Meðlimir Wu-Tang ræða skegg Íslendings á MTV Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 08:00 U-God, Inspectah Deck og Cappadonna virða fyrir sér skegg Arnaldar, sem eins og sjá má er nákvæm eftirlíking merki Wu-Tang. „Er þetta alvöru?“ spyr rapparinn U-God, einn meðlima hinna goðsagnakenndu rappsveitar Wu-Tang Clan, þegar honum er sýnd mynd af skeggi Arnalds Grétarssonar. Nokkrir meðlimir sveitarinnar voru í viðtali hjá MTV og voru þeim sýndar myndir af merki sveitarinnar á skrýtnum stöðum. Skegg Arnaldar vakti mikla athygli meðlima sveitarinnar og lýstu þeir yfir ánægju sinni með að Arnaldur hafi rakað skeggið sitt eftir merki Wu-Tang. „Það er algerlega absúrd að sjá Wu-Tang sitja og skeggræða þessa mynd,“ segir Arnaldur í samtali við Vísi, himinlifandi. Skegg hans hefur áður vakið athygli meðlima sveitarinnar; Vísir greindi frá því í mars að rapparinn Method Man hefði birt mynd af skeggi Arnaldar á Instagram síðu sinni og kastað á hann kveðju. Í samtali við Vísi þá sagði Arnaldur: „Ég fékk smá áfall og átti aldrei von á þessu.“Hér má sjá hversu líkt skegg Arnaldar er merkinu.Hann sagði líka söguna á bakvið skeggið, en myndin af því var tekin fyrir um einu og hálfu ári. Arnaldur setti myndina á Facebook-síðuna sína en gerði svo ekkert meira við hana. Frá Facebook-síðu hans fór hún á flug um netheima og rataði alla leið til MTV-stöðvarinnar. Það tók Arnald þrjá mánuði að safna skegginu fyrir myndina. „En það var algjörlega þess virði. Ég var með þetta skegg yfir eina helgi og það vakti mikla lukku.“ Arnaldur hefur verið aðdáandi Wu-Tang síðan 1993 og er þetta því mikill heiður fyrir hann. Meðlimir Wu-Tang höfðu ýmislegt að segja um skeggið. „Þetta er eins og franskur rennilás, eins og einhver hafi fest þetta á sig,“ segir rapparinn Inspectah Deck. „Þetta er sveitaútgáfan af Wu-Tang,“ segir rapparinn Cappadonna og hlær. Viðbrögð U-God eru þó sterkust. Honum þykir mikið til skeggsins koma. „Ég ætla að safna mér svona skeggi,“ segir hann og bætir við: „Þetta er rosalegt.“ Arnaldur segist nú íhuga að safna aftur svona skeggi. „Já, ég hugssa að ég verði að láta undan þeirri pressu. Spurning um að finna eitthvað gott tilefni.“ Hér að neðan má sjá þátt myndbandið sem birtist af meðlimum Wu-Tang á MTV-sjónvarpsstöðinni. Þeir byrja að ræða um skegg Arnaldar eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. En ástæðulaust er að spóla yfir það sem á undan fer, því það er óneitanlega gaman að sjá viðbrögð meðlima sveitarinnar við að sjá skrýtnar útgáfur af Wu-tang merkinu.Get More: Cappadonna, Music News Hér má svo sjá færslu Method-man. Crazy!!!! Salute!!! A photo posted by Method Man (@methodmanofficial) on Mar 3, 2014 at 7:36am PDT Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Er þetta alvöru?“ spyr rapparinn U-God, einn meðlima hinna goðsagnakenndu rappsveitar Wu-Tang Clan, þegar honum er sýnd mynd af skeggi Arnalds Grétarssonar. Nokkrir meðlimir sveitarinnar voru í viðtali hjá MTV og voru þeim sýndar myndir af merki sveitarinnar á skrýtnum stöðum. Skegg Arnaldar vakti mikla athygli meðlima sveitarinnar og lýstu þeir yfir ánægju sinni með að Arnaldur hafi rakað skeggið sitt eftir merki Wu-Tang. „Það er algerlega absúrd að sjá Wu-Tang sitja og skeggræða þessa mynd,“ segir Arnaldur í samtali við Vísi, himinlifandi. Skegg hans hefur áður vakið athygli meðlima sveitarinnar; Vísir greindi frá því í mars að rapparinn Method Man hefði birt mynd af skeggi Arnaldar á Instagram síðu sinni og kastað á hann kveðju. Í samtali við Vísi þá sagði Arnaldur: „Ég fékk smá áfall og átti aldrei von á þessu.“Hér má sjá hversu líkt skegg Arnaldar er merkinu.Hann sagði líka söguna á bakvið skeggið, en myndin af því var tekin fyrir um einu og hálfu ári. Arnaldur setti myndina á Facebook-síðuna sína en gerði svo ekkert meira við hana. Frá Facebook-síðu hans fór hún á flug um netheima og rataði alla leið til MTV-stöðvarinnar. Það tók Arnald þrjá mánuði að safna skegginu fyrir myndina. „En það var algjörlega þess virði. Ég var með þetta skegg yfir eina helgi og það vakti mikla lukku.“ Arnaldur hefur verið aðdáandi Wu-Tang síðan 1993 og er þetta því mikill heiður fyrir hann. Meðlimir Wu-Tang höfðu ýmislegt að segja um skeggið. „Þetta er eins og franskur rennilás, eins og einhver hafi fest þetta á sig,“ segir rapparinn Inspectah Deck. „Þetta er sveitaútgáfan af Wu-Tang,“ segir rapparinn Cappadonna og hlær. Viðbrögð U-God eru þó sterkust. Honum þykir mikið til skeggsins koma. „Ég ætla að safna mér svona skeggi,“ segir hann og bætir við: „Þetta er rosalegt.“ Arnaldur segist nú íhuga að safna aftur svona skeggi. „Já, ég hugssa að ég verði að láta undan þeirri pressu. Spurning um að finna eitthvað gott tilefni.“ Hér að neðan má sjá þátt myndbandið sem birtist af meðlimum Wu-Tang á MTV-sjónvarpsstöðinni. Þeir byrja að ræða um skegg Arnaldar eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. En ástæðulaust er að spóla yfir það sem á undan fer, því það er óneitanlega gaman að sjá viðbrögð meðlima sveitarinnar við að sjá skrýtnar útgáfur af Wu-tang merkinu.Get More: Cappadonna, Music News Hér má svo sjá færslu Method-man. Crazy!!!! Salute!!! A photo posted by Method Man (@methodmanofficial) on Mar 3, 2014 at 7:36am PDT
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira