Friðarþjóð í NATÓ Ragnar Auðun Árnason skrifar 30. október 2014 13:18 Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um það hversu mikil friðarþjóð Ísland sé. Við höfum engan her, við höfum reist friðarsúlu, haldið alþjóðlegt friðarþing og haft borgarstjóra sem vildi gera Reykjavík að friðarborg. Það er aftur á móti svartur blettur á orðspori svokallaðrar „friðarþjóðar” að vera meðlimur í stærsta hernaðarbandalagi heims. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga þingflokks VG og Birgittu Jónsdóttur um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Íslands í Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATÓ). Slík þjóðaratkvæðagreiðsla myndi hafa gríðarlega mikið um það að segja hvort Ísland sé friðarþjóð í raun og veru. Á sama tíma ætlar ríkisstjórnin hins vegar að hækka framlög til NATÓ og skera niður í grunnþjónustu. Það er vel hægt að fullyrða að ráðamenn „friðarþjóðarinnar” hafi kolranga forgangsröðun. Það er vonandi að íslenska þjóðin geti komið viti fyrir ríkisstjórnina og hvetji þingmenn til þess að samþykkja tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ísland gekk í Nató árið 1949 en eins og flestum er kunnugt þá var því heiftarlega mótmælt á sínum tíma. Síðan þá hefur hins vegar dregið úr andúðinni á NATÓ. NATÓ er hernaðarbandalag sem byggir að mestu leyti á 5. grein sáttmála bandalagsins, þar sem kveðið er á um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Aðeins eitt dæmi er um að ríkin hafi þurft að efna þessi ákvæði: það var eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Eftir þær kom her NATÓ sér vel fyrir í Afghanistan og er þar enn í vopnuðum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum. Þetta er eina stríðið þar sem ríki NATÓ hafa leitt hesta sína saman á grundvelli sáttmálans. NATÓ hefur þó tekið þátt í fjöldamörgum vopnuðum átökum svo sem hroðaverkunum í Júgóslavíu og Kósóvó, þar sem NATÓ ruddist inn með “fána friðar” á lofti með hrikalegum afleiðingum. NATÓ braut þar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna um að ekkert bandalag né ríki skuli reyna að stilla til friðar án samþykkis Sameinuðu þjóðanna og að sáttaleiðir skulu ekki vera í formi hernaðar og ofbeldis. Bandalagið braut einnig gegn fjórða Genfarsáttmálanum, sem kveður á um vernd saklausra borgara í stríði en það er vel þekkt hvernig herafli NATÓ murkaði lífið úr saklausum borgurum Kósóvó. Enn í dag ber Kósóvó merki um loftárásir NATÓ. NATÓ-sáttmálinn kveður á um að bandalagið skuli fara í stríð ef landi innan bandalagsins sé ógnað en Júgóslavía var ekki í NATÓ og ógnaði engu landi innan þess. Seinustu ár hefur NATÓ gegnt hlutverki eins konar persónulegs herafla Sameinuðu þjóðanna. NATÓ tók yfir hernaðaraðgerðir í Líbýu af Bretum og Frökkum og gerði líklegast illt verra þarlendis. Þeir lögðu borgir í rúst og stefndu lífum almennra borgara í hættu. Sú borg sem fór líklegast hvað verst út úr aðgerðum NATÓ var Sirte en það má með sanni segja að bandalagið hafi sent hana aftur til steinaldar. Ali Alkasih, fyrrum íbúi, lýsti skelfilegu ástandi í Sirte á meðan átökunum stóð: „Við fengum fría menntun sem og heilbrigðiskerfi, eitthvað sem er ekki sjálfsagt í neinu Afríkuríki. Nú er ekkert vatn, engin lyf og ekkert súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið í Sirte er hroðalegt. Fjórði Genfarsáttmáli, um verndun saklausra íbúa í stríði, virðist ekki vera í gildi lengur. Flestir Líbýubúar vilja lifa friðsamlega án NATÓ og Gaddafi en af tvennu slæmu þá er Gaddafi skárri kostur. Líf okkar var fínt undir Gaddafi.” NATÓ bjargaði ekki einu sinni strandaglópum á hafi úti sem höfðu flúið átökin í Tripoli heldur leyfðu þeim frekar að svelta. Öll þessi hroðverk - og samt teljum við að NATÓ geri líf íbúanna betra. NATÓ hefur áratugum saman staðið fyrir svívirðilegri hernaðarhyggju og stríðsbrölti gegn þjóðum heimsins í nafni lýðræðis og friðar. Þessi hernaðarhyggja virðist engan endi ætla að taka. Stríð í nafni friðar hefur aldrei komið á varanlegum friði. Vesturlönd há stríð í nafni friðar aftur og aftur og aftur með þeim afleiðingum að gera vont ástand verra. Í nafni friðar er milljónum mannslífa fórnað. Stríð fyrir frið er réttlæting á ógeðslegum þjóðarmorðum. Það er Íslandi til mikillar minnkunar að kalla sig friðarþjóð á meðan við sitjum ekki bara þegjandi og hljóðalaus þegar NATÓ fer í stríðsleik - heldur styðjum við þann stríðsleik. Stríð fyrir frið mun aldrei vera lausn; Ísland innan NATÓ kemur í veg fyrir að við getum kallað okkur raunverulega friðarþjóð. Það er óásættanlegt að kalla sig friðaþjóð og horfa fram hjá þessari hryllilegu staðreynd. Við sem þjóð verðum að átta okkur á því að með því að sitja í NATÓ þá samþykkjum við framkomu þess. Ísland úr NATÓ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um það hversu mikil friðarþjóð Ísland sé. Við höfum engan her, við höfum reist friðarsúlu, haldið alþjóðlegt friðarþing og haft borgarstjóra sem vildi gera Reykjavík að friðarborg. Það er aftur á móti svartur blettur á orðspori svokallaðrar „friðarþjóðar” að vera meðlimur í stærsta hernaðarbandalagi heims. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga þingflokks VG og Birgittu Jónsdóttur um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Íslands í Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATÓ). Slík þjóðaratkvæðagreiðsla myndi hafa gríðarlega mikið um það að segja hvort Ísland sé friðarþjóð í raun og veru. Á sama tíma ætlar ríkisstjórnin hins vegar að hækka framlög til NATÓ og skera niður í grunnþjónustu. Það er vel hægt að fullyrða að ráðamenn „friðarþjóðarinnar” hafi kolranga forgangsröðun. Það er vonandi að íslenska þjóðin geti komið viti fyrir ríkisstjórnina og hvetji þingmenn til þess að samþykkja tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ísland gekk í Nató árið 1949 en eins og flestum er kunnugt þá var því heiftarlega mótmælt á sínum tíma. Síðan þá hefur hins vegar dregið úr andúðinni á NATÓ. NATÓ er hernaðarbandalag sem byggir að mestu leyti á 5. grein sáttmála bandalagsins, þar sem kveðið er á um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Aðeins eitt dæmi er um að ríkin hafi þurft að efna þessi ákvæði: það var eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Eftir þær kom her NATÓ sér vel fyrir í Afghanistan og er þar enn í vopnuðum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum. Þetta er eina stríðið þar sem ríki NATÓ hafa leitt hesta sína saman á grundvelli sáttmálans. NATÓ hefur þó tekið þátt í fjöldamörgum vopnuðum átökum svo sem hroðaverkunum í Júgóslavíu og Kósóvó, þar sem NATÓ ruddist inn með “fána friðar” á lofti með hrikalegum afleiðingum. NATÓ braut þar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna um að ekkert bandalag né ríki skuli reyna að stilla til friðar án samþykkis Sameinuðu þjóðanna og að sáttaleiðir skulu ekki vera í formi hernaðar og ofbeldis. Bandalagið braut einnig gegn fjórða Genfarsáttmálanum, sem kveður á um vernd saklausra borgara í stríði en það er vel þekkt hvernig herafli NATÓ murkaði lífið úr saklausum borgurum Kósóvó. Enn í dag ber Kósóvó merki um loftárásir NATÓ. NATÓ-sáttmálinn kveður á um að bandalagið skuli fara í stríð ef landi innan bandalagsins sé ógnað en Júgóslavía var ekki í NATÓ og ógnaði engu landi innan þess. Seinustu ár hefur NATÓ gegnt hlutverki eins konar persónulegs herafla Sameinuðu þjóðanna. NATÓ tók yfir hernaðaraðgerðir í Líbýu af Bretum og Frökkum og gerði líklegast illt verra þarlendis. Þeir lögðu borgir í rúst og stefndu lífum almennra borgara í hættu. Sú borg sem fór líklegast hvað verst út úr aðgerðum NATÓ var Sirte en það má með sanni segja að bandalagið hafi sent hana aftur til steinaldar. Ali Alkasih, fyrrum íbúi, lýsti skelfilegu ástandi í Sirte á meðan átökunum stóð: „Við fengum fría menntun sem og heilbrigðiskerfi, eitthvað sem er ekki sjálfsagt í neinu Afríkuríki. Nú er ekkert vatn, engin lyf og ekkert súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið í Sirte er hroðalegt. Fjórði Genfarsáttmáli, um verndun saklausra íbúa í stríði, virðist ekki vera í gildi lengur. Flestir Líbýubúar vilja lifa friðsamlega án NATÓ og Gaddafi en af tvennu slæmu þá er Gaddafi skárri kostur. Líf okkar var fínt undir Gaddafi.” NATÓ bjargaði ekki einu sinni strandaglópum á hafi úti sem höfðu flúið átökin í Tripoli heldur leyfðu þeim frekar að svelta. Öll þessi hroðverk - og samt teljum við að NATÓ geri líf íbúanna betra. NATÓ hefur áratugum saman staðið fyrir svívirðilegri hernaðarhyggju og stríðsbrölti gegn þjóðum heimsins í nafni lýðræðis og friðar. Þessi hernaðarhyggja virðist engan endi ætla að taka. Stríð í nafni friðar hefur aldrei komið á varanlegum friði. Vesturlönd há stríð í nafni friðar aftur og aftur og aftur með þeim afleiðingum að gera vont ástand verra. Í nafni friðar er milljónum mannslífa fórnað. Stríð fyrir frið er réttlæting á ógeðslegum þjóðarmorðum. Það er Íslandi til mikillar minnkunar að kalla sig friðarþjóð á meðan við sitjum ekki bara þegjandi og hljóðalaus þegar NATÓ fer í stríðsleik - heldur styðjum við þann stríðsleik. Stríð fyrir frið mun aldrei vera lausn; Ísland innan NATÓ kemur í veg fyrir að við getum kallað okkur raunverulega friðarþjóð. Það er óásættanlegt að kalla sig friðaþjóð og horfa fram hjá þessari hryllilegu staðreynd. Við sem þjóð verðum að átta okkur á því að með því að sitja í NATÓ þá samþykkjum við framkomu þess. Ísland úr NATÓ!
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun