Draumurinn rættist þegar Pippa hitti Sigur Rós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2014 11:29 Frá vinstri: Orri Dýrason, Georg Hólm, Pippa og Jónsi. Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, rættist um helgina þegar hún hitti meðlimi uppáhaldshljómsveitar sinnar, Sigur Rós. Eins og frægt er orðið lögðu liðsmenn hljómsveitarinnar til 600 þúsund krónur í söfnun Pippu fyrir ferð til Íslands með fjölskyldu sinni. Framlag Sigur Rósar varð til þess að mikið skrið komst á söfnun fyrir ferðinni og áður en yfir lauk söfnuðust um þrjár milljónir íslenskra króna. Pippa mætti til Íslands ásamt fjölskyldu sinni þann 22. nóvember.Jónsi og Pippa fara yfir málin.Mynd/Fésbókarsíða PippuFjölskyldan hefur farið víða hér á landi og um helgina hitti svo Pippa strákana í Sigur Rós. Pippa er mikill aðdáandi sveitarinnar. „Ef við erum heppin þá koma dagar í lífi okkar sem munu aldrei líða okkur úr minni. Dagurinn í dag var þannig,“ segir móðir Pippu á Fésbókarsíðu Pippu. Þar lýsir hún þegar Pippa hitti Georg, Jónsa og Orra í upptökuhljóðveri Sigurrósar. Georg mætti ásamt eiginkonu sinni og dætrum en fjölskylda Orra forfallaðist vegna veikinda.Orri og Pippa í góðum gír.Mynd/Fésbókarsíða Pippu„Og svo var það Jónsi,“ skrifar móðir Pippu en sú stutta er mikill aðdándi söngvarans. Hún hafi notið þess að hitta Georg og Orra, sem verði vinir hennar um alla eilífð. Hins vegar hafi Jónsi fangað hjarta sjö ára snátunnar. Þannig hafi Jónsi mætt með Alex kærasta sinn og hundinn Atlas. Pippa er einmitt mikill hundaaðdándi þannig að það hafi fallið vel í kramið. Pippa hafi svo laumað því að Alex að hún elskaði Jónsa. Alex hafi svarað að bragði: „Ég held að hann elski þig líka, Pippa.“ Móðir Pippu fullyrðir að meðlimir Sigur Rósar og umboðsmaðurinn Kári Sturluson séu eitthvert vingjarnlegasta fólk sem hún hafi hitt.Georg og Orri ásamt fjölskyldu Pippu.Mynd/Fésbókarsíða PippuÞað var glatt á hjalla í upptökuveri Sigurrósar.Mynd/Fésbókarsíða Pippu Tengdar fréttir Pippa, a young Sigur Rós fan, had her wish come true Pippa, a young fan of the Icelandic band Sigur Rós, and her family have been enjoying their dream vacation in Iceland for the past days. 2. desember 2014 10:47 Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Draumur Pippu um Íslandsför rætist Pippa, sjö ára gömul flogaveik stúlka frá Bandaríkjunum, sem á sér þann draum heitastan að heimsækja Íslands, kemur til landsins á morgun ásamt fjölskyldu sinni. 21. nóvember 2014 10:46 Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, rættist um helgina þegar hún hitti meðlimi uppáhaldshljómsveitar sinnar, Sigur Rós. Eins og frægt er orðið lögðu liðsmenn hljómsveitarinnar til 600 þúsund krónur í söfnun Pippu fyrir ferð til Íslands með fjölskyldu sinni. Framlag Sigur Rósar varð til þess að mikið skrið komst á söfnun fyrir ferðinni og áður en yfir lauk söfnuðust um þrjár milljónir íslenskra króna. Pippa mætti til Íslands ásamt fjölskyldu sinni þann 22. nóvember.Jónsi og Pippa fara yfir málin.Mynd/Fésbókarsíða PippuFjölskyldan hefur farið víða hér á landi og um helgina hitti svo Pippa strákana í Sigur Rós. Pippa er mikill aðdáandi sveitarinnar. „Ef við erum heppin þá koma dagar í lífi okkar sem munu aldrei líða okkur úr minni. Dagurinn í dag var þannig,“ segir móðir Pippu á Fésbókarsíðu Pippu. Þar lýsir hún þegar Pippa hitti Georg, Jónsa og Orra í upptökuhljóðveri Sigurrósar. Georg mætti ásamt eiginkonu sinni og dætrum en fjölskylda Orra forfallaðist vegna veikinda.Orri og Pippa í góðum gír.Mynd/Fésbókarsíða Pippu„Og svo var það Jónsi,“ skrifar móðir Pippu en sú stutta er mikill aðdándi söngvarans. Hún hafi notið þess að hitta Georg og Orra, sem verði vinir hennar um alla eilífð. Hins vegar hafi Jónsi fangað hjarta sjö ára snátunnar. Þannig hafi Jónsi mætt með Alex kærasta sinn og hundinn Atlas. Pippa er einmitt mikill hundaaðdándi þannig að það hafi fallið vel í kramið. Pippa hafi svo laumað því að Alex að hún elskaði Jónsa. Alex hafi svarað að bragði: „Ég held að hann elski þig líka, Pippa.“ Móðir Pippu fullyrðir að meðlimir Sigur Rósar og umboðsmaðurinn Kári Sturluson séu eitthvert vingjarnlegasta fólk sem hún hafi hitt.Georg og Orri ásamt fjölskyldu Pippu.Mynd/Fésbókarsíða PippuÞað var glatt á hjalla í upptökuveri Sigurrósar.Mynd/Fésbókarsíða Pippu
Tengdar fréttir Pippa, a young Sigur Rós fan, had her wish come true Pippa, a young fan of the Icelandic band Sigur Rós, and her family have been enjoying their dream vacation in Iceland for the past days. 2. desember 2014 10:47 Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Draumur Pippu um Íslandsför rætist Pippa, sjö ára gömul flogaveik stúlka frá Bandaríkjunum, sem á sér þann draum heitastan að heimsækja Íslands, kemur til landsins á morgun ásamt fjölskyldu sinni. 21. nóvember 2014 10:46 Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Pippa, a young Sigur Rós fan, had her wish come true Pippa, a young fan of the Icelandic band Sigur Rós, and her family have been enjoying their dream vacation in Iceland for the past days. 2. desember 2014 10:47
Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00
Draumur Pippu um Íslandsför rætist Pippa, sjö ára gömul flogaveik stúlka frá Bandaríkjunum, sem á sér þann draum heitastan að heimsækja Íslands, kemur til landsins á morgun ásamt fjölskyldu sinni. 21. nóvember 2014 10:46