Viðskipti innlent

Fundur um fjármál í íslenskri tónlist í beinni á Vísi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Efni fundarins er viðeigandi nú í upphafi Iceland Airwaves-vikunnar.
Efni fundarins er viðeigandi nú í upphafi Iceland Airwaves-vikunnar. vísir/valli
Fundur VÍB og Harmageddon á X977 um fjármál í íslenskri tónlist verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi.

Fundurinn hefst klukkan 17 á Kex Hostel við Skúlagötu 28 í Reykjavík og lýkur klukkan sex.

Rætt verður um þá fjárfestingu sem felst í að koma íslensku tónlistarfólki á framfæri erlendis og hver greiði fyrir slíkt. Þá verður farið yfir tekjur í tónlistarheiminum í dag og þá breytingu sem orðið hefur á undanförnum árum.

Fundarstjórar eru Máni Pétursson, umsjónarmaður Harmageddon, og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB.

Í umræðum taka þátt Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, Hjálma og fleiri hljómsveita og framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna, Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og Stefán Hjörleifsson, tónlistarmaður og stofnandi Tónlist.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×