Fyrsta samkynja dansparið til að keppa fyrir Íslands hönd Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2014 15:30 Margrét Sigurðardóttir. vísir/arnþór „Ég heyrði fyrst um keppnina árið 2009 og það hefur verið draumur minn að taka þátt allar götur síðan. Ég elska að dansa fyrst og fremst en mér finnst líka pínulítið fyndið að taka þátt,“ segir Margrét Sigurðardóttir. Hún og frænka hennar, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, eru í viðtali á vefsíðunni Gay Iceland en þær eru fyrsta samkynja dansparið til að keppa fyrir Íslands hönd í fullorðinsflokki í dansi á Evrópuleikunum á næsta ári. Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem Íslendingar keppa í dansi á Evrópuleikunum, sem er stærsti íþróttaviðburðurinn í samfélagi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Margrét er fyrrverandi fótboltakona en Sigrún æfði samhæfðan skautadans. Þó þeim finnist þátttaka í Evrópuleikunum fyndin taka þær keppnina afar alvarlega. „Við erum búnar að ráða einn besta dansþjálfara á þessu sviði á Íslandi. Hún heitir Elísabet Sif Haraldsdóttir og býr sem stendur í Kanada. Við ákváðum að fá alvöru þjálfara. Einhvern sem gæti skilað okkur árangri. Við ætlum í úrslit!“ segir Sigrún. „Það er eina leiðin til að gera þetta. Maður setur takmörkin ekki lágt, það leiðir ekki til velgengni,“ bætir frænka hennar við. „Við elskum áskoranir. Við viljum keppa við hæfileikaríkt fólk,“ segir Sigrún og hlær en Margrét bætir við að henni finnist markmið þeirra raunhæf. Þær ætla að keppa í latindönsum á leikunum og dansa Cha cha, Jive, Rúmbu, Samba og Paso doble. Margrét hefur aldrei æft dans þó hún hafi farið á nokkur námskeið, bæði hér heima og í Ástralíu þar sem hún bjó. „Það eru næstum því tuttugu ár síðan ég hætti í samkvæmis- og latindönsum,“ segir Sigrún. „En þú byrjaðir að æfa dans þegar þú varst fjögurra ára!“ bætir frænka hennar við. Hún valdi að dansa með Sigrúnu því hún er atvinnumaður. „Maður þarf að hugsa: Hvernig skara ég fram úr? Og ég hugsaði: Ég þarf að para mig saman við einhvern sem er mjög hæfileikaríkur. Við erum ekki að keppa til að fíflast. Þetta er áskorun. Fyrir mig, að minnsta kosti. Ég hef aldrei keppt í dansi áður.“Hér má lesa viðtalið við frænkurnar í heild sinni. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira
„Ég heyrði fyrst um keppnina árið 2009 og það hefur verið draumur minn að taka þátt allar götur síðan. Ég elska að dansa fyrst og fremst en mér finnst líka pínulítið fyndið að taka þátt,“ segir Margrét Sigurðardóttir. Hún og frænka hennar, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, eru í viðtali á vefsíðunni Gay Iceland en þær eru fyrsta samkynja dansparið til að keppa fyrir Íslands hönd í fullorðinsflokki í dansi á Evrópuleikunum á næsta ári. Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem Íslendingar keppa í dansi á Evrópuleikunum, sem er stærsti íþróttaviðburðurinn í samfélagi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Margrét er fyrrverandi fótboltakona en Sigrún æfði samhæfðan skautadans. Þó þeim finnist þátttaka í Evrópuleikunum fyndin taka þær keppnina afar alvarlega. „Við erum búnar að ráða einn besta dansþjálfara á þessu sviði á Íslandi. Hún heitir Elísabet Sif Haraldsdóttir og býr sem stendur í Kanada. Við ákváðum að fá alvöru þjálfara. Einhvern sem gæti skilað okkur árangri. Við ætlum í úrslit!“ segir Sigrún. „Það er eina leiðin til að gera þetta. Maður setur takmörkin ekki lágt, það leiðir ekki til velgengni,“ bætir frænka hennar við. „Við elskum áskoranir. Við viljum keppa við hæfileikaríkt fólk,“ segir Sigrún og hlær en Margrét bætir við að henni finnist markmið þeirra raunhæf. Þær ætla að keppa í latindönsum á leikunum og dansa Cha cha, Jive, Rúmbu, Samba og Paso doble. Margrét hefur aldrei æft dans þó hún hafi farið á nokkur námskeið, bæði hér heima og í Ástralíu þar sem hún bjó. „Það eru næstum því tuttugu ár síðan ég hætti í samkvæmis- og latindönsum,“ segir Sigrún. „En þú byrjaðir að æfa dans þegar þú varst fjögurra ára!“ bætir frænka hennar við. Hún valdi að dansa með Sigrúnu því hún er atvinnumaður. „Maður þarf að hugsa: Hvernig skara ég fram úr? Og ég hugsaði: Ég þarf að para mig saman við einhvern sem er mjög hæfileikaríkur. Við erum ekki að keppa til að fíflast. Þetta er áskorun. Fyrir mig, að minnsta kosti. Ég hef aldrei keppt í dansi áður.“Hér má lesa viðtalið við frænkurnar í heild sinni.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira