Opið verður í Bláfjöllum í dag frá klukkan 10-17. Færi og veður er gott, logn og sjö stiga frost. Frítt verður í grunnskíðakennslu frá klukkan 11-15.
Skíðasvæðið á Dalvík verður einnig opið í dag frá klukkan 11 til 16. Hiti er í kringum frostmark, gola og lítils háttar éljagangur. Snjór er nægur og færi gott.
Þá verður skíðasvæðið í Tindastól opið frá klukkan 11 til 16. Nægur snjór er handa öllum og enn bætir í hann. Þriggja gráðu frost og skýjað.
Sömu sögu er að segja af Hlíðarfjalli sem verður opið í dag frá klukkan 10-16. Snjó hefur kyngt niður og er færi gott. Skíða- og snjóbrettaskólinn verður á sínum stað frá klukkan 10-14.
Skíðasvæði opin í dag
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
