Laugardalslaug lokað vegna óláta Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 28. apríl 2014 16:30 „Svona hefur aldrei gerst áður og þetta er alveg ömurlegt, bæði fyrir sundlaugaverðina og aðra gesti laugarinnar,“ segir Logi. VÍSIR/STEFÁN Laugardalslaug var lokað í um fimmtán mínútur á laugardaginn var vegna óláta ungra manna sem voru gestir í lauginni. Nokkrir hafa haft samband við fréttastofu vegna þess en þeim þótti óljóst hvað gerst hefði. Gestum sundlaugarinnar var tilkynnt í gegnum hátalarakerfi laugarinnar að sundlaugaverðir treystu sér ekki til að tryggja öryggi þeirra og voru þeir beðnir um að fara upp úr lauginni. „Það voru nokkrir ungir menn með ólæti. Þeir voru að hoppa út í laugina þar sem fólk var að synda sem dæmi og að stífla rennibrautina. Það getur verið stórhættulegt og ollið örkumli fyrir þann sem lendir á einhverjum sem er stopp,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður sundlaugarinnar. „Þeir voru síðan með almennt virðingarleysi og hlýddu engum fyrirmælum.“ Lögreglan var kölluð til og ræddi við mennina. „Svona hefur aldrei gerst áður og þetta er alveg ömurlegt, bæði fyrir sundlaugaverðina og aðra gesti laugarinnar,“ segir Logi. „Hér var full laug af fólki sem var að njóta góða veðursins og friðsældarinnar. Það er ekki skrítið að fólk sem ekki sá hvað var í gangi hafi orðið hissa.“ Farið hefur verið yfir málið og segir Logi öryggisverðina hafa brugðist hárrétt við. „Við erum með reglur um fjölda starfsmanna sem þurfa að vera til taks og kunna skyndihjálp.“ Gestir laugarinnar brugðist flestir vel við. Einhverjir voru ósáttir og var þeim boðið að koma aftur í sund sér að kostnaðarlausu. „Ef fleiri eru ósáttir geta þeir komið og fengið frítt ofan í,“ segir Logi. „Okkur þykir leiðinlegt að hafa þurft að gera þetta. En eftir að hafa farið yfir málið þá er ekki annað hægt en að hrósa sundlaugavörðunum.“ Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Laugardalslaug var lokað í um fimmtán mínútur á laugardaginn var vegna óláta ungra manna sem voru gestir í lauginni. Nokkrir hafa haft samband við fréttastofu vegna þess en þeim þótti óljóst hvað gerst hefði. Gestum sundlaugarinnar var tilkynnt í gegnum hátalarakerfi laugarinnar að sundlaugaverðir treystu sér ekki til að tryggja öryggi þeirra og voru þeir beðnir um að fara upp úr lauginni. „Það voru nokkrir ungir menn með ólæti. Þeir voru að hoppa út í laugina þar sem fólk var að synda sem dæmi og að stífla rennibrautina. Það getur verið stórhættulegt og ollið örkumli fyrir þann sem lendir á einhverjum sem er stopp,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður sundlaugarinnar. „Þeir voru síðan með almennt virðingarleysi og hlýddu engum fyrirmælum.“ Lögreglan var kölluð til og ræddi við mennina. „Svona hefur aldrei gerst áður og þetta er alveg ömurlegt, bæði fyrir sundlaugaverðina og aðra gesti laugarinnar,“ segir Logi. „Hér var full laug af fólki sem var að njóta góða veðursins og friðsældarinnar. Það er ekki skrítið að fólk sem ekki sá hvað var í gangi hafi orðið hissa.“ Farið hefur verið yfir málið og segir Logi öryggisverðina hafa brugðist hárrétt við. „Við erum með reglur um fjölda starfsmanna sem þurfa að vera til taks og kunna skyndihjálp.“ Gestir laugarinnar brugðist flestir vel við. Einhverjir voru ósáttir og var þeim boðið að koma aftur í sund sér að kostnaðarlausu. „Ef fleiri eru ósáttir geta þeir komið og fengið frítt ofan í,“ segir Logi. „Okkur þykir leiðinlegt að hafa þurft að gera þetta. En eftir að hafa farið yfir málið þá er ekki annað hægt en að hrósa sundlaugavörðunum.“
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira