Lífið

Forsetinn fékk "selfie“ með "selfie“-stöng

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Dr. Friðrik Larsen, lektor við HÍ og stjórnarformaður ÍMARK, Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova, Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova og Ásta Pétursdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK taka selfie eftir afhendingu verðlaunanna.
Dr. Friðrik Larsen, lektor við HÍ og stjórnarformaður ÍMARK, Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova, Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova og Ásta Pétursdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK taka selfie eftir afhendingu verðlaunanna.
Mikil stemning var á Markaðsverðlaunum ÍMARK 2014 sem veitt voru í síðustu viku á Hótel Hilton en um 140 manns mættu á herlegheitin.

Á verðlaununum afhenti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Birnu Einarsdóttir, bankastjóra Íslandsbanka verðlaunin Markaðsmaður ársins en þess má geta að Birna er fyrsti bankastjóri á Íslandi sem hefur bakgrunn í markaðsmálum. Verðlaunin Markaðsfyrirtæki ársins fóru til Nova að þessu sinni en Nova þótti hafa skarað  fram úr á árinu fyrir faglegt markaðsstarf. Nova hefur áður verið Markaðsfyrirtæki ársins en það var árið 2009. 

Ólafur Ragnar gerði sér svo lítið fyrir eftir verðlaunaafhendinguna og fékk af sér „selfie“ með hjálp svokallaðrar „selfie“-stangar.

Dr. Þórhallur Guðlaugsson dósent við Háskóla Íslands sem jafnframt var formaður dómnefndar fyrir Markaðsfyrirtæki ársins 2014 og Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos.
Jensína Kristín Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum og Ella Dís, markaðsstjóri Landsbankans.
Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Tryllt stemning.
Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova, Ólafur Ragnar Grímsson, Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova. Nova var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2014.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.