Rætt um fjármál í íslenskri tónlist: „Ég sakna ekki geisladisksins“ Bjarki Ármannsson skrifar 3. nóvember 2014 19:49 Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður, til hægri, segist mjög hrifinn af síðum á borð við Spotify. Vísir/Vilhelm/Getty/Hag Gerbreytt viðskiptamódel tónlistarmanna með dvínandi sölu geisladiska og mikilvægi þess að hlúa að umgjörð tónlistarheimsins á Íslandi var meðal þeirra mála sem rædd voru á sérstökum fundi VÍB og útvarpsþáttarins Harmageddon sem fram fór á Kex Hostel í dag. Í umræðunum tóku þátt fulltrúar tónlistarheimsins, hins opinbera og viðskiptalífsins.Tekjur af tónleikahaldi Bent var á það að með aukinni dreifingu tónlistar á netinu þurfi tónlistarmenn að treysta mun meir á að fá tekjur sínar frá tónleikahaldi. Stefán Hjörleifsson, meðlimur NýDanskra og stofnandi vefsíðunnar tonlist.is, ræddi áhrif tónlistardreifingarsíðna á borð við Spotify og sagði viðskiptamódel tónlistarmanna hafa snúist við á undanförnum árum. „Menn héldu einu sinni tónleika til þess að fá tekjur af plötusölu,“ sagði Stefán. „Við erum ekkert að gefa út plötu til að græða á henni, þetta er bara til að halda okkur ferskum. En þær litlu tekjur sem við fáum eru auðvitað af tónleikahaldi.” María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta og fleiri tónlistarmanna, veitti viðstöddum innsýn í umgjörð stórra tónleikaferðalaga og sagði þau ekki mikla tekjulind vegna þess mikla kostnaðar sem í þau fer. „Auðvitað er það þannig þegar fólk er komið á ákveðinn stað getur það selt fullt af miðum,“ sagði María. „En þetta er svo kostnaðarsamt. Og trikkið er að láta þetta ekki springa upp, passa að vera ekki að túra með of mikið af fólki. Það er fólk sem kemur að úr öllum áttum og það er svo mikill kostnaður. Við reynum bara að halda okkur yfir mínusnum.“Minni tekjur, önnur tækifæri Bent var á það á fundinum að sala geisladiska í Bandaríkjunum nemur nú um tólf prósentum af því sem hún var árið 1999 og hefur ekki verið minni frá árinu 1982. Tónlistarsíður á borð við Spotify rukka lágar greiðslur fyrir spilun hvers lags og borga svo til útgáfufyrirtækja. Smellur Ásgeirs Trausta, „Leyndarmál“ hefur í gegnum spilanir á Spotify skilað um 620 þúsund krónum til útgefanda og segir María Rut þær tekjur sem berist á endanum til tónlistarmanna ekki nema „dropa í hafið.“ Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður, sem fenginn var upp á svið úr áhorfendasal um miðjan fund, sagðist hinsvegar vera mjög hrifinn af síðum á borð við Spotify og nýjum tækifærum sem netvæðing tónlistar bjóði upp á. „Ég sakna ekki geisladisksins,“ sagði Einar Örn. „Ég elska Spotify. Ég er með það í rassvasanum og ég get spilað fyrir ykkur Ghostdigital hvenær sem er. Ég fæ kannski bara 0,006 sent fyrir en fjandakornið, ég fæ það. Og ég fæ það oft,“ sagði fyrrverandi Sykurmolinn og uppskar hlátur viðstaddra. Þá taldi Einar upp nokkra þá möguleika netsins sem tónlistarmenn geta nú nýtt sér til að afla tekna á annan hátt. „Við getum dregið saman upplýsingar um hvar þú ert vinsæll,“ sagði Einar. „Ef þú spilar í Cleveland og ferð svo til Toledo en sérð að miðar seljast ekki þar, þá getur þú brugðist við. Þú setur bara mynd af þér á samskiptamiðla: Hello Toledo, I‘m coming, og tekur síðan peninginn frá Cleveland og eyðir honum í kynningu í öðrum borgum. Eyðir honum ekki í Toledo.“Uppi á skrítnum tímum Leiðir fyrir tónlistarmenn að afla tekna á tímum lítillar sölu tónlistar voru mikið til umræðu. Hvaðan koma tekjur tónlistarmanna í dag og hvert stefnir? „Við erum náttúrulega uppi á mjög skrítnum tímum og það veit enginn hvað gerist,“ sagði María. „Maður hugsar stundum hvort maður sé ein af síðustu risaeðlunum en það hafa ábyggilega aðrir hugsað áður. Kannski gerist eitthvað kraftaverk og fólk fer að kaupa tónlist aftur. En annars er bara að horfa á aðra möguleika.” Tengdar fréttir Hver græðir á íslenskri tónlist? Útvarpsþátturinn Harmageddon og VÍB standa fyrir fræðslufundi um fjármál í íslenskri tónlist í dag 3. nóvember 2014 13:19 Fundur um fjármál í íslenskri tónlist í beinni á Vísi Hvaðan koma tekjurnar og hverjir fá þær? 3. nóvember 2014 16:04 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Gerbreytt viðskiptamódel tónlistarmanna með dvínandi sölu geisladiska og mikilvægi þess að hlúa að umgjörð tónlistarheimsins á Íslandi var meðal þeirra mála sem rædd voru á sérstökum fundi VÍB og útvarpsþáttarins Harmageddon sem fram fór á Kex Hostel í dag. Í umræðunum tóku þátt fulltrúar tónlistarheimsins, hins opinbera og viðskiptalífsins.Tekjur af tónleikahaldi Bent var á það að með aukinni dreifingu tónlistar á netinu þurfi tónlistarmenn að treysta mun meir á að fá tekjur sínar frá tónleikahaldi. Stefán Hjörleifsson, meðlimur NýDanskra og stofnandi vefsíðunnar tonlist.is, ræddi áhrif tónlistardreifingarsíðna á borð við Spotify og sagði viðskiptamódel tónlistarmanna hafa snúist við á undanförnum árum. „Menn héldu einu sinni tónleika til þess að fá tekjur af plötusölu,“ sagði Stefán. „Við erum ekkert að gefa út plötu til að græða á henni, þetta er bara til að halda okkur ferskum. En þær litlu tekjur sem við fáum eru auðvitað af tónleikahaldi.” María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta og fleiri tónlistarmanna, veitti viðstöddum innsýn í umgjörð stórra tónleikaferðalaga og sagði þau ekki mikla tekjulind vegna þess mikla kostnaðar sem í þau fer. „Auðvitað er það þannig þegar fólk er komið á ákveðinn stað getur það selt fullt af miðum,“ sagði María. „En þetta er svo kostnaðarsamt. Og trikkið er að láta þetta ekki springa upp, passa að vera ekki að túra með of mikið af fólki. Það er fólk sem kemur að úr öllum áttum og það er svo mikill kostnaður. Við reynum bara að halda okkur yfir mínusnum.“Minni tekjur, önnur tækifæri Bent var á það á fundinum að sala geisladiska í Bandaríkjunum nemur nú um tólf prósentum af því sem hún var árið 1999 og hefur ekki verið minni frá árinu 1982. Tónlistarsíður á borð við Spotify rukka lágar greiðslur fyrir spilun hvers lags og borga svo til útgáfufyrirtækja. Smellur Ásgeirs Trausta, „Leyndarmál“ hefur í gegnum spilanir á Spotify skilað um 620 þúsund krónum til útgefanda og segir María Rut þær tekjur sem berist á endanum til tónlistarmanna ekki nema „dropa í hafið.“ Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður, sem fenginn var upp á svið úr áhorfendasal um miðjan fund, sagðist hinsvegar vera mjög hrifinn af síðum á borð við Spotify og nýjum tækifærum sem netvæðing tónlistar bjóði upp á. „Ég sakna ekki geisladisksins,“ sagði Einar Örn. „Ég elska Spotify. Ég er með það í rassvasanum og ég get spilað fyrir ykkur Ghostdigital hvenær sem er. Ég fæ kannski bara 0,006 sent fyrir en fjandakornið, ég fæ það. Og ég fæ það oft,“ sagði fyrrverandi Sykurmolinn og uppskar hlátur viðstaddra. Þá taldi Einar upp nokkra þá möguleika netsins sem tónlistarmenn geta nú nýtt sér til að afla tekna á annan hátt. „Við getum dregið saman upplýsingar um hvar þú ert vinsæll,“ sagði Einar. „Ef þú spilar í Cleveland og ferð svo til Toledo en sérð að miðar seljast ekki þar, þá getur þú brugðist við. Þú setur bara mynd af þér á samskiptamiðla: Hello Toledo, I‘m coming, og tekur síðan peninginn frá Cleveland og eyðir honum í kynningu í öðrum borgum. Eyðir honum ekki í Toledo.“Uppi á skrítnum tímum Leiðir fyrir tónlistarmenn að afla tekna á tímum lítillar sölu tónlistar voru mikið til umræðu. Hvaðan koma tekjur tónlistarmanna í dag og hvert stefnir? „Við erum náttúrulega uppi á mjög skrítnum tímum og það veit enginn hvað gerist,“ sagði María. „Maður hugsar stundum hvort maður sé ein af síðustu risaeðlunum en það hafa ábyggilega aðrir hugsað áður. Kannski gerist eitthvað kraftaverk og fólk fer að kaupa tónlist aftur. En annars er bara að horfa á aðra möguleika.”
Tengdar fréttir Hver græðir á íslenskri tónlist? Útvarpsþátturinn Harmageddon og VÍB standa fyrir fræðslufundi um fjármál í íslenskri tónlist í dag 3. nóvember 2014 13:19 Fundur um fjármál í íslenskri tónlist í beinni á Vísi Hvaðan koma tekjurnar og hverjir fá þær? 3. nóvember 2014 16:04 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Hver græðir á íslenskri tónlist? Útvarpsþátturinn Harmageddon og VÍB standa fyrir fræðslufundi um fjármál í íslenskri tónlist í dag 3. nóvember 2014 13:19
Fundur um fjármál í íslenskri tónlist í beinni á Vísi Hvaðan koma tekjurnar og hverjir fá þær? 3. nóvember 2014 16:04