Framtíð íslensks sjávarútvegs Kolbeinn Árnason skrifar 28. apríl 2014 07:00 Enn á ný tröllríður umræða um veiðigjöld fjölmiðlum. Því miður virðist hún nú rétt eins og undanfarin ár aðallega snúast um hvort gjöldin séu of há eða lág. Undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar á að leggja sitt til samfélagsins en það skiptir máli að vandað sé til verka til að ekki sé grafið undan því sem vel hefur verið gert. Sú tillaga sem sett hefur verið fram um veiðigjöld næsta árs virðist ekki byggjast á nokkurri greiningu á því hvað sjávarútvegurinn þoli í gjaldtöku, hvaða áhrif aðferðin mun hafa á fyrirtæki og byggðarlög eða sýn á það hvernig ríkisstjórnin vill að þessi grundvallaratvinnuvegur þróist. Í stað þess að stökkva út í drullupollinn og tala um fjárhæð þessa gjalds vildi ég í þessum stutta pistli reyna að hefja þá umræðu sem þarf að fara fram um þessa gjaldtöku sem hluta af heildstæðu kerfi sem búa þarf sjávarútveginum til framtíðar þannig að við getum áfram verið stolt af því að á Íslandi sé rekinn sjávarútvegur sem sé í fremstu röð í heiminum. Umræðu um það hvernig við viljum sjá atvinnugreinina þróast til framtíðar þannig að hún geti áfram skilað sem mestu til samfélagsins alls í formi gjaldeyristekna, launagreiðslna, skatttekna, þróunar þjónustugreina eins og flutninga og fjármögnunar, menntunar og nýsköpunar, þar sem umhverfismál eru í forgrunni. Sjávarútvegurinn er að þróast á miklum hraða í að verða þekkingargrein þar sem forskot og forusta á sviði tækni og markaðssetningar skiptir miklu máli. Þessi þróun skapar tækifæri til að auka enn frekar þau verðmæti sem sjávarútvegurinn getur skilað beint og óbeint. Í þessu eru þó einnig áskoranir því við erum ekki ein um að eygja þessa möguleika heldur gera okkar helstu samkeppnislönd það líka. Við sjáum það nú á sífellt harðnandi samkeppni við til að mynda Noreg og Rússland á mörkuðum sem við höfum hingað til verið í forustu á. Ég hvet til þess að lagt verði í vinnu við greiningu á þessum tækifærum og áskorunum svo mögulegt sé að ræða af yfirvegun hvert við viljum að sjávarútvegur á Íslandi stefni, hvort ekki sé samstaða um að við eigum að efla hann þannig að hann verði áfram í fremstu röð og færi íslensku samfélagi þar með auknar tekjur. Sem hluta af þessari umræðu er eðlilegt að fjárhæð veiðigjalda og sú aðferðafræði sem notuð er við álagningu þeirra verði rædd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Enn á ný tröllríður umræða um veiðigjöld fjölmiðlum. Því miður virðist hún nú rétt eins og undanfarin ár aðallega snúast um hvort gjöldin séu of há eða lág. Undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar á að leggja sitt til samfélagsins en það skiptir máli að vandað sé til verka til að ekki sé grafið undan því sem vel hefur verið gert. Sú tillaga sem sett hefur verið fram um veiðigjöld næsta árs virðist ekki byggjast á nokkurri greiningu á því hvað sjávarútvegurinn þoli í gjaldtöku, hvaða áhrif aðferðin mun hafa á fyrirtæki og byggðarlög eða sýn á það hvernig ríkisstjórnin vill að þessi grundvallaratvinnuvegur þróist. Í stað þess að stökkva út í drullupollinn og tala um fjárhæð þessa gjalds vildi ég í þessum stutta pistli reyna að hefja þá umræðu sem þarf að fara fram um þessa gjaldtöku sem hluta af heildstæðu kerfi sem búa þarf sjávarútveginum til framtíðar þannig að við getum áfram verið stolt af því að á Íslandi sé rekinn sjávarútvegur sem sé í fremstu röð í heiminum. Umræðu um það hvernig við viljum sjá atvinnugreinina þróast til framtíðar þannig að hún geti áfram skilað sem mestu til samfélagsins alls í formi gjaldeyristekna, launagreiðslna, skatttekna, þróunar þjónustugreina eins og flutninga og fjármögnunar, menntunar og nýsköpunar, þar sem umhverfismál eru í forgrunni. Sjávarútvegurinn er að þróast á miklum hraða í að verða þekkingargrein þar sem forskot og forusta á sviði tækni og markaðssetningar skiptir miklu máli. Þessi þróun skapar tækifæri til að auka enn frekar þau verðmæti sem sjávarútvegurinn getur skilað beint og óbeint. Í þessu eru þó einnig áskoranir því við erum ekki ein um að eygja þessa möguleika heldur gera okkar helstu samkeppnislönd það líka. Við sjáum það nú á sífellt harðnandi samkeppni við til að mynda Noreg og Rússland á mörkuðum sem við höfum hingað til verið í forustu á. Ég hvet til þess að lagt verði í vinnu við greiningu á þessum tækifærum og áskorunum svo mögulegt sé að ræða af yfirvegun hvert við viljum að sjávarútvegur á Íslandi stefni, hvort ekki sé samstaða um að við eigum að efla hann þannig að hann verði áfram í fremstu röð og færi íslensku samfélagi þar með auknar tekjur. Sem hluta af þessari umræðu er eðlilegt að fjárhæð veiðigjalda og sú aðferðafræði sem notuð er við álagningu þeirra verði rædd.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar