Esja Gæðafæði hefur innkallað matvöru af markaði í samráði við Matvælastofnun, vegna vanmerkinga. Um er að ræða tilbúna lasagnarétti sem innihalda ofnæmis- og óþolsvald án þess að það komi fram í innihaldslýsingu.
Ekki stendur í innihaldslýsingu vörunnar að hveiti sé í lasagnablöðum.
Samkvæmt tilkynningu frá Esju segir að um tvær vörur sé að ræða. Annarsvegar hefðbundið Lasagna og Mexíkó lasagna með síðustu framleiðsludögum frá 11/04 til 16/04 2014.
Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Þeir sem eiga þessar vörur geta skilað þeim til Esju Gæðafæðis.
Esja innkallar lasagna vegna merkinga
Samúel Karl Ólason skrifar
