„Arðbær fjárfesting í heyrnarlausum mannauði“ Daði Hreinsson skrifar 31. október 2014 13:08 Félag heyrnarlausra á sér mörg hlutverk og eru verkefnin af ólíklegustum toga sem detta inn á borð okkar. Er hagsmunabarátta og réttindagæsla þó aðalsmerki félagsins en hún felst í því að tryggja að heyrnarlausum sé veittur sem bestur aðgangur að daglegu lífi. Eins er það okkar hagur að heyrnarlausir verði sjálfstæðir þegnar í íslensku samfélagi og virkir í daglegu lífi, hvort sem er í leik eða starfi. Er félagið m.a. með atvinnu- og fræðslufulltrúa til að efla þátttöku heyrnarlausra í daglegu starfi og þátttöku í samfélaginu. Flóra félagsmanna í Félagi heyrnarlausra er fjölbreytt og um leið þjónustuþörf þeirra í daglegu lífi sömuleiðis. Hluti okkar fólks býr við fleiri fatlanir en bara heyrnarleysið, aðrir eru eingöngu heyrnarlausir og hafa fæðst þannig eða misst heyrnina ung að árum. Geta okkar félagsmanna til virkni í atvinnulífi er því mismikil en allur hópurinn nýtir sér túlkun úr félagslega sjóðnum til að geta átt samskipti út á við, hvort það er í leik eða starfi. Félagslegi túlkasjóðurinn er uppurinn, annað árið í röð nokkrum mánuðum fyrr en áætlað var að mati menntamálaráðherra. Miðað við 18,6 milljón króna úthlutun í félagslega sjóðinn er hægt að bjóða 200 manna hóp heyrnarlausra og daufblindra einstaklinga upp á tæpar 5 klukkustundir á dag, já öllum hópnum og það á dagtaxta! Undirliggjandi túlkaþörf hefur verið viðvarandi svo árum skiptir að þessar upphæðir sem hafa verið settar í túlkun losar rétt spennuna af þeirri túlkaþörf sem heyrnarlausir þurfa í daglegu lífi. Fjöldi túlkastunda úr félagslega sjóðnum er 20% lægri nú en árið 2005. Ekki hefur heyrnarlausum fækkað um 20% á þessum tíma, heldur hitt að vel menntuðu heyrnarlausu fólki hefur fjölgað mjög á þessu tímabili og þörf þeirra á túlkun meiri, enda mun virkari í fagmenntuðum störfum sínum. Félag heyrnarlausra lagði fram tillögur um reglur túlkasjóðs til menntamálaráðuneytisins í október á síðasta ári til að skerpa á úthlutunar og leikreglum sjóðsins. Engin viðbrögð komu frá ráðuneytinu, heldur hækkuðu þeir túlkasjóðinn um 6 milljónir sem var vissulega plástur á sárið en eins og fyrr segir hefur gjaldskrárhækkun túlkaþjónustu sem er ákveðin af hinu opinbera hækkað það mikið að veitt túlkaþjónusta í dag er 20% minni nú en árið 2005. Vil ég koma inn á atvinnutúlkun og er þar að finna eina bestu hagræðingu í málefnum heyrnarlausra og ríkisins. Heyrnarlausir á vinnumarkaði þurfa mjög á atvinnutúlkun að halda. Það er að sá heyrnarlausi í starfi úti á hinum almenna markaði fái túlk við sig reglulega til að eiga samskipti við vinnuveitanda, samstarfsmenn, sitja starfsmannafundi eða sækja endurmenntun í sínu fagi. Öll Norðurlöndin nema Ísland bjóða heyrnarlausum á vinnumarkaði upp á vinnustaðatúlkun til að gera hinum heyrnarlausa kleift að geta sinnt vinnu á jafnréttisgrundvelli með aðgengi að þeim upplýsingum og samskiptum sem eðlilegt er á vinnustað. Þessi sjálfsagða þjónusta eða frekar aðgengi er hagkvæmasta framkvæmd sem hægt er að bjóða upp á í málefnum heyrnarlausra. Hinn heyrnarlausi verður virkur á atvinnumarkaði, verður skattgreiðandi í sínu landi í stað þess að vera óvirkur bótaþegi á kostnað ríkisins með tilheyrandi andlegum kvillum og lífsgæðaskerðingu. Með einföldum útreikningi langar mig að benda yfirvaldið á það að fjárfesta og hagræða í heyrnarlausum mannauði með því að gefa þessu fólki óheftan aðgang að atvinnutúlkun í starfi þannig að þau verði virkir þegnar eins og þeirra stærsta ósk er, og jafnframt eðlileg og sjálfsögð mannréttindi. Ef við tökum vægt dæmi héðan frá okkur sjálfum og gefum 25%(50 manns) af okkar félagsmönnum tækifæri á vinnumarkaði með vinnustaðatúlk og ríkið setti 30 milljónir króna árlega í vinnustaðatúlkunina. Með 30 milljón króna útgjöldum til túlkunar færu 50 manns af örorkubótaskrá ríkisins sem reiknast um 187 þúsund krónur eftir skatta á mánuði. Þarna sparast 62,4 milljónir krónur árlega fyrir ríkiskassann. Viðkomandi verður virkur launþegi og skattgreiðandi og ef við reiknum meðaltalslaun þessa fólks upp á 310 þúsund króna mánaðalaun þá greiðir þessi hópur skatt upp á kr. 52,3 milljónir á ári.Reiknast dæmið því þannig: Lækkun greiddra örorkubóta frá TR: 62.369.000* Hækkun tekjuskatts til ríkisins: 52.290.000* Útgjöld vegna vinnustaðatúlkunar: 30.000.000 *Tölurnar eru fengnar út frá reiknivél Tryggingastofnunar ríkisins og miðast við einstakling á örorkubótum. Rekstrarniðurstaðan er ríkinu og samfélaginu til góða upp á 84,7 milljónir króna á ári. Þetta hafa Norðurlöndin séð fyrir margt löngu og tekið upp í sínum löndum. Hvet ég ríkisstjórn Íslands að sýna ráðdeild í rekstri sínum og taka upp þetta kerfi ekki seinna en strax. Með von um skynsemi og hagsýni í rekstri, réttlætiskennd og mannréttindi að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Félag heyrnarlausra á sér mörg hlutverk og eru verkefnin af ólíklegustum toga sem detta inn á borð okkar. Er hagsmunabarátta og réttindagæsla þó aðalsmerki félagsins en hún felst í því að tryggja að heyrnarlausum sé veittur sem bestur aðgangur að daglegu lífi. Eins er það okkar hagur að heyrnarlausir verði sjálfstæðir þegnar í íslensku samfélagi og virkir í daglegu lífi, hvort sem er í leik eða starfi. Er félagið m.a. með atvinnu- og fræðslufulltrúa til að efla þátttöku heyrnarlausra í daglegu starfi og þátttöku í samfélaginu. Flóra félagsmanna í Félagi heyrnarlausra er fjölbreytt og um leið þjónustuþörf þeirra í daglegu lífi sömuleiðis. Hluti okkar fólks býr við fleiri fatlanir en bara heyrnarleysið, aðrir eru eingöngu heyrnarlausir og hafa fæðst þannig eða misst heyrnina ung að árum. Geta okkar félagsmanna til virkni í atvinnulífi er því mismikil en allur hópurinn nýtir sér túlkun úr félagslega sjóðnum til að geta átt samskipti út á við, hvort það er í leik eða starfi. Félagslegi túlkasjóðurinn er uppurinn, annað árið í röð nokkrum mánuðum fyrr en áætlað var að mati menntamálaráðherra. Miðað við 18,6 milljón króna úthlutun í félagslega sjóðinn er hægt að bjóða 200 manna hóp heyrnarlausra og daufblindra einstaklinga upp á tæpar 5 klukkustundir á dag, já öllum hópnum og það á dagtaxta! Undirliggjandi túlkaþörf hefur verið viðvarandi svo árum skiptir að þessar upphæðir sem hafa verið settar í túlkun losar rétt spennuna af þeirri túlkaþörf sem heyrnarlausir þurfa í daglegu lífi. Fjöldi túlkastunda úr félagslega sjóðnum er 20% lægri nú en árið 2005. Ekki hefur heyrnarlausum fækkað um 20% á þessum tíma, heldur hitt að vel menntuðu heyrnarlausu fólki hefur fjölgað mjög á þessu tímabili og þörf þeirra á túlkun meiri, enda mun virkari í fagmenntuðum störfum sínum. Félag heyrnarlausra lagði fram tillögur um reglur túlkasjóðs til menntamálaráðuneytisins í október á síðasta ári til að skerpa á úthlutunar og leikreglum sjóðsins. Engin viðbrögð komu frá ráðuneytinu, heldur hækkuðu þeir túlkasjóðinn um 6 milljónir sem var vissulega plástur á sárið en eins og fyrr segir hefur gjaldskrárhækkun túlkaþjónustu sem er ákveðin af hinu opinbera hækkað það mikið að veitt túlkaþjónusta í dag er 20% minni nú en árið 2005. Vil ég koma inn á atvinnutúlkun og er þar að finna eina bestu hagræðingu í málefnum heyrnarlausra og ríkisins. Heyrnarlausir á vinnumarkaði þurfa mjög á atvinnutúlkun að halda. Það er að sá heyrnarlausi í starfi úti á hinum almenna markaði fái túlk við sig reglulega til að eiga samskipti við vinnuveitanda, samstarfsmenn, sitja starfsmannafundi eða sækja endurmenntun í sínu fagi. Öll Norðurlöndin nema Ísland bjóða heyrnarlausum á vinnumarkaði upp á vinnustaðatúlkun til að gera hinum heyrnarlausa kleift að geta sinnt vinnu á jafnréttisgrundvelli með aðgengi að þeim upplýsingum og samskiptum sem eðlilegt er á vinnustað. Þessi sjálfsagða þjónusta eða frekar aðgengi er hagkvæmasta framkvæmd sem hægt er að bjóða upp á í málefnum heyrnarlausra. Hinn heyrnarlausi verður virkur á atvinnumarkaði, verður skattgreiðandi í sínu landi í stað þess að vera óvirkur bótaþegi á kostnað ríkisins með tilheyrandi andlegum kvillum og lífsgæðaskerðingu. Með einföldum útreikningi langar mig að benda yfirvaldið á það að fjárfesta og hagræða í heyrnarlausum mannauði með því að gefa þessu fólki óheftan aðgang að atvinnutúlkun í starfi þannig að þau verði virkir þegnar eins og þeirra stærsta ósk er, og jafnframt eðlileg og sjálfsögð mannréttindi. Ef við tökum vægt dæmi héðan frá okkur sjálfum og gefum 25%(50 manns) af okkar félagsmönnum tækifæri á vinnumarkaði með vinnustaðatúlk og ríkið setti 30 milljónir króna árlega í vinnustaðatúlkunina. Með 30 milljón króna útgjöldum til túlkunar færu 50 manns af örorkubótaskrá ríkisins sem reiknast um 187 þúsund krónur eftir skatta á mánuði. Þarna sparast 62,4 milljónir krónur árlega fyrir ríkiskassann. Viðkomandi verður virkur launþegi og skattgreiðandi og ef við reiknum meðaltalslaun þessa fólks upp á 310 þúsund króna mánaðalaun þá greiðir þessi hópur skatt upp á kr. 52,3 milljónir á ári.Reiknast dæmið því þannig: Lækkun greiddra örorkubóta frá TR: 62.369.000* Hækkun tekjuskatts til ríkisins: 52.290.000* Útgjöld vegna vinnustaðatúlkunar: 30.000.000 *Tölurnar eru fengnar út frá reiknivél Tryggingastofnunar ríkisins og miðast við einstakling á örorkubótum. Rekstrarniðurstaðan er ríkinu og samfélaginu til góða upp á 84,7 milljónir króna á ári. Þetta hafa Norðurlöndin séð fyrir margt löngu og tekið upp í sínum löndum. Hvet ég ríkisstjórn Íslands að sýna ráðdeild í rekstri sínum og taka upp þetta kerfi ekki seinna en strax. Með von um skynsemi og hagsýni í rekstri, réttlætiskennd og mannréttindi að leiðarljósi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun