Ragga Nagli birtir mynd af slitum á rassi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. desember 2014 10:14 Hér má sjá afturenda Naglans. Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem gengur helst undir nafninu Ragga Nagli, birti í gærkvöldi mynd af afturenda sínum á Facebook. Tilgangurinn er að fá fólk til þess að elska sjálft sig eins og það er:„Elskaðu þig eins og þú ert. Þú ert alveg nóg,“ skrifar hún á Facebook síðu sína. Ragga telur líklegt að einhverjum sem sitja heima fallist hendur þegar þeir sjá myndir af stæltu fólki á samfélagsmiðlum. Hún, sem er sjálf í góðu formi, vill með pistlinum varpa ljósi á hvernig hlutirnir eru í raun og veru:„Það gubbast fílteraðar og sjoppaðar sjálfsmellur af samfélagsmiðlunum, brúnkaðir skrokkar í útpældum stellingum í hárréttri lýsingu. Í svekkelsi klípum við í okkar mjúka kvið og fárumst yfir gatslitnum, næpuhvítum lærum og rassi.Þetta fólk á skjánum hlýtur að vera af æðri kynstofni og frá toppi til táar er húðin spegilslétt eins og silkisloppur úr Verðlistanum.Naglinn er ekki fullkomin, langt í frá. Eins og vegahandbók með slitför upp og niður læri, rass og langt upp á mjaðmir. Naglinn er líka með gatslitin tepokabrjóst, stórt nef og veðurbarðar kinnar.“ Ragga vill minna fólk á hvað hún telur vera mikilvægast í lífinu; að vera til staðar fyrir sína nánustu:Hér má sjá Röggu Nagla.„Að vera góð eiginkona, systir, dóttir, vinkona, frænka er það sem skilgreinir Naglann. Að vera góður sálfræðingur, þjálfari, fyrirmynd og talskona heilsunnar. Að vera hraust og heilbrigð og reyna sitt besta hvern einasta dag og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Að borða hollt en gúlla sukk með reglulegu millibili. Að rífa í stál og hrista skankana. Það er það sem gerir Naglann að þeirri manneskju sem hún vill vera. Ekki líkaminn. Ekki útlitið. Ekki húðslit eða fitupokar á læri.“ Hún segir slit ekki vera af hinu góða, heldur vera mikilvæg til að minna okkur á hið liðna:„Hvert slit er minnisvarði. Hvort sem það er að hafa komið manneskju í heiminn, bráðþroski unglingsára, eða dagar víns og rósa. Það er lífsreynsla sem er vörðuð á skrokkinn á þér.“ Myndin, í bland við pistil Röggu, hefur vakið mikla athygli. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa smellt á „like-takkann“, tæplega 150 manns deilt og við myndina eru á annað hundrað athugasemdir, allar jákvæðar þar sem henni er þakkað fyrir að opna sig á þennan hátt. Ragga segir það þó ekki hafa verið auðvelda ákvörðun, að birta mynd af slitnum afturendanum:„Það tók marga, marga daga af innri rökræðum að ákveða að pósta þessari mynd en lét loks vaða, því það er Naglanum mikil ástríða að sýna að við erum öll mannleg. Líka ræktarrottur sem pósta aðallega sperrtum byssum og horuðum snæðingum.“Hér að neðan má sjá pistilinn í heild sinni. Post by Ragga Nagli. Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem gengur helst undir nafninu Ragga Nagli, birti í gærkvöldi mynd af afturenda sínum á Facebook. Tilgangurinn er að fá fólk til þess að elska sjálft sig eins og það er:„Elskaðu þig eins og þú ert. Þú ert alveg nóg,“ skrifar hún á Facebook síðu sína. Ragga telur líklegt að einhverjum sem sitja heima fallist hendur þegar þeir sjá myndir af stæltu fólki á samfélagsmiðlum. Hún, sem er sjálf í góðu formi, vill með pistlinum varpa ljósi á hvernig hlutirnir eru í raun og veru:„Það gubbast fílteraðar og sjoppaðar sjálfsmellur af samfélagsmiðlunum, brúnkaðir skrokkar í útpældum stellingum í hárréttri lýsingu. Í svekkelsi klípum við í okkar mjúka kvið og fárumst yfir gatslitnum, næpuhvítum lærum og rassi.Þetta fólk á skjánum hlýtur að vera af æðri kynstofni og frá toppi til táar er húðin spegilslétt eins og silkisloppur úr Verðlistanum.Naglinn er ekki fullkomin, langt í frá. Eins og vegahandbók með slitför upp og niður læri, rass og langt upp á mjaðmir. Naglinn er líka með gatslitin tepokabrjóst, stórt nef og veðurbarðar kinnar.“ Ragga vill minna fólk á hvað hún telur vera mikilvægast í lífinu; að vera til staðar fyrir sína nánustu:Hér má sjá Röggu Nagla.„Að vera góð eiginkona, systir, dóttir, vinkona, frænka er það sem skilgreinir Naglann. Að vera góður sálfræðingur, þjálfari, fyrirmynd og talskona heilsunnar. Að vera hraust og heilbrigð og reyna sitt besta hvern einasta dag og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Að borða hollt en gúlla sukk með reglulegu millibili. Að rífa í stál og hrista skankana. Það er það sem gerir Naglann að þeirri manneskju sem hún vill vera. Ekki líkaminn. Ekki útlitið. Ekki húðslit eða fitupokar á læri.“ Hún segir slit ekki vera af hinu góða, heldur vera mikilvæg til að minna okkur á hið liðna:„Hvert slit er minnisvarði. Hvort sem það er að hafa komið manneskju í heiminn, bráðþroski unglingsára, eða dagar víns og rósa. Það er lífsreynsla sem er vörðuð á skrokkinn á þér.“ Myndin, í bland við pistil Röggu, hefur vakið mikla athygli. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa smellt á „like-takkann“, tæplega 150 manns deilt og við myndina eru á annað hundrað athugasemdir, allar jákvæðar þar sem henni er þakkað fyrir að opna sig á þennan hátt. Ragga segir það þó ekki hafa verið auðvelda ákvörðun, að birta mynd af slitnum afturendanum:„Það tók marga, marga daga af innri rökræðum að ákveða að pósta þessari mynd en lét loks vaða, því það er Naglanum mikil ástríða að sýna að við erum öll mannleg. Líka ræktarrottur sem pósta aðallega sperrtum byssum og horuðum snæðingum.“Hér að neðan má sjá pistilinn í heild sinni. Post by Ragga Nagli.
Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira