Lífið

Leigir út húsið á tvær milljónir nóttina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho ætlar að leigja út húsið sitt í Rio de Janeiro í Brasilíu á meðan á heimsmeistaramótinu í fótbolta stendur.

Hægt er að skoða húsið á síðu Airbnb og er það vægast sagt glæsilegt en Ronaldinho verður ekki í heimalandi sínu á meðan á mótinu stendur.

Nóttin í húsinu kostar fimmtán þúsund dollara, um tvær milljónir króna. Húsið er meðal annars búið fimm svefnherbergjum, fimm baðherbergjum, sundlaug, bíósal og vínkjallara.

Paradís.
Nóg pláss.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.