Skrítin bókaþjóð Snæbjörn Brynjarsson & Kjartan Yngvi Björnsson skrifar 28. nóvember 2014 11:36 Við viljum byrja þessa grein á að óska þeim til hamingju sem tilnefndir verða til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Það er mikilvægt að höfundar fái viðurkenningu fyrir vinnuna sem liggur að baki framúrskarandi verkum og ekki síður að efla umræðu um bókmenntir. Sem ungir höfundar getum við varla ímyndað okkur íslenskan bókmenntaheim án slíkra verðlauna. Þó eru ekki nema 25 ár síðan verðlaunin voru fyrst veitt. Kannski ekki svo skrítið á eyju sem bannaði bjór og fékk núll stig í eurovision, en skrítið samt. Skrítið að tilkynna ekki vinningshafa á Bessastöðum. Skrítið að birta það ekki á forsíðum blaða eða í sjónvarpsfréttum. Skrítið að takast ekki á um hverjir eigi verðlaunin virkilega skilið og hvað svona verðlaun merkja. Skrítið að bókaþjóðin fagni ekki höfundum og verkum þeirra. Sem betur fer er það liðin tíð að framúrskarandi verk séu ekki verðlaunuð. Auðvitað hafa verðlaunin mikil áhrif á annað séríslenskt fyrirbrigði, íslenska jólabókaflóðið. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að efla bókasölu utan jólavertíðarinnar en samt lítið gert þótt einhverjir sprotar sjáist á vorin. Aðallega birtast þá bækur eftir unga og tilraunakennda höfunda, bækur sem álitið er að seljast myndu illa sem gjafavörur hvort sem er. Skrítið að Ísland er eina landið þar sem bækur eru fyrst og fremst gjafavörur. Það kemur mögulega ekki niður á lestrinum að bókin sé frá ömmu, en það er eitthvað skrítið við að fara aldrei sjálfur og velja sér bók nema það sé til að skipta út annarri. Þeirri sem þú fékkst tvisvar þessi jól. Þegar kynntar eru tilnefningar til bókmenntaverðlaunanna hefst ákveðin neyslustýring. Tilnefndar bækur taka sölukipp, og svo þegar verðlaunin hafa verið afhent með pompi og prakt taka þær bækur aftur sölukipp á skiptibókamarkað Janúars. Skrítið að allir bókaviðburðir og bókaflóðið sjálft skyldu ramba niður á sama árstíma. Skrítið að íslensku barnabókaverðlaunin, bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og íslensku bókmenntaverðlaunin og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar séu öll veitt innan sömu þriggja mánaða, einmitt þarna í jólavertíðinni. Við viljum hvetja bókaútgefendur að nota bókmenntaverðlaunin til að efla umræðu og auðga lestur á öðrum árstímum. Jólin eru hektískur tími og þótt bækur seljist mest þá falla mun fleiri í sprungurnar og góð verk gleymast. Sjaldnast eru jafnvel þau verk sem seljast mest lesinn á merkingarbæran hátt. Ekki gefst pláss til að skapa dýpri samræður en felst í samkeppni um stjörnugjöf. Þegar þúsund titlar koma út á ári þurfum við meiri tíma en bara þrjá mánuði til að skynja, skoða og lesa. Skrítið að nota ekki bara allt árið.Höfundar eru handhafar Íslensku Barnabókaverðlaunanna 2012 og Bókmenntaverðlauna starfsfólks bókaverslana 2012 og 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við viljum byrja þessa grein á að óska þeim til hamingju sem tilnefndir verða til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Það er mikilvægt að höfundar fái viðurkenningu fyrir vinnuna sem liggur að baki framúrskarandi verkum og ekki síður að efla umræðu um bókmenntir. Sem ungir höfundar getum við varla ímyndað okkur íslenskan bókmenntaheim án slíkra verðlauna. Þó eru ekki nema 25 ár síðan verðlaunin voru fyrst veitt. Kannski ekki svo skrítið á eyju sem bannaði bjór og fékk núll stig í eurovision, en skrítið samt. Skrítið að tilkynna ekki vinningshafa á Bessastöðum. Skrítið að birta það ekki á forsíðum blaða eða í sjónvarpsfréttum. Skrítið að takast ekki á um hverjir eigi verðlaunin virkilega skilið og hvað svona verðlaun merkja. Skrítið að bókaþjóðin fagni ekki höfundum og verkum þeirra. Sem betur fer er það liðin tíð að framúrskarandi verk séu ekki verðlaunuð. Auðvitað hafa verðlaunin mikil áhrif á annað séríslenskt fyrirbrigði, íslenska jólabókaflóðið. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að efla bókasölu utan jólavertíðarinnar en samt lítið gert þótt einhverjir sprotar sjáist á vorin. Aðallega birtast þá bækur eftir unga og tilraunakennda höfunda, bækur sem álitið er að seljast myndu illa sem gjafavörur hvort sem er. Skrítið að Ísland er eina landið þar sem bækur eru fyrst og fremst gjafavörur. Það kemur mögulega ekki niður á lestrinum að bókin sé frá ömmu, en það er eitthvað skrítið við að fara aldrei sjálfur og velja sér bók nema það sé til að skipta út annarri. Þeirri sem þú fékkst tvisvar þessi jól. Þegar kynntar eru tilnefningar til bókmenntaverðlaunanna hefst ákveðin neyslustýring. Tilnefndar bækur taka sölukipp, og svo þegar verðlaunin hafa verið afhent með pompi og prakt taka þær bækur aftur sölukipp á skiptibókamarkað Janúars. Skrítið að allir bókaviðburðir og bókaflóðið sjálft skyldu ramba niður á sama árstíma. Skrítið að íslensku barnabókaverðlaunin, bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og íslensku bókmenntaverðlaunin og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar séu öll veitt innan sömu þriggja mánaða, einmitt þarna í jólavertíðinni. Við viljum hvetja bókaútgefendur að nota bókmenntaverðlaunin til að efla umræðu og auðga lestur á öðrum árstímum. Jólin eru hektískur tími og þótt bækur seljist mest þá falla mun fleiri í sprungurnar og góð verk gleymast. Sjaldnast eru jafnvel þau verk sem seljast mest lesinn á merkingarbæran hátt. Ekki gefst pláss til að skapa dýpri samræður en felst í samkeppni um stjörnugjöf. Þegar þúsund titlar koma út á ári þurfum við meiri tíma en bara þrjá mánuði til að skynja, skoða og lesa. Skrítið að nota ekki bara allt árið.Höfundar eru handhafar Íslensku Barnabókaverðlaunanna 2012 og Bókmenntaverðlauna starfsfólks bókaverslana 2012 og 2013.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun