Lífið

Fyrirlítur venjulegar konur sem fara í lýtaaðgerðir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirsætan og leikkonan Jerry Hall sparar ekki stóru orðin í viðtali við tímaritið Hello! og tjáir sig um hvað henni finnst um konur sem fara í lýtaaðgerðir.

„Það er svo bjánalegt að hætta lífi sínu til að fara í aðgerð. Fullt af heilasellum deyja í hvert sinn sem maður er svæfður. Af hverju ætti maður að gera þetta? Maður gæti fengið sýkingar, maður gæti dáið,“ segir Jerry.

„Af hverju að búa til afkáralega skopmynd af sjálfri þér? Þær blekkja engan. Þær líta út eins og aumkunarverðar, óöruggar verur. Ég fyrirlít þetta allt,“ bætir hún við.

Hún skilur hins vegar af hverju konur í sviðsljósinu kjósa að fara í fegrunaraðgerðir.

„Ég vil ekki vera gagnrýnin og ég skil að leikkonur í Hollywood, sem eru undir pressu, þurfi að gera þetta. Ég virði það og ég vorkenni þeim. En að venjulegar konur geri þetta. Ef karlmenn vilja fara frá eiginkonum sínum fyrir nítján ára stúlku gera þeir það hvort sem er. Allar andlitslyftingar og Botox í heiminum eru ekki að fara að breyta þeim karlmönnum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.