Meðlimir Wu-Tang ræða skegg Íslendings á MTV Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 08:00 U-God, Inspectah Deck og Cappadonna virða fyrir sér skegg Arnaldar, sem eins og sjá má er nákvæm eftirlíking merki Wu-Tang. „Er þetta alvöru?“ spyr rapparinn U-God, einn meðlima hinna goðsagnakenndu rappsveitar Wu-Tang Clan, þegar honum er sýnd mynd af skeggi Arnalds Grétarssonar. Nokkrir meðlimir sveitarinnar voru í viðtali hjá MTV og voru þeim sýndar myndir af merki sveitarinnar á skrýtnum stöðum. Skegg Arnaldar vakti mikla athygli meðlima sveitarinnar og lýstu þeir yfir ánægju sinni með að Arnaldur hafi rakað skeggið sitt eftir merki Wu-Tang. „Það er algerlega absúrd að sjá Wu-Tang sitja og skeggræða þessa mynd,“ segir Arnaldur í samtali við Vísi, himinlifandi. Skegg hans hefur áður vakið athygli meðlima sveitarinnar; Vísir greindi frá því í mars að rapparinn Method Man hefði birt mynd af skeggi Arnaldar á Instagram síðu sinni og kastað á hann kveðju. Í samtali við Vísi þá sagði Arnaldur: „Ég fékk smá áfall og átti aldrei von á þessu.“Hér má sjá hversu líkt skegg Arnaldar er merkinu.Hann sagði líka söguna á bakvið skeggið, en myndin af því var tekin fyrir um einu og hálfu ári. Arnaldur setti myndina á Facebook-síðuna sína en gerði svo ekkert meira við hana. Frá Facebook-síðu hans fór hún á flug um netheima og rataði alla leið til MTV-stöðvarinnar. Það tók Arnald þrjá mánuði að safna skegginu fyrir myndina. „En það var algjörlega þess virði. Ég var með þetta skegg yfir eina helgi og það vakti mikla lukku.“ Arnaldur hefur verið aðdáandi Wu-Tang síðan 1993 og er þetta því mikill heiður fyrir hann. Meðlimir Wu-Tang höfðu ýmislegt að segja um skeggið. „Þetta er eins og franskur rennilás, eins og einhver hafi fest þetta á sig,“ segir rapparinn Inspectah Deck. „Þetta er sveitaútgáfan af Wu-Tang,“ segir rapparinn Cappadonna og hlær. Viðbrögð U-God eru þó sterkust. Honum þykir mikið til skeggsins koma. „Ég ætla að safna mér svona skeggi,“ segir hann og bætir við: „Þetta er rosalegt.“ Arnaldur segist nú íhuga að safna aftur svona skeggi. „Já, ég hugssa að ég verði að láta undan þeirri pressu. Spurning um að finna eitthvað gott tilefni.“ Hér að neðan má sjá þátt myndbandið sem birtist af meðlimum Wu-Tang á MTV-sjónvarpsstöðinni. Þeir byrja að ræða um skegg Arnaldar eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. En ástæðulaust er að spóla yfir það sem á undan fer, því það er óneitanlega gaman að sjá viðbrögð meðlima sveitarinnar við að sjá skrýtnar útgáfur af Wu-tang merkinu.Get More: Cappadonna, Music News Hér má svo sjá færslu Method-man. Crazy!!!! Salute!!! A photo posted by Method Man (@methodmanofficial) on Mar 3, 2014 at 7:36am PDT Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
„Er þetta alvöru?“ spyr rapparinn U-God, einn meðlima hinna goðsagnakenndu rappsveitar Wu-Tang Clan, þegar honum er sýnd mynd af skeggi Arnalds Grétarssonar. Nokkrir meðlimir sveitarinnar voru í viðtali hjá MTV og voru þeim sýndar myndir af merki sveitarinnar á skrýtnum stöðum. Skegg Arnaldar vakti mikla athygli meðlima sveitarinnar og lýstu þeir yfir ánægju sinni með að Arnaldur hafi rakað skeggið sitt eftir merki Wu-Tang. „Það er algerlega absúrd að sjá Wu-Tang sitja og skeggræða þessa mynd,“ segir Arnaldur í samtali við Vísi, himinlifandi. Skegg hans hefur áður vakið athygli meðlima sveitarinnar; Vísir greindi frá því í mars að rapparinn Method Man hefði birt mynd af skeggi Arnaldar á Instagram síðu sinni og kastað á hann kveðju. Í samtali við Vísi þá sagði Arnaldur: „Ég fékk smá áfall og átti aldrei von á þessu.“Hér má sjá hversu líkt skegg Arnaldar er merkinu.Hann sagði líka söguna á bakvið skeggið, en myndin af því var tekin fyrir um einu og hálfu ári. Arnaldur setti myndina á Facebook-síðuna sína en gerði svo ekkert meira við hana. Frá Facebook-síðu hans fór hún á flug um netheima og rataði alla leið til MTV-stöðvarinnar. Það tók Arnald þrjá mánuði að safna skegginu fyrir myndina. „En það var algjörlega þess virði. Ég var með þetta skegg yfir eina helgi og það vakti mikla lukku.“ Arnaldur hefur verið aðdáandi Wu-Tang síðan 1993 og er þetta því mikill heiður fyrir hann. Meðlimir Wu-Tang höfðu ýmislegt að segja um skeggið. „Þetta er eins og franskur rennilás, eins og einhver hafi fest þetta á sig,“ segir rapparinn Inspectah Deck. „Þetta er sveitaútgáfan af Wu-Tang,“ segir rapparinn Cappadonna og hlær. Viðbrögð U-God eru þó sterkust. Honum þykir mikið til skeggsins koma. „Ég ætla að safna mér svona skeggi,“ segir hann og bætir við: „Þetta er rosalegt.“ Arnaldur segist nú íhuga að safna aftur svona skeggi. „Já, ég hugssa að ég verði að láta undan þeirri pressu. Spurning um að finna eitthvað gott tilefni.“ Hér að neðan má sjá þátt myndbandið sem birtist af meðlimum Wu-Tang á MTV-sjónvarpsstöðinni. Þeir byrja að ræða um skegg Arnaldar eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. En ástæðulaust er að spóla yfir það sem á undan fer, því það er óneitanlega gaman að sjá viðbrögð meðlima sveitarinnar við að sjá skrýtnar útgáfur af Wu-tang merkinu.Get More: Cappadonna, Music News Hér má svo sjá færslu Method-man. Crazy!!!! Salute!!! A photo posted by Method Man (@methodmanofficial) on Mar 3, 2014 at 7:36am PDT
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira