Friðarþjóð í NATÓ Ragnar Auðun Árnason skrifar 30. október 2014 13:18 Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um það hversu mikil friðarþjóð Ísland sé. Við höfum engan her, við höfum reist friðarsúlu, haldið alþjóðlegt friðarþing og haft borgarstjóra sem vildi gera Reykjavík að friðarborg. Það er aftur á móti svartur blettur á orðspori svokallaðrar „friðarþjóðar” að vera meðlimur í stærsta hernaðarbandalagi heims. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga þingflokks VG og Birgittu Jónsdóttur um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Íslands í Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATÓ). Slík þjóðaratkvæðagreiðsla myndi hafa gríðarlega mikið um það að segja hvort Ísland sé friðarþjóð í raun og veru. Á sama tíma ætlar ríkisstjórnin hins vegar að hækka framlög til NATÓ og skera niður í grunnþjónustu. Það er vel hægt að fullyrða að ráðamenn „friðarþjóðarinnar” hafi kolranga forgangsröðun. Það er vonandi að íslenska þjóðin geti komið viti fyrir ríkisstjórnina og hvetji þingmenn til þess að samþykkja tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ísland gekk í Nató árið 1949 en eins og flestum er kunnugt þá var því heiftarlega mótmælt á sínum tíma. Síðan þá hefur hins vegar dregið úr andúðinni á NATÓ. NATÓ er hernaðarbandalag sem byggir að mestu leyti á 5. grein sáttmála bandalagsins, þar sem kveðið er á um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Aðeins eitt dæmi er um að ríkin hafi þurft að efna þessi ákvæði: það var eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Eftir þær kom her NATÓ sér vel fyrir í Afghanistan og er þar enn í vopnuðum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum. Þetta er eina stríðið þar sem ríki NATÓ hafa leitt hesta sína saman á grundvelli sáttmálans. NATÓ hefur þó tekið þátt í fjöldamörgum vopnuðum átökum svo sem hroðaverkunum í Júgóslavíu og Kósóvó, þar sem NATÓ ruddist inn með “fána friðar” á lofti með hrikalegum afleiðingum. NATÓ braut þar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna um að ekkert bandalag né ríki skuli reyna að stilla til friðar án samþykkis Sameinuðu þjóðanna og að sáttaleiðir skulu ekki vera í formi hernaðar og ofbeldis. Bandalagið braut einnig gegn fjórða Genfarsáttmálanum, sem kveður á um vernd saklausra borgara í stríði en það er vel þekkt hvernig herafli NATÓ murkaði lífið úr saklausum borgurum Kósóvó. Enn í dag ber Kósóvó merki um loftárásir NATÓ. NATÓ-sáttmálinn kveður á um að bandalagið skuli fara í stríð ef landi innan bandalagsins sé ógnað en Júgóslavía var ekki í NATÓ og ógnaði engu landi innan þess. Seinustu ár hefur NATÓ gegnt hlutverki eins konar persónulegs herafla Sameinuðu þjóðanna. NATÓ tók yfir hernaðaraðgerðir í Líbýu af Bretum og Frökkum og gerði líklegast illt verra þarlendis. Þeir lögðu borgir í rúst og stefndu lífum almennra borgara í hættu. Sú borg sem fór líklegast hvað verst út úr aðgerðum NATÓ var Sirte en það má með sanni segja að bandalagið hafi sent hana aftur til steinaldar. Ali Alkasih, fyrrum íbúi, lýsti skelfilegu ástandi í Sirte á meðan átökunum stóð: „Við fengum fría menntun sem og heilbrigðiskerfi, eitthvað sem er ekki sjálfsagt í neinu Afríkuríki. Nú er ekkert vatn, engin lyf og ekkert súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið í Sirte er hroðalegt. Fjórði Genfarsáttmáli, um verndun saklausra íbúa í stríði, virðist ekki vera í gildi lengur. Flestir Líbýubúar vilja lifa friðsamlega án NATÓ og Gaddafi en af tvennu slæmu þá er Gaddafi skárri kostur. Líf okkar var fínt undir Gaddafi.” NATÓ bjargaði ekki einu sinni strandaglópum á hafi úti sem höfðu flúið átökin í Tripoli heldur leyfðu þeim frekar að svelta. Öll þessi hroðverk - og samt teljum við að NATÓ geri líf íbúanna betra. NATÓ hefur áratugum saman staðið fyrir svívirðilegri hernaðarhyggju og stríðsbrölti gegn þjóðum heimsins í nafni lýðræðis og friðar. Þessi hernaðarhyggja virðist engan endi ætla að taka. Stríð í nafni friðar hefur aldrei komið á varanlegum friði. Vesturlönd há stríð í nafni friðar aftur og aftur og aftur með þeim afleiðingum að gera vont ástand verra. Í nafni friðar er milljónum mannslífa fórnað. Stríð fyrir frið er réttlæting á ógeðslegum þjóðarmorðum. Það er Íslandi til mikillar minnkunar að kalla sig friðarþjóð á meðan við sitjum ekki bara þegjandi og hljóðalaus þegar NATÓ fer í stríðsleik - heldur styðjum við þann stríðsleik. Stríð fyrir frið mun aldrei vera lausn; Ísland innan NATÓ kemur í veg fyrir að við getum kallað okkur raunverulega friðarþjóð. Það er óásættanlegt að kalla sig friðaþjóð og horfa fram hjá þessari hryllilegu staðreynd. Við sem þjóð verðum að átta okkur á því að með því að sitja í NATÓ þá samþykkjum við framkomu þess. Ísland úr NATÓ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um það hversu mikil friðarþjóð Ísland sé. Við höfum engan her, við höfum reist friðarsúlu, haldið alþjóðlegt friðarþing og haft borgarstjóra sem vildi gera Reykjavík að friðarborg. Það er aftur á móti svartur blettur á orðspori svokallaðrar „friðarþjóðar” að vera meðlimur í stærsta hernaðarbandalagi heims. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga þingflokks VG og Birgittu Jónsdóttur um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Íslands í Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATÓ). Slík þjóðaratkvæðagreiðsla myndi hafa gríðarlega mikið um það að segja hvort Ísland sé friðarþjóð í raun og veru. Á sama tíma ætlar ríkisstjórnin hins vegar að hækka framlög til NATÓ og skera niður í grunnþjónustu. Það er vel hægt að fullyrða að ráðamenn „friðarþjóðarinnar” hafi kolranga forgangsröðun. Það er vonandi að íslenska þjóðin geti komið viti fyrir ríkisstjórnina og hvetji þingmenn til þess að samþykkja tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ísland gekk í Nató árið 1949 en eins og flestum er kunnugt þá var því heiftarlega mótmælt á sínum tíma. Síðan þá hefur hins vegar dregið úr andúðinni á NATÓ. NATÓ er hernaðarbandalag sem byggir að mestu leyti á 5. grein sáttmála bandalagsins, þar sem kveðið er á um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Aðeins eitt dæmi er um að ríkin hafi þurft að efna þessi ákvæði: það var eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Eftir þær kom her NATÓ sér vel fyrir í Afghanistan og er þar enn í vopnuðum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum. Þetta er eina stríðið þar sem ríki NATÓ hafa leitt hesta sína saman á grundvelli sáttmálans. NATÓ hefur þó tekið þátt í fjöldamörgum vopnuðum átökum svo sem hroðaverkunum í Júgóslavíu og Kósóvó, þar sem NATÓ ruddist inn með “fána friðar” á lofti með hrikalegum afleiðingum. NATÓ braut þar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna um að ekkert bandalag né ríki skuli reyna að stilla til friðar án samþykkis Sameinuðu þjóðanna og að sáttaleiðir skulu ekki vera í formi hernaðar og ofbeldis. Bandalagið braut einnig gegn fjórða Genfarsáttmálanum, sem kveður á um vernd saklausra borgara í stríði en það er vel þekkt hvernig herafli NATÓ murkaði lífið úr saklausum borgurum Kósóvó. Enn í dag ber Kósóvó merki um loftárásir NATÓ. NATÓ-sáttmálinn kveður á um að bandalagið skuli fara í stríð ef landi innan bandalagsins sé ógnað en Júgóslavía var ekki í NATÓ og ógnaði engu landi innan þess. Seinustu ár hefur NATÓ gegnt hlutverki eins konar persónulegs herafla Sameinuðu þjóðanna. NATÓ tók yfir hernaðaraðgerðir í Líbýu af Bretum og Frökkum og gerði líklegast illt verra þarlendis. Þeir lögðu borgir í rúst og stefndu lífum almennra borgara í hættu. Sú borg sem fór líklegast hvað verst út úr aðgerðum NATÓ var Sirte en það má með sanni segja að bandalagið hafi sent hana aftur til steinaldar. Ali Alkasih, fyrrum íbúi, lýsti skelfilegu ástandi í Sirte á meðan átökunum stóð: „Við fengum fría menntun sem og heilbrigðiskerfi, eitthvað sem er ekki sjálfsagt í neinu Afríkuríki. Nú er ekkert vatn, engin lyf og ekkert súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið í Sirte er hroðalegt. Fjórði Genfarsáttmáli, um verndun saklausra íbúa í stríði, virðist ekki vera í gildi lengur. Flestir Líbýubúar vilja lifa friðsamlega án NATÓ og Gaddafi en af tvennu slæmu þá er Gaddafi skárri kostur. Líf okkar var fínt undir Gaddafi.” NATÓ bjargaði ekki einu sinni strandaglópum á hafi úti sem höfðu flúið átökin í Tripoli heldur leyfðu þeim frekar að svelta. Öll þessi hroðverk - og samt teljum við að NATÓ geri líf íbúanna betra. NATÓ hefur áratugum saman staðið fyrir svívirðilegri hernaðarhyggju og stríðsbrölti gegn þjóðum heimsins í nafni lýðræðis og friðar. Þessi hernaðarhyggja virðist engan endi ætla að taka. Stríð í nafni friðar hefur aldrei komið á varanlegum friði. Vesturlönd há stríð í nafni friðar aftur og aftur og aftur með þeim afleiðingum að gera vont ástand verra. Í nafni friðar er milljónum mannslífa fórnað. Stríð fyrir frið er réttlæting á ógeðslegum þjóðarmorðum. Það er Íslandi til mikillar minnkunar að kalla sig friðarþjóð á meðan við sitjum ekki bara þegjandi og hljóðalaus þegar NATÓ fer í stríðsleik - heldur styðjum við þann stríðsleik. Stríð fyrir frið mun aldrei vera lausn; Ísland innan NATÓ kemur í veg fyrir að við getum kallað okkur raunverulega friðarþjóð. Það er óásættanlegt að kalla sig friðaþjóð og horfa fram hjá þessari hryllilegu staðreynd. Við sem þjóð verðum að átta okkur á því að með því að sitja í NATÓ þá samþykkjum við framkomu þess. Ísland úr NATÓ!
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar