Bosníu vegna meiðsla, gaf 14 stoðsendingar gegn Bretlandi í Höllinni og tvær í Koparkassanum í London í gær. Pavel hefur einnig leikið næstflestar mínútur að meðaltali í leik (37,5) í undankeppninni. Aðeins Georgíumaðurinn George Tsintsadze leikur fleiri mínútur að meðaltali í leik, eða 39,8, en hver leikur stendur yfir í 40 mínútur. Bosníumaðurinn Mirza Teletovic er með flest stig að meðaltali í leik í undankeppninni, eða 27. Teletovic, sem leikur með Brooklyn Nets í NBA-deildinni, skoraði 25 stig í 13 stiga sigri Bosníu á Bretlandi og 29 stig gegn Íslandi í Tulza.Alessandro Gentile frá Ítalíu kemur næstur með 18,5 að meðaltali í leik og þar á eftir koma Omri Casspi frá Ísrael og Georgíumaðurinn Zaza Pachulia, en þeir hafa báðir skorað 18,3 stig að meðaltali í leik í undankeppninni.Logi Gunnarsson og Hörður Axel Vilhjálmsson eru í 31.-32. sæti yfir stigahæstu leikmenn undankeppninnar, en þeir hafa báðir skorað 12,3 stig að meðaltali í leik.Pavel hefur gefið 8 stoðsendingar að meðaltali í leik.Vísir/Vilhelm
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur: Síðasta tækifærið fyrir okkur eldri karlana Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, telur að leikurinn í kvöld þegar íslenska landsliðið getur komist langleiðina inn á EM með sigri á Bretum í London sé sá stærsti og mikilvægasti á ferlinum. 20. ágúst 2014 09:25 Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer Fyrirliðinn ánægður með Jón Arnór á æfingunni í London í kvöld. 19. ágúst 2014 22:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Margir yrðu hissa ef Ísland kæmist á EM Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson sáu til þess að Ísland saknaði ekki Jóns Arnórs Stefánssonar í sigrinum mikilvæga á Bretlandi í fyrrakvöld. 12. ágúst 2014 06:00 Pavel: Verðum að gleyma að Jón Arnór sé til Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum. 9. ágúst 2014 13:15 Hlynur fann út það eina jákvæða við fjarveru Jóns Arnórs Ísland mætir Bretlandi annað kvöld í fyrsta leiknum í undankeppni EM í körfu 2015. Hlynur Bæringsson fann út það eina jákvæða við fjarveru Jóns Arnórs. 9. ágúst 2014 10:00 Landsliðsmenn í körfubolta setja á sig svuntu á milli leikja Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij opna á næstu vikum kjöt- og fiskbúð í miðbæ Reykjavíkur og ætla setja á sig svuntu á milli leikja. 7. ágúst 2014 14:00 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. 11. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Hlynur: Síðasta tækifærið fyrir okkur eldri karlana Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, telur að leikurinn í kvöld þegar íslenska landsliðið getur komist langleiðina inn á EM með sigri á Bretum í London sé sá stærsti og mikilvægasti á ferlinum. 20. ágúst 2014 09:25
Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer Fyrirliðinn ánægður með Jón Arnór á æfingunni í London í kvöld. 19. ágúst 2014 22:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30
Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00
Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45
Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47
Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41
Margir yrðu hissa ef Ísland kæmist á EM Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson sáu til þess að Ísland saknaði ekki Jóns Arnórs Stefánssonar í sigrinum mikilvæga á Bretlandi í fyrrakvöld. 12. ágúst 2014 06:00
Pavel: Verðum að gleyma að Jón Arnór sé til Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum. 9. ágúst 2014 13:15
Hlynur fann út það eina jákvæða við fjarveru Jóns Arnórs Ísland mætir Bretlandi annað kvöld í fyrsta leiknum í undankeppni EM í körfu 2015. Hlynur Bæringsson fann út það eina jákvæða við fjarveru Jóns Arnórs. 9. ágúst 2014 10:00
Landsliðsmenn í körfubolta setja á sig svuntu á milli leikja Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij opna á næstu vikum kjöt- og fiskbúð í miðbæ Reykjavíkur og ætla setja á sig svuntu á milli leikja. 7. ágúst 2014 14:00
Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08
Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. 11. ágúst 2014 14:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum