Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2014 13:30 Hlynur Bæringsson. Vísir/Vilhelm Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson áttu báðir frábæran leik og fengu báðir mikið hrós sem þeir áttu skilið en þegar ég fór að hugsa aðeins meira um leikinn þá kom aftur og aftur upp í hugann frammistaða eins manns. Ef það er einhver maður sem er táknmynd fyrir afrek litla Íslands að komast upp á stóra sviðið með risunum í evrópska körfuboltanum þá er það fyrirliðinn Hlynur Bæringsson. Hann er ekki einu sinni stærsti leikmaður liðsins en tekur að sér risavaxið hlutverk í glímu sinni við miðherja mótherjanna. Talandi um stórt íslenskt hjarta og íslenskan baráttuanda. Hlynur var jú bara eins og við þekkjum Hlyn en hversu magnað er að sjá það í hverjum leik. Fyrirliði liðsins berst fyrir hverju frákasti og hverjum sentímetra á móti risavöxnum leikmönnum mótherjanna. Hlynur var rosalegur í þessum mikilvæga leik við Breta. Hann var út um allt, var grimmur í fráköstum og hélt endalaust mörgum sóknum og vörnum á lífi með útsjónarsemi sinni og dugnaði. Hver mun einhvern tímann gleyma því þegar hann náði sóknarfrákasti og tókst að gefa frábæra stoðsendingu þrátt fyrir að skella með látum í gólfinu? Hver gleymir því þegar Hlynur meiddist illa á ökkla í lok leiks en ætlaði samt bara að harka að af sér? Íslenski víkingurinn á ótrúlega mikið í því að litla Ísland á möguleika gegn miklu hávaxnari liðum. Hann felur sentímetraskortinn af þvílíkri snilld að eftir er tekið í Evrópu. Hlynur Bæringsson skilar alltaf sínu og var kannski smá fórnarlamb þess á miðvikudagskvöldið. Hann er algjörlega ómissandi fyrir íslenska landsliðið. Því gætum við kynnst í lokaleiknum við Bosníu ef hann getur ekki verið með vegna meiðsla. Eftir því sem ég hugsaði meira um þennan sögulega leik í Koparhöllinni varð ég sannfærðari um það að við erum á leiðinni á EM af því að við eigum stærsta litla stóra mann í Evrópu. Það er og væri vissulega slæmt að vera án leikmanna eins og Jóns Arnórs, Harðar Axels, Loga Gunnars eða Hauks Helga en íslenska landsliðið er ekki í sama klassa án Hlyns Bæringssonar.Vísir/Vilhelm Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson áttu báðir frábæran leik og fengu báðir mikið hrós sem þeir áttu skilið en þegar ég fór að hugsa aðeins meira um leikinn þá kom aftur og aftur upp í hugann frammistaða eins manns. Ef það er einhver maður sem er táknmynd fyrir afrek litla Íslands að komast upp á stóra sviðið með risunum í evrópska körfuboltanum þá er það fyrirliðinn Hlynur Bæringsson. Hann er ekki einu sinni stærsti leikmaður liðsins en tekur að sér risavaxið hlutverk í glímu sinni við miðherja mótherjanna. Talandi um stórt íslenskt hjarta og íslenskan baráttuanda. Hlynur var jú bara eins og við þekkjum Hlyn en hversu magnað er að sjá það í hverjum leik. Fyrirliði liðsins berst fyrir hverju frákasti og hverjum sentímetra á móti risavöxnum leikmönnum mótherjanna. Hlynur var rosalegur í þessum mikilvæga leik við Breta. Hann var út um allt, var grimmur í fráköstum og hélt endalaust mörgum sóknum og vörnum á lífi með útsjónarsemi sinni og dugnaði. Hver mun einhvern tímann gleyma því þegar hann náði sóknarfrákasti og tókst að gefa frábæra stoðsendingu þrátt fyrir að skella með látum í gólfinu? Hver gleymir því þegar Hlynur meiddist illa á ökkla í lok leiks en ætlaði samt bara að harka að af sér? Íslenski víkingurinn á ótrúlega mikið í því að litla Ísland á möguleika gegn miklu hávaxnari liðum. Hann felur sentímetraskortinn af þvílíkri snilld að eftir er tekið í Evrópu. Hlynur Bæringsson skilar alltaf sínu og var kannski smá fórnarlamb þess á miðvikudagskvöldið. Hann er algjörlega ómissandi fyrir íslenska landsliðið. Því gætum við kynnst í lokaleiknum við Bosníu ef hann getur ekki verið með vegna meiðsla. Eftir því sem ég hugsaði meira um þennan sögulega leik í Koparhöllinni varð ég sannfærðari um það að við erum á leiðinni á EM af því að við eigum stærsta litla stóra mann í Evrópu. Það er og væri vissulega slæmt að vera án leikmanna eins og Jóns Arnórs, Harðar Axels, Loga Gunnars eða Hauks Helga en íslenska landsliðið er ekki í sama klassa án Hlyns Bæringssonar.Vísir/Vilhelm
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira