Oliver Twist-kúrinn Kristinn Tryggvi Þorleifsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Maturinn sem börn í leikskólum í Reykjavík fá uppfyllir ekki opinber manneldismarkmið. Þetta hef ég sjálfur sannreynt með því að bera saman matseðla í leikskóla dóttur minnar og þau næringarviðmið sem finna má í Handbók fyrir leikskólaeldhús sem Lýðheilsustöð (nú Landlæknir) gefur út og matráðum leikskóla er ætlað að starfa eftir. Þetta hafa embættismenn Reykjavíkurborgar líka staðfest í samskiptum sínum við foreldraráð leikskólans Sunnufoldar í Grafarvogi. Upphæð til kaupa á hráefni á að vera um 250 kr. á barn á dag! Starfsfólk leikskólans Sunnufoldar hefur gert úttekt á þessu, en til þess að uppfylla manneldismarkmið þarf fjármagn til hráefnisinnkaupa að vera um 415 kr. á barn á dag. Þennan mun þarf að brúa. Þess vegna skýtur það skökku við, að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem var lögð fram í síðustu viku sé gert ráð fyrir 7,5% lækkun vegna hráefniskaupa í mötuneytum leikskóla. Ef þetta gengur eftir þá verður 36 milljónum kr. minna eytt í mat handa leikskólabörnum í Reykjavík á næsta ári. Þessari lækkun verður náð fram með hagræðingu er sagt. Það er sjálfsagt að fara vel með opinbert fé, en af hverju mega ekki leikskólabörnin njóta góðs af hagræðingunni í betri mat? „Hvar vilt þú skera niður til að börnin fái að borða?“ gæti einhver spurt. Svarið er augljóslega: „Hvar sem er annars staðar.“ Við getum ekki ákveðið það bara sisona að víkja frá opinberum manneldismarkmiðum, sérstaklega ekki þegar börn eiga í hlut. Um þetta höfum við eiginlega ekkert val. Foreldrar borga fyrir mat barnanna með leikskólagjöldum, sem samanstanda af námsgjaldi og fæðisgjaldi. Nú er lagt til að lækka námsgjald í leikskólum. Liggur þá ekki beint við að hækka fæðisgjaldið á móti þannig að við getum bætt matinn í leikskólanum? Eru borgarfulltrúar tilbúnir til þess að styðja þá hugmynd? Það er kannski of djúpt í árinni tekið að segja sem svo að verið sé að innleiða „Oliver Twist-kúrinn“ í leikskólum í Reykjavík, en ef það væri hið yfirlýsta markmið þá mundi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 teljast „skref í rétta átt“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Maturinn sem börn í leikskólum í Reykjavík fá uppfyllir ekki opinber manneldismarkmið. Þetta hef ég sjálfur sannreynt með því að bera saman matseðla í leikskóla dóttur minnar og þau næringarviðmið sem finna má í Handbók fyrir leikskólaeldhús sem Lýðheilsustöð (nú Landlæknir) gefur út og matráðum leikskóla er ætlað að starfa eftir. Þetta hafa embættismenn Reykjavíkurborgar líka staðfest í samskiptum sínum við foreldraráð leikskólans Sunnufoldar í Grafarvogi. Upphæð til kaupa á hráefni á að vera um 250 kr. á barn á dag! Starfsfólk leikskólans Sunnufoldar hefur gert úttekt á þessu, en til þess að uppfylla manneldismarkmið þarf fjármagn til hráefnisinnkaupa að vera um 415 kr. á barn á dag. Þennan mun þarf að brúa. Þess vegna skýtur það skökku við, að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem var lögð fram í síðustu viku sé gert ráð fyrir 7,5% lækkun vegna hráefniskaupa í mötuneytum leikskóla. Ef þetta gengur eftir þá verður 36 milljónum kr. minna eytt í mat handa leikskólabörnum í Reykjavík á næsta ári. Þessari lækkun verður náð fram með hagræðingu er sagt. Það er sjálfsagt að fara vel með opinbert fé, en af hverju mega ekki leikskólabörnin njóta góðs af hagræðingunni í betri mat? „Hvar vilt þú skera niður til að börnin fái að borða?“ gæti einhver spurt. Svarið er augljóslega: „Hvar sem er annars staðar.“ Við getum ekki ákveðið það bara sisona að víkja frá opinberum manneldismarkmiðum, sérstaklega ekki þegar börn eiga í hlut. Um þetta höfum við eiginlega ekkert val. Foreldrar borga fyrir mat barnanna með leikskólagjöldum, sem samanstanda af námsgjaldi og fæðisgjaldi. Nú er lagt til að lækka námsgjald í leikskólum. Liggur þá ekki beint við að hækka fæðisgjaldið á móti þannig að við getum bætt matinn í leikskólanum? Eru borgarfulltrúar tilbúnir til þess að styðja þá hugmynd? Það er kannski of djúpt í árinni tekið að segja sem svo að verið sé að innleiða „Oliver Twist-kúrinn“ í leikskólum í Reykjavík, en ef það væri hið yfirlýsta markmið þá mundi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 teljast „skref í rétta átt“.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar