Oliver Twist-kúrinn Kristinn Tryggvi Þorleifsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Maturinn sem börn í leikskólum í Reykjavík fá uppfyllir ekki opinber manneldismarkmið. Þetta hef ég sjálfur sannreynt með því að bera saman matseðla í leikskóla dóttur minnar og þau næringarviðmið sem finna má í Handbók fyrir leikskólaeldhús sem Lýðheilsustöð (nú Landlæknir) gefur út og matráðum leikskóla er ætlað að starfa eftir. Þetta hafa embættismenn Reykjavíkurborgar líka staðfest í samskiptum sínum við foreldraráð leikskólans Sunnufoldar í Grafarvogi. Upphæð til kaupa á hráefni á að vera um 250 kr. á barn á dag! Starfsfólk leikskólans Sunnufoldar hefur gert úttekt á þessu, en til þess að uppfylla manneldismarkmið þarf fjármagn til hráefnisinnkaupa að vera um 415 kr. á barn á dag. Þennan mun þarf að brúa. Þess vegna skýtur það skökku við, að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem var lögð fram í síðustu viku sé gert ráð fyrir 7,5% lækkun vegna hráefniskaupa í mötuneytum leikskóla. Ef þetta gengur eftir þá verður 36 milljónum kr. minna eytt í mat handa leikskólabörnum í Reykjavík á næsta ári. Þessari lækkun verður náð fram með hagræðingu er sagt. Það er sjálfsagt að fara vel með opinbert fé, en af hverju mega ekki leikskólabörnin njóta góðs af hagræðingunni í betri mat? „Hvar vilt þú skera niður til að börnin fái að borða?“ gæti einhver spurt. Svarið er augljóslega: „Hvar sem er annars staðar.“ Við getum ekki ákveðið það bara sisona að víkja frá opinberum manneldismarkmiðum, sérstaklega ekki þegar börn eiga í hlut. Um þetta höfum við eiginlega ekkert val. Foreldrar borga fyrir mat barnanna með leikskólagjöldum, sem samanstanda af námsgjaldi og fæðisgjaldi. Nú er lagt til að lækka námsgjald í leikskólum. Liggur þá ekki beint við að hækka fæðisgjaldið á móti þannig að við getum bætt matinn í leikskólanum? Eru borgarfulltrúar tilbúnir til þess að styðja þá hugmynd? Það er kannski of djúpt í árinni tekið að segja sem svo að verið sé að innleiða „Oliver Twist-kúrinn“ í leikskólum í Reykjavík, en ef það væri hið yfirlýsta markmið þá mundi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 teljast „skref í rétta átt“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Maturinn sem börn í leikskólum í Reykjavík fá uppfyllir ekki opinber manneldismarkmið. Þetta hef ég sjálfur sannreynt með því að bera saman matseðla í leikskóla dóttur minnar og þau næringarviðmið sem finna má í Handbók fyrir leikskólaeldhús sem Lýðheilsustöð (nú Landlæknir) gefur út og matráðum leikskóla er ætlað að starfa eftir. Þetta hafa embættismenn Reykjavíkurborgar líka staðfest í samskiptum sínum við foreldraráð leikskólans Sunnufoldar í Grafarvogi. Upphæð til kaupa á hráefni á að vera um 250 kr. á barn á dag! Starfsfólk leikskólans Sunnufoldar hefur gert úttekt á þessu, en til þess að uppfylla manneldismarkmið þarf fjármagn til hráefnisinnkaupa að vera um 415 kr. á barn á dag. Þennan mun þarf að brúa. Þess vegna skýtur það skökku við, að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem var lögð fram í síðustu viku sé gert ráð fyrir 7,5% lækkun vegna hráefniskaupa í mötuneytum leikskóla. Ef þetta gengur eftir þá verður 36 milljónum kr. minna eytt í mat handa leikskólabörnum í Reykjavík á næsta ári. Þessari lækkun verður náð fram með hagræðingu er sagt. Það er sjálfsagt að fara vel með opinbert fé, en af hverju mega ekki leikskólabörnin njóta góðs af hagræðingunni í betri mat? „Hvar vilt þú skera niður til að börnin fái að borða?“ gæti einhver spurt. Svarið er augljóslega: „Hvar sem er annars staðar.“ Við getum ekki ákveðið það bara sisona að víkja frá opinberum manneldismarkmiðum, sérstaklega ekki þegar börn eiga í hlut. Um þetta höfum við eiginlega ekkert val. Foreldrar borga fyrir mat barnanna með leikskólagjöldum, sem samanstanda af námsgjaldi og fæðisgjaldi. Nú er lagt til að lækka námsgjald í leikskólum. Liggur þá ekki beint við að hækka fæðisgjaldið á móti þannig að við getum bætt matinn í leikskólanum? Eru borgarfulltrúar tilbúnir til þess að styðja þá hugmynd? Það er kannski of djúpt í árinni tekið að segja sem svo að verið sé að innleiða „Oliver Twist-kúrinn“ í leikskólum í Reykjavík, en ef það væri hið yfirlýsta markmið þá mundi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 teljast „skref í rétta átt“.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun