Ragga Nagli birtir mynd af slitum á rassi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. desember 2014 10:14 Hér má sjá afturenda Naglans. Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem gengur helst undir nafninu Ragga Nagli, birti í gærkvöldi mynd af afturenda sínum á Facebook. Tilgangurinn er að fá fólk til þess að elska sjálft sig eins og það er:„Elskaðu þig eins og þú ert. Þú ert alveg nóg,“ skrifar hún á Facebook síðu sína. Ragga telur líklegt að einhverjum sem sitja heima fallist hendur þegar þeir sjá myndir af stæltu fólki á samfélagsmiðlum. Hún, sem er sjálf í góðu formi, vill með pistlinum varpa ljósi á hvernig hlutirnir eru í raun og veru:„Það gubbast fílteraðar og sjoppaðar sjálfsmellur af samfélagsmiðlunum, brúnkaðir skrokkar í útpældum stellingum í hárréttri lýsingu. Í svekkelsi klípum við í okkar mjúka kvið og fárumst yfir gatslitnum, næpuhvítum lærum og rassi.Þetta fólk á skjánum hlýtur að vera af æðri kynstofni og frá toppi til táar er húðin spegilslétt eins og silkisloppur úr Verðlistanum.Naglinn er ekki fullkomin, langt í frá. Eins og vegahandbók með slitför upp og niður læri, rass og langt upp á mjaðmir. Naglinn er líka með gatslitin tepokabrjóst, stórt nef og veðurbarðar kinnar.“ Ragga vill minna fólk á hvað hún telur vera mikilvægast í lífinu; að vera til staðar fyrir sína nánustu:Hér má sjá Röggu Nagla.„Að vera góð eiginkona, systir, dóttir, vinkona, frænka er það sem skilgreinir Naglann. Að vera góður sálfræðingur, þjálfari, fyrirmynd og talskona heilsunnar. Að vera hraust og heilbrigð og reyna sitt besta hvern einasta dag og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Að borða hollt en gúlla sukk með reglulegu millibili. Að rífa í stál og hrista skankana. Það er það sem gerir Naglann að þeirri manneskju sem hún vill vera. Ekki líkaminn. Ekki útlitið. Ekki húðslit eða fitupokar á læri.“ Hún segir slit ekki vera af hinu góða, heldur vera mikilvæg til að minna okkur á hið liðna:„Hvert slit er minnisvarði. Hvort sem það er að hafa komið manneskju í heiminn, bráðþroski unglingsára, eða dagar víns og rósa. Það er lífsreynsla sem er vörðuð á skrokkinn á þér.“ Myndin, í bland við pistil Röggu, hefur vakið mikla athygli. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa smellt á „like-takkann“, tæplega 150 manns deilt og við myndina eru á annað hundrað athugasemdir, allar jákvæðar þar sem henni er þakkað fyrir að opna sig á þennan hátt. Ragga segir það þó ekki hafa verið auðvelda ákvörðun, að birta mynd af slitnum afturendanum:„Það tók marga, marga daga af innri rökræðum að ákveða að pósta þessari mynd en lét loks vaða, því það er Naglanum mikil ástríða að sýna að við erum öll mannleg. Líka ræktarrottur sem pósta aðallega sperrtum byssum og horuðum snæðingum.“Hér að neðan má sjá pistilinn í heild sinni. Post by Ragga Nagli. Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira
Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem gengur helst undir nafninu Ragga Nagli, birti í gærkvöldi mynd af afturenda sínum á Facebook. Tilgangurinn er að fá fólk til þess að elska sjálft sig eins og það er:„Elskaðu þig eins og þú ert. Þú ert alveg nóg,“ skrifar hún á Facebook síðu sína. Ragga telur líklegt að einhverjum sem sitja heima fallist hendur þegar þeir sjá myndir af stæltu fólki á samfélagsmiðlum. Hún, sem er sjálf í góðu formi, vill með pistlinum varpa ljósi á hvernig hlutirnir eru í raun og veru:„Það gubbast fílteraðar og sjoppaðar sjálfsmellur af samfélagsmiðlunum, brúnkaðir skrokkar í útpældum stellingum í hárréttri lýsingu. Í svekkelsi klípum við í okkar mjúka kvið og fárumst yfir gatslitnum, næpuhvítum lærum og rassi.Þetta fólk á skjánum hlýtur að vera af æðri kynstofni og frá toppi til táar er húðin spegilslétt eins og silkisloppur úr Verðlistanum.Naglinn er ekki fullkomin, langt í frá. Eins og vegahandbók með slitför upp og niður læri, rass og langt upp á mjaðmir. Naglinn er líka með gatslitin tepokabrjóst, stórt nef og veðurbarðar kinnar.“ Ragga vill minna fólk á hvað hún telur vera mikilvægast í lífinu; að vera til staðar fyrir sína nánustu:Hér má sjá Röggu Nagla.„Að vera góð eiginkona, systir, dóttir, vinkona, frænka er það sem skilgreinir Naglann. Að vera góður sálfræðingur, þjálfari, fyrirmynd og talskona heilsunnar. Að vera hraust og heilbrigð og reyna sitt besta hvern einasta dag og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Að borða hollt en gúlla sukk með reglulegu millibili. Að rífa í stál og hrista skankana. Það er það sem gerir Naglann að þeirri manneskju sem hún vill vera. Ekki líkaminn. Ekki útlitið. Ekki húðslit eða fitupokar á læri.“ Hún segir slit ekki vera af hinu góða, heldur vera mikilvæg til að minna okkur á hið liðna:„Hvert slit er minnisvarði. Hvort sem það er að hafa komið manneskju í heiminn, bráðþroski unglingsára, eða dagar víns og rósa. Það er lífsreynsla sem er vörðuð á skrokkinn á þér.“ Myndin, í bland við pistil Röggu, hefur vakið mikla athygli. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa smellt á „like-takkann“, tæplega 150 manns deilt og við myndina eru á annað hundrað athugasemdir, allar jákvæðar þar sem henni er þakkað fyrir að opna sig á þennan hátt. Ragga segir það þó ekki hafa verið auðvelda ákvörðun, að birta mynd af slitnum afturendanum:„Það tók marga, marga daga af innri rökræðum að ákveða að pósta þessari mynd en lét loks vaða, því það er Naglanum mikil ástríða að sýna að við erum öll mannleg. Líka ræktarrottur sem pósta aðallega sperrtum byssum og horuðum snæðingum.“Hér að neðan má sjá pistilinn í heild sinni. Post by Ragga Nagli.
Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira