Öpp sem einfalda lífið 24. október 2014 15:00 Þjáist þú af valkvíða? Er ekkert skipulag á óskipulaginu? Áttu það til að villast í stórborgum? Gleymir þú innkaupalistanum heima? Ertu búinn að gefast upp á að leita að draumaflíkinni? Ef svarið við einhverri af þessum spurningum var já, þá ertu á réttum stað. Vísir tók saman átta öpp sem gætu bjargað þér á ögurstundu, eða bara hjálpað þér að leysa úr lúxusvandamálunum dagsins. Urban Dictionary Ha? Hvað? Bro? Ertu farinn að halda að barnið þitt tali annað tungumál? Ertu að vinna með tvítugum krökkum sem tala bara í stikkorðum? Skilur þú ekki helminginn af því sem börnin þín skrifa á Facebook eða lesa á Tumblr? Urban dictionary kemur þá til bjargar. Öll nýyrðin og stikkorðin sem þig vantar. Frítt og fáanlegt hér fyrir Android og hér fyrir iphone Tie Right Ertu að fara í brúðkaup? Er fyrsta stefnumótið í kvöld? Nú eða er tengdó að bjóða þér í mat í fyrsta sinn? Hljóma orð eins og Windsor, Hálfur Windsor og „The Four In Hand Knot“ líkt og geimvísindi í þínum eyrum? Tie right kennir þér á einfaldan og snjallan hátt hvernig þú átt að hnýta bindishnúta og slaufur, líkt og þú hafir aldrei gert neitt annað. Kostar 0,99$. Fæst hér fyrir iPhone og samskonar hér fyrir Android.iStudiez Október er að klárast, það styttist óðum í jólaprófin og þú hefur ekki hugmynd um hvar skóladagbókin er. Hvað þá námsáætlunin. Ekki örvænta, Það er ekki orðið of seint að girða sig í brók og taka námið og skipulagið með trompi! Þú getur hætt að kenna hundinum þínum um léleg verkefnaskil, iStudiez tekur skipulagið þitt í nýjar hæðir. Fæst hér fyrir iPhone og hér er samskonar fyrir Android. Er frítt en hægt að uppfæra í pro fyrir 2.99$.The Hunt Æ, varstu að horfa á þátt og getur ekki hætt að hugsa um jakkann sem aðalpersónan var í? Eða sástu kjól á Pinterest sem þú bara verður að eignast! Ekkert mál, taktu mynd af flíkinni, settu hana inn í appið og þú færð að vita hvar þú getur eignast draumaflíkina. Það er svo gott að geta leyst þessi lúxusvandamál á auðveldan hátt. Frítt og fæst hér fyrir iPhone og hér er samskonar fyrir Android. Ulmon-LondonUlmon Þegar þú ert í Róm þá áttu að vera upptekinn af því að njóta, en ekki villast. Í París áttu að skoða Sacré Cœur, ekki eyða deginum í að leita að henni. Ulmon er besti ferðafélagi sem þú munt nokkurn tíma eignast. Þú velur þinn áfangastað og færð GPS, leitarvél, neðanjarðarlestakort og fleira í einu appi. Mundu bara að sækja appið áður en þú ferð og pinna niður áhugaverða staði. Og já, það virkar án netsambands. Vísir gefur þessu appi fullt hús stiga. Frítt og fæst hér fyrir iPhone og hér fyrir Android. iChooseiChoose færðu valkvíða í matvöruversluninni? Er erfitt að velja númer af handahófi? Rautt eða blátt? París eða London? Þetta app gefur þér svör við þessu öllu. Já eða nei, velur tölu frá 1-10 og svarar þér hvort pitsa eða sushi er málið í kvöldmatinn. Og að sjálfsögu er skæri blað steinn í appinu líka, hvað annað! Frítt og fæst hér fyrir iPhone og hér er samskonar fyrir Android. PhotomathPhotomath Ertu að reikna? Gleymdu gamla góða Casio, hér erum við að tala um myndavélavasareikni. Ertu ekki viss um að X sé jafnt og tveir? Er barnið þitt að læra heima og spyr þig hvort svarið við dæminu sé rétt og þú hefur ekki hugmynd um það? Photomath tekur mynd af reikningsdæminu og skilar þér réttu svari á augabragði og þú virkar skarpari en skólakrakki. Allir glaðir. Eitt vinsælasta appið í dag. Frítt og fæst hér fyrir iPhone og er á leiðinni fyrir Android. ShopShopShopshop Viðurkenndu það bara. Þú gleymir alltaf innkaupalistanum heima. Hins vegar gleymir þú aldrei símanum. Þú skrifar innkaupalistann heima í appið og strikar svo vörurnar út af listanum jafnóðum. Ef það liggur þannig á þér þá máttu líka hrista símann til að hreinsa listann. Pör geta deilt innkaupalista og jafnvel bætt á hann á meðan hitt er að versla. Hins vegar má deila um hversu sniðugt það er. Frítt og fæst hér fyrir iPhone og hér er samskonar fyrir Android Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
Þjáist þú af valkvíða? Er ekkert skipulag á óskipulaginu? Áttu það til að villast í stórborgum? Gleymir þú innkaupalistanum heima? Ertu búinn að gefast upp á að leita að draumaflíkinni? Ef svarið við einhverri af þessum spurningum var já, þá ertu á réttum stað. Vísir tók saman átta öpp sem gætu bjargað þér á ögurstundu, eða bara hjálpað þér að leysa úr lúxusvandamálunum dagsins. Urban Dictionary Ha? Hvað? Bro? Ertu farinn að halda að barnið þitt tali annað tungumál? Ertu að vinna með tvítugum krökkum sem tala bara í stikkorðum? Skilur þú ekki helminginn af því sem börnin þín skrifa á Facebook eða lesa á Tumblr? Urban dictionary kemur þá til bjargar. Öll nýyrðin og stikkorðin sem þig vantar. Frítt og fáanlegt hér fyrir Android og hér fyrir iphone Tie Right Ertu að fara í brúðkaup? Er fyrsta stefnumótið í kvöld? Nú eða er tengdó að bjóða þér í mat í fyrsta sinn? Hljóma orð eins og Windsor, Hálfur Windsor og „The Four In Hand Knot“ líkt og geimvísindi í þínum eyrum? Tie right kennir þér á einfaldan og snjallan hátt hvernig þú átt að hnýta bindishnúta og slaufur, líkt og þú hafir aldrei gert neitt annað. Kostar 0,99$. Fæst hér fyrir iPhone og samskonar hér fyrir Android.iStudiez Október er að klárast, það styttist óðum í jólaprófin og þú hefur ekki hugmynd um hvar skóladagbókin er. Hvað þá námsáætlunin. Ekki örvænta, Það er ekki orðið of seint að girða sig í brók og taka námið og skipulagið með trompi! Þú getur hætt að kenna hundinum þínum um léleg verkefnaskil, iStudiez tekur skipulagið þitt í nýjar hæðir. Fæst hér fyrir iPhone og hér er samskonar fyrir Android. Er frítt en hægt að uppfæra í pro fyrir 2.99$.The Hunt Æ, varstu að horfa á þátt og getur ekki hætt að hugsa um jakkann sem aðalpersónan var í? Eða sástu kjól á Pinterest sem þú bara verður að eignast! Ekkert mál, taktu mynd af flíkinni, settu hana inn í appið og þú færð að vita hvar þú getur eignast draumaflíkina. Það er svo gott að geta leyst þessi lúxusvandamál á auðveldan hátt. Frítt og fæst hér fyrir iPhone og hér er samskonar fyrir Android. Ulmon-LondonUlmon Þegar þú ert í Róm þá áttu að vera upptekinn af því að njóta, en ekki villast. Í París áttu að skoða Sacré Cœur, ekki eyða deginum í að leita að henni. Ulmon er besti ferðafélagi sem þú munt nokkurn tíma eignast. Þú velur þinn áfangastað og færð GPS, leitarvél, neðanjarðarlestakort og fleira í einu appi. Mundu bara að sækja appið áður en þú ferð og pinna niður áhugaverða staði. Og já, það virkar án netsambands. Vísir gefur þessu appi fullt hús stiga. Frítt og fæst hér fyrir iPhone og hér fyrir Android. iChooseiChoose færðu valkvíða í matvöruversluninni? Er erfitt að velja númer af handahófi? Rautt eða blátt? París eða London? Þetta app gefur þér svör við þessu öllu. Já eða nei, velur tölu frá 1-10 og svarar þér hvort pitsa eða sushi er málið í kvöldmatinn. Og að sjálfsögu er skæri blað steinn í appinu líka, hvað annað! Frítt og fæst hér fyrir iPhone og hér er samskonar fyrir Android. PhotomathPhotomath Ertu að reikna? Gleymdu gamla góða Casio, hér erum við að tala um myndavélavasareikni. Ertu ekki viss um að X sé jafnt og tveir? Er barnið þitt að læra heima og spyr þig hvort svarið við dæminu sé rétt og þú hefur ekki hugmynd um það? Photomath tekur mynd af reikningsdæminu og skilar þér réttu svari á augabragði og þú virkar skarpari en skólakrakki. Allir glaðir. Eitt vinsælasta appið í dag. Frítt og fæst hér fyrir iPhone og er á leiðinni fyrir Android. ShopShopShopshop Viðurkenndu það bara. Þú gleymir alltaf innkaupalistanum heima. Hins vegar gleymir þú aldrei símanum. Þú skrifar innkaupalistann heima í appið og strikar svo vörurnar út af listanum jafnóðum. Ef það liggur þannig á þér þá máttu líka hrista símann til að hreinsa listann. Pör geta deilt innkaupalista og jafnvel bætt á hann á meðan hitt er að versla. Hins vegar má deila um hversu sniðugt það er. Frítt og fæst hér fyrir iPhone og hér er samskonar fyrir Android
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira